Fyrir utan óstundvísi á heimsmælikvarða þá virðast alvarlegar seinkanir og tafir á flugi Icelandair vera regla fremur en undantekning þessa síðustu og verstu. Það geta þó farþegar flugfélagsins til Köben þennan daginn huggað sig við að þeir eru 45 þúsund krónum ríkari.

Alvarlegar tafir daglegt brauð hjá Icelandair. Sem getur þýtt feitar bætur fyrir farþega. Skjáskot

Eins og sjá má á meðfylgjandi skjáskoti seinkaði brottför vélar Icelandair frá Keflavík til Köben þennan daginn. Reyndar ekki eina flug Icelandair sem seinkar um marga tíma en óþarfi að sparka í liggjandi flugfélag svo við látum Köben-dæmið nægja.

Evrópureglur kveða á um að seinki flugi um meira en þrjár klukkustundir eigi farþegar rétt á bótum svo lengi sem seinkunin er flugfélaginu að kenna og ekki reiði Guðs, gosi í Eyjafjallajökli eða endalokum heimsins.

Ekkert gos sprettur upp úr Eyjafjallajökli þennan daginn og óljóst er og ósannað að reiði Guðs sé að hafa nokkur áhrif á flug yfir Atlantshafið hjá öðrum flugfélögum en Icelandair. Sem merkir að vél Icelandair til Köben, flug 216, sem átti að fara í loftið klukkan 16.10 mun ekki lyfta sér til flugs fyrr en klukkan 20 í fyrsta lagi samkvæmt brottfararskrám Leifsstöðvar.

Nú eru lögin þannig að rellan þarf að LENDA að minnsta kosti þremur stundum á eftir áætlun til að hægt sé að sækja seðla í bætur. Og sama hversu flinka flugmenn Icelandair hefur um borð í vél 216 að það er enginn séns að ná til Köben á tveimur klukkustundum. Ergo: farþegar um borð eiga umsvifalaust rétt á 45 þúsund krónum í bætur fyrir þær tafirnar. Engar stórupphæð vissulega, en allsæmileg sárabót fyrir óþarfa hangs í Leifsstöð.

Það er þó ekki eins og Icelandair opni bankabókina sísona og dreifi seðlum á viðskiptavini. Öðru nær, flugfélagið er alræmt fyrir að nefna aldrei einu orði að farþegar sem fyrir töfum verða eigi rétt á öðru en vinalegu klappi á bakið. Bætur þessar þarf að sækja og það til Samgöngustofu með bréfi og formlegheitum.

Því fleiri sem þetta gera því betri verður stundvísin hjá Icelandair. Það er að segja ef forsvarsmönnum og hluthöfum er ekki alveg sama um hagnað og arð 😉

PS: vissir þú að hótelleitarvél Fararheill er FJÓRFALDUR HEIMSMEISTARI?