Öll getum við lært hvort af öðru og ekki síst á það við um ferðir og ferðalög. Kannski sérstaklega því ferðalög eru almennt kostnaðarsöm, tímafrek og óöryggi á ferðum er algengt vandamál.

Okkur fannst ráð að deila með ykkur þremur ferðaráðum sem við höfum rekist á á netvafri upp á síðkastið. Ráðum sem kannski ekki bjarga mannslífum en geta í einhverjum tilfellum bjargað sálarlífi og jafnvel fjármunum.

Hið fyrsta varðar alla þá sem vappa um með snjallsíma. Sem eru náttúrulega 99 prósent fólks á þessu stigi. Slíkir símar freista þjófa hvarvetna enda kosta þeir margir tug- og jafnvel hundruð þúsunda króna. Snjallsímar eru simsennilega þeir munir sem hvað auðveldast er að stela af okkur. Öll erum við jú sek um að leggja dýra síma á borð þegar við fáum kaffi á kaffihúsi eða í tösku við hlið þegar við leggjumst á sólbekk.

En það er líka afar súrt að týna símanum sem orðinn er mikilvægur hluti af lífi margra. Eitt ráð ef einhver skyldi týna símanum er að festa helstu upplýsingar á forsíðu símans eins og sést á myndinni. Nafn, heimilisfang og annað símanúmer sem hægt er að hringja í ef sá sem símann finnur reynist vera góðhjartaður einstaklingur. Þá eru upplýsingarnar á skjánum það eina sem gæti komið símanum aftur í þínar hendur.

Ráð númer tvö hefur með snjallsíma að gera líka og eða smærri spjaldtölvur. Slík tæki geta aldeilis stytt stundirnar í löngu flugi og nóg er af flugfélögum sem ekki bjóða upp á nein afþreyingarkerfi eins og sjónvarp í sætum. Til dæmis ziper slíkur munaður vandfundinn hjá svokölluðum lággjaldaflugfélögum eins og easyJet, Ryanair eða Transavia.

En það getur verið vandkvæðum bundið að horfa á þætti eða bíómynd á snjallsíma eða spjaldtölvu. Enginn nennir að halda á tækinu löngum stundum og ekki er alltaf góð lausn að nota borðið heldur. Eitt ráð er að taka með eða kaupa poka sem kenndir eru við ziplock og eru klemmdir saman. Sé tækið ekki of þungt er hægt að setja snjallsímann í pokann og festa hann svo á snaganum sem finnst á flestum stólbökum. Halla sér svo aftur makindalega.

Þriðja hugmyndin er hentug fyrir fjölskyldur með börn eða hina fullorðnu sem orðnir eru skjálfhentir. Velflest flugfélög afgreiða drykki í litlum opnum plastmálum og fylla yfirleitt upp að brún. Sem er ekki slæmt út af fyrir sig pappen það þarf voða lítið til að það hellist niður úr slíkum glösum. Stundum nægir nett ókyrrð til að safi leki um allt borðið við framan þig. Ókeypis ráð við þessu er að fá að stela pappaglasi á kaffihúsi á flugvellinum áður en farið er um borð. Ekkert alvarlegt kaffihús afgreiðir drykki öðruvísi en í pappamáli með loki og þú annaðhvort biður flugþjóninn um að hella í pappaglasið eða gerir það sjálf, setur lokið á og hefur svo minnstu áhyggjur af slettum og sulli.

Svo líður þér betur um borð vitandi að þú bókaðir gistingu á lægsta mögulega verði 😉