Flugi Air Iceland Connect frá Aberdeen í Skotlandi heim á farsæla Frón seinkaði þennan daginn um að minnsta kosti fimm og hálfa klukkustund og líklega lengur en það. Það þýðir að farþegar um borð eiga rétt á tæplega 32 þúsund krónum í bætur.

Það virðist orðið mjög vafasamt að taka mikið mark á lendingar- og brottfararupplýsingum Ísavía. Þegar þetta er skrifað átti vél Air Iceland Connect frá Aberdeen að lenda í Keflavík klukkan 21 eftir að hafa upphaflega átt að lenda klukkan 15.30. Nema nú er klukkan að slefa í miðnætti og Ísavía í engu breytt upplýsingum á vef sínum. Er rellan lent eða er meira vesen? Súper þjónusta (ekki.)

Í öllu falli er töfin sem um ræðir hér nægileg til að hver farþegi um borð á rétt á bótum samkvæmt Evrópureglum. Létt leit á Google leiðir í ljós að ekki var neitt sérstakt vesen á flugvellinum í Aberdeen í dag og því má naglfesta að vesenið er Air Iceland Connect að kenna. Sem aftur merkir að farþegar eiga inni bætur 🙂

Fráleitt erfitt að heimta seðlana. Skeyti á samgöngustofu og ef rétt reynist detta inn seðlar innan þriggja mánaða. Og hvert okkar hefur ekki not fyrir rúmar 30 þúsund krónur…