Mörgum okkar hefur um ár og raðir blöskrað álagning íslenska ríkisins á áfengi sem þýðir að skitið glas af döpru rauðvíni á bar eða veitingastað getur skjagað hátt í þrjú þúsund krónur á verstu stöðunum. En það er annar staðar í heiminum þar sem margir fá sjokk yfir háu verði á áfengi: í Indónesíu.

Margir glæsilegir barir og veitingastaðir um allt á Balí. En hér kosta drykkir sitt.

Velflestir sem eru á leið til Balí á Indónesíu fyrsta sinni hafa lesið sér til um áfangastaðinn og eða fengið ábendingar frá vinum og ættingjum sem dvalið hafa á þessari indælu eyju. Auðvelt að komast að því að gisting og matur fæst hér fyrir klink í orðsins fyllstu. Margt annað á hlægilegu súperverði eins og bílaleigubílar, leigubílar, leigu á köfunarbúnaði eða ýmsir þeir frábæru handgerðu munir sem heimamenn framleiða og selja.

Það því auðvelt að draga þá ályktun að allt sé hér svo ódýrt að engir áhyggjur þurfi að hafa. Svo er ekki. Áfengi, að frátöldum bjórnum sem framleiddur er í landinu, kostar undantekningarlítið handlegg og fótlegg.

Nú skulum við bara vera hreinskilin. Langstærstur hluti Íslendinga drekka áfenga drykki eins og kókómjólk á sólríkum erlendum ströndum. Bjór þar yfirleitt fremstur jafningja en kokteilar og sterkir drykkir ekki langt þar undan. Slíkir drykkir á Balí geta kostað það sama og heima á misfarsæla Fróni.

Kokteill á sæmilegum bar? Þúsund kall íslenskar algengt verð. Kokteill á vinsælum bar? Gerðu ráð fyrir að drykkurinn skjagi upp í tvö þúsund krónur þegar verst lætur. Dittó fyrir sterka drykki eins og gin, vodka, sérrí eða vinsælda líkkjöra. Á sæmilegum stað er talið gott að sleppa með þúsund kall fyrir lítinn drykk.

Bjór er heldur ekki alveg gefins hér nema þú verslir hann í kippum í næstu kjörbúð. Sex til átta hundruð krónur kostar bjórglas á betri stofunum á Balí og jafnvel enn meira á flottu börunum á fimm stjörnu hótelunum. Sem sagt ekki ósvipað bjórverð og heima á klakanum og hér aðeins verið að tala um innlendan bjór. Allt innflutt stöff kostar meira.

Því ágæt regla að gera ráð fyrir þessum útgjaldaauka þegar ferðinni er haldið til Balí eða annars staðar í Indónesíu.