Almennt er það ekki venjan að bókabúð geymi vörur sínar í hrúgum í baðkörum, smábátum eða plastbölum hvers konar. En það er ein bókabúð hefur fjandi góða ástæðu til að ganga þannig frá hlutunum.

Mögnuð bókabúð í Feneyjum þar sem bókaormar gætu aldeilis eytt tíma og það í stígvélum. Mynd a2zphoto
Mögnuð bókabúð í Feneyjum þar sem bókaormar gætu aldeilis eytt tíma og það í stígvélum. Mynd a2zphoto

Bókabúðin Libreria Acqua Alta er ein af örfáum bókabúðum sem staðist hafa tímans tönn í gamla borgarhluta Feneyja.

Öll þau fyrirtæki glíma við árlegt flóðavandamál þegar síki borgarinnar fyllast og gott betur og vatn flæðir um allt. Sem vitaskuld er dauði fyrir bókabúð því fáir eyða fjármunum í blautar bækur.

En viti menn! Við þessu hafa eigendurnir fundið ráð og það er að stafla vörum sínum í baðker, báta og aðrar vatnsheldar umbúðir af ýmsu tagi og það hefur virkað eins og í góðri sögu.

Víst gæti stígvél komið að gagni. Mynd LAA
Víst gæti stígvél komið að gagni. Mynd LAA

Við mælum ekki aðeins með að fólk reki inn nefið og skoði þessa merkilegu verslun heldur og lítið endilega á neyðarútgang sömu verslunar sem er ekkert annað en stafli af bókum sem raðað hefur verið upp í stiga. Þó margar séu frábærar bókaverslanir víða er þessi án alls efa ein sú merkilegasta. Hún stendur við Calle Longa Santa Maria Formosa fyrir áhugasama. Kannski þörf að hóa í eins og einn gondólaræðara til að komast alla leið ef rignt hefur mikið.