Þó reyndin sé mun oftar sú að fólk greiðir lægra verð fyrir flug ef bókað er fram og aftur í einni bókun þá er það ekki algilt. Furðu mörg flugfélög bjóða á köflum LÆGRA verð ef þú bókar stakan miða út og svo annan stakan miða heim aftur.

Íslensk flugfélög gera mikið út á að viðskiptavinir bóki ferðir fram og aftur í einni bókun. Hjá þeim báðum hækkar fargjald oftast töluvert ef einhver vill bara aðra leið út eða aðra leið heim. Í tilfellum getur munað fleiri þúsundum króna. Dæmi um það hér að neðan:

Báðar leiðir til Brussel og heim aftur með Icelandair. Útleiðin á 14.085 krónur en heimleiðin kostar 15.270 krónur.Skjáskot
En ef þú ætlar bara aðra leið til Brussel með sama flugi og sama flugfélagi greiðir einstaklingur 16.335 fyrir útlegginn. Það er sextán prósentum dýrara.
Önnur leiðin frá Belgíu og heim kostar hins vegar 20.183 krónur eða hvorki meira né minna en 32 prósent hærra verð en bóka draslið saman.

Það kemur hins vegar reglulega fyrir erlendis og oftast hjá stórum flugfélögum á lengri leiðum að tveir stakir leggir reynast ódýrari en báðir saman. Ekki taka okkar orð fyrir. Ferðamiðillinn Kayak gerði úttekt á þessu fyrir skömmu og merkilega oft var ódýrara að kaupa staka leggi en báða saman. Mesti munurinn reyndist heil sextán prósent eða tugþúsundir króna.

Hér skal hafa hugfast að Kayak er bandarískur miðill og ofangreint tekur mið af flugferðum til ofangreindra staða frá Bandaríkjunum. En við hér höfum fengið betri díl á flugi milli Madríd og Rómar annars vegar og frá Amsterdam til Istanbúl hins vegar með einmitt þessari aðferð. Engar stórupphæðir en hvers vegna að henda peningum á glæ…