Veróna hin ítalska, Lissabon hin portúgalska og Almería hin spænska. Þrjár príma borgir sem við þurfum yfirleitt að hafa töluvert fyrir að komast til nema við ætlum í dýrar pakkaferðir. En ekki þetta sumarið 🙂

Höfn Almeríu séð frá hinum kostulega kastala Alcazaba. Mynd rafagarzon

Fátt indælla en prófa nýja hluti. Og fáir hlutir skemmtilegri en nýjar skemmtilegar borgir í beinu flugi. Súpergaman frá að segja að ofangreindar borgir; Veróna, Lissabon og Almería eru okkar í beinu flugi ef við kærum okkur um.

Reyndin sú að Heimsferðir og Úrval Útsýn bjóða pakkaferðir til þessara staða í vor og sumar.

Ólíkt því sem oft er raunin er nú í boði að kaupa einungis flugið eitt og sér og sleppa pökkunum. Og auðvitað sleppum við pökkunum því ekki aðeins er einfalt að finna gistingu á lægra verði hér hjá Fararheill heldur og viljum við ekki negla okkur niður á einn einasta stað. Okkur langar í ævintýri 🙂

Best af öllu sú staðreynd að miðað við kostnað þegar þetta er skrifað má finna flug fram og aftur til allra þessara borga í vor og jafnvel fram á sumar með farangur meðferðis niður í 50 þúsund kallinn!!!

Ekki gefið auðvitað og ekki kannski alveg á pari við það ódýrasta sem fannst í fortíðinni en ekki slæmur díll til nýrra áfangastaða og það með handfarangur og töskudruslu meðferðis.

Út með oss 🙂