Rellu norska flugfélagsins Norwegian milli Keflavíkur og Madríd þennan daginn seinkaði um tæpar fimm klukkustundir. Það þýðir að farþegar sem standa á sínu eiga inni rúmar 50 þúsund krónur.

Mikil seinkun á flugi Norwegian frá Íslandi til Spánar þennan daginn. Það ávísun á feitan seðlabunka…

Norska rellan átti að fara í loftið til spænsku höfuðborgarinnar klukkan 9:35 í morgun en reyndin var að vélin yfirgaf ekki Keflavík fyrr en rétt tæpum fimm klukkustundum síðar klukkan 14.23 samkvæmt tímatöflu Ísavía.

Þar sem allar aðrar vélar lentu og fóru í loftið á tíma á sama tímabili má fastsetja að ekkert guðlegt kom í veg fyrir brottför annað en klúður Norðmannanna. Sem merkir að allir farþegar sem flugu með rellunni eiga inni rúmar 50 þúsund krónur samkvæmt Evrópulögum.

Norwegian glímir við fjárhagsvandræði eins og mörg önnur lággjaldaflugfélög og mun því ábyggilega hafna öllum bótakröfum án þess að blikka auga. Þá ráð að setja Samgöngustofu í málið því ef menn þar á bæ komast að því að flugfélagið skuldi bætur er ekkert undan því komist.

Og hvern munar ekki um 50 kallinn þessa síðustu og verstu 😉