Það er ekki að ástæðulausu að velflest helstu söfn heims hafa alfarið bannað svokölluð selfie-prik. Eitt safn bítur nú úr nálinni með að leyfa slíkt og komandi kynslóðir líka.

Þessi gamli skúlptúr nú í molum eftir túrista með selfie-tangir. Mynd LeggiadeiMiliti
Þessi gamli skúlptúr nú í molum eftir túrista með selfie-tangir. Mynd LeggiadeiMiliti

Stytta hinna tveggja Herkúlesa í borginni Cremona á Ítalíu er rúmlega 300 ára gamall skúlptúr sem er höfuðdjásn í Loggia dei Militi safnsins þar í borg. Sá skúlptúr er nú stórskemmdur eftir að erlendir ferðamenn klifruðu upp á styttuna til að ná betri myndum af sjálfum sér með fyrrnefndri selfie-töng eða löngutöng eins og ritstjórn kallar fyrirbærið

Ekki vildi betur til en hluti styttunnar brotnaði við lætin og þó líklega sé hægt að fiffa hinn fræga skúlptúr með tonnataki eða viðlíka er skaðinn skeður.

Merkilegt annars þessi löngutöngs-árátta fólks. Getur enginn notið lista, menningar, borga eða ferða lengur án þess að taka myndir af sjálfum sér sýknt og heilagt. Það lýsir æði sjúkum huga að geta ekki gert neitt í heiminum án þess að láta alla vita af því með myndum á samfélagsmiðlum.