Dæma skal fólk og fyrirtæki eftir því hvernig þau haga seglum þegar mótvindur bjátar á. Og samkvæmt þeirri kríteríu er aldeilis ömurlegt að fljúga með British Airways.

Yfirleitt þægilegt að skottast um heiminn með British Airways en biddu fyrir þér ef eitthvað bjátar á…

Breski neytendavefurinn Which! gerði nýlega úttekt á hjálpsemi flugfélaga þegar eitthvað bjátaði á hjá farþegum.

Góðu heilli komast 99 prósent flugfarþega almennt til og frá vandræðalaust og hafa frá engu að segja. En það segir ýmislegt um flugfélög hvernig komið er fram við það eitt prósent sem lendir í einhvers konar vandræðum á ferðalaginu. Þá er stór mínus að fljúga með British Airways.

Það er raunin samkvæmt neytendamiðlinum Which! í Bretlandi. Stór könnun þeirri leiddi í ljós að ef farþegar lentu í vandræðum var þjónusta British Airways hvað lökust allra flugfélaga. Tæplega tuttugu prósent flugfarþega BA sem Which! ræddi við kunnu ekki góða sögu að segja af viðskiptunum við BA. Þjónusta annaðhvort feitt skorin við nögl eða alls engin þegar aðstoð vantaði.

Það veit ferðavant fólk að á köflum þarf maður aðstoð og það prontó. Þá er ríkisflugfélag Bretlands ekki til að treysta á samkvæmt úttekt Which! Önnur saga hins vegar með Emirates flugfélagið en 82 prósent þeirra sem þurftu aðstoð þeirra fengu slíka aðstoð og 73% farþega Virgin flugfélagsins fengu aðstoð þegar á þurfti að halda.

Ágætt að hafa hugfast því oft kemur vindur í fang þegar flogið er erlendis…