Velflestir, ef ekki allir, ferðalangar eiga til sögur af mislipurri þjónustu um borð í millilandavélum enda ekki sama Aeroflot, Emirates eða Ryanair.

Það er æði margt sem flugþjónar þola illa samkvæmt könnun þar að lútandi.
Það er æði margt sem flugþjónar þola illa samkvæmt könnun þar að lútandi.

Þannig er afar mismunandi þjónustustig milli flugfélaga og yfirleitt í samræmi við fargjaldakostnað. Meðan tveir og jafnvel þrír  flugþjónar sinna hverjum 30 farþegum í vélum Qatar Airways eða Singapore Airlines sætir tíðindum ef í flugþjón sést í vélum Ryanair.

En þótt viðskiptavinir flugfélaganna hafi oft á tíðum yfir einhverju að kvarta og kveina gildir það ekki síður um flugþjónanna sjálfa sem þurfa oftar en ekki að eiga við misgáfulegar athafnar hinna ýmsu farþega.

USA Today hefur tekið saman tíu helstu kvartanir bandarískra flugþjóna og sá listi er bæði skondinn og athyglisverður. Allir ættu að þekkja týpurnar sem um ræðir.

♥  Farþegar sem ganga berfættir um vélina og fara jafnvel á klósettið án þess að skóa sig upp.

♥ Mæður sem skipta um bleyjur á ungabörnum sínum í sætum og jafnvel ofan á sætisskemlum.

♥  Farþegar sem taka upp á því að klippa neglur á tám og fingrum í flugi.

♥  Farþegar með heyrnartól sem eiga orðaskipti við flugþjóna.

♥  Farþegar sem byrsta sig að ástæðulausu.

♥  Þeir sem liggja með hendur eða fætur út á ganginn þegar farið er um með matar- eða söluvagninn.

♥  Farþegar sem gera líkamsæfingar á ganginum og við klósettin.

♥  Þeir sem telja að tilkynningar um að slökkva á rafeindatækjum eigi ekki við um þá.

♥  Farþegar sem koma með illþefjandi mat með sér um borð.

♥  Farþegar sem koma með allt of þungar töskur og geta ekki lyft þeim upp í farangurshólfin.