Eitt er það sem vill oft gleymast þegar menn grípa sólarlandatilboð ferðaskrifstofanna og það er að þótt ferðin sjálf fáist kannski á sæmilegu verði hefur verðlag á viðkomandi stað töluverð áhrif á kostnaðinn við ferðina.

Mallorca kemur best út í samanburði við Krít og Antalya hvað almenn vöruverð snertir

Sérstaklega getur þetta skipt máli þegar heilu fjölskyldurnar ferðast saman en þá er matar- og afþreyingarkostnaður fljótur að hrúgast upp og þegar upp er staðið var hagstæða ferðin ekki svo hagstæð.

Norska Dagblaðið, Dagbladet, tók að gamni saman kostnað á nokkrum vörum sem ferðamenn versla töluvert á ferðum sínum á nokkrum vinsælum áfangastöðum. Hefur Fararheill.is fengið leyfi til að endurbirta þann lista og snúa verðinu yfir á íslenskar krónur miðið við meðalgengi 1. júlí 2012.

Þó listinn sé engan veginn tæmandi þá segir hann töluvert því fjögurra manna fjölskyldan borðar líklega eigi sjaldnar en tvisvar á dag og sé það gert í tvær eða þrjár vikur, að því gefnu að ekki sé um „allt innifalið“ ferð að ræða, má glögglega sjá að kostnaðurinn er fljótur að hoppa upp í tugþúsundir.

Listinn lítur þá svona út:

Það er hreint ekki ókeypis að dúlla sér á erlendri grundu nokkrar vikur. Sérstaklega ekki fyrir heilu fjölskyldurnar