Höfuðborg Bandaríkjanna, Washington DC, er ekki allra. Þar þó eðli máls samkvæmt fjölmargt að skoða og upplifa og sú upplifun verður sirka tífalt betri en þú ert á þvælingi hér í mars eða apríl umfram aðra mánuði.

Einu gildir hvort þú ert blómabarn eður ei, höfuðborg Bandaríkjanna er mikið mun betri þegar kirsjuberjatré borgarinnar blómstra sínu fínasta.

Víst situr firrtur moðhaus í Hvíta húsinu í Washington DC þessi dægrin. Sami moðhaus og hefur með endalaust fáránlegum tilkynningum sínum fækkað erlendum ferðamönnum vestanhafs um tæp fimm prósent frá því að hann tók við embætti.

Engin ástæða til að láta það hafa áhrif á heimsókn. Eiginlega þvert á móti. Færri ferðamenn þýða minni raðir inn á merkilega staði og lægri álagningu þeirra staða sem reiða sig á ferðafólk.

Hér má finna allt sem þig vantar að vita um forvitnilega staði í borginni atarna en erindi okkur nú er að hvetja þig til að heimsækja í mars, apríl ef þú á annað borð hefur áhuga. Það er þá mánuði sem borgin skartar sínu allra fegursta þökk sé miklum fjölda kirsuberjatrjáa um allar trissur. Þau ágætu tré byrja að blómstra snemma í mars ár hvert og eru komin í fullan skrúð tveimur vikum síðar að jafnaði.

Og trúðu okkur, Washington með kirsuberjatré í blóma er bara svo mikið yndislegri en Washington þegar kirsuberjatrén eru ekki í blóma. Og ferðafólk sem vappar um og skoðar hitt og þetta getur ekki annað en dáðst að fegurðinni. Jafnvel steindauðar sálir komast við 🙂

Út með þig!