Hversu „stutt“ er á helstu skíðasvæðin frá Salzburg?

Hversu „stutt“ er á helstu skíðasvæðin frá Salzburg?

Ekki er sumarið liðið fyrr en Wow Air stekkur á skíðaferðavagninn og auglýsir beint flug til Salzburg í Austurríki. Sem auðvitað er æði góður staður ætli fólk að spenna á sig skíði eða bretti þennan veturinn. En er raunverulega „stutt“ á bestu skíðasvæðin þaðan eins og flugfélagið vill vera láta? Eins og sjá má á … Continue reading »

Nokkrir punktar varðandi Zell am See

Nokkrir punktar varðandi Zell am See

Ekki allir ferðamannastaðir hafa fyrir því að útbúa fínan og flottan bækling um siði og venjur á staðnum og hvernig best sé fyrir ferðafólk að haga sér. En yfirvöld á hinum vinsæla skíðaáfangastað Zell am See telja slíkan bækling hinn eðlilegasta hlut. Bæklingurinn sá var ekki fyrr kominn út en kvartanir tóku að berast að … Continue reading »

Svona sparar þú fúlgur á eðalgóðri skíðaferð

Svona sparar þú fúlgur á eðalgóðri skíðaferð

Skoðun á vefum ferðaskrifstofanna hérlendis leiðir í ljós að æði margar ferðir þeirra á skíðasvæði í Austurríki gegnum Salzburg eru uppseldar þegar þetta er skrifað. Það í sjálfu sér kemur lítt á óvart; skíðaferðir eru jú stórkostlega skemmtilegar og allir sem á skíði hafa komið eru reiðubúnir að greiða extra fyrir aðgang að toppskíðasvæðum Evrópu. … Continue reading »

Úrval Útsýn gefur ekki þumlung né krónu

Úrval Útsýn gefur ekki þumlung né krónu

Seint í dag barst okkur skeyti frá Úrval Útsýn þar sem því var komið á framfæri að fjögur sæti í vikulangri jólaskíðaferð til Zell am See í Austurríki væru nú til sölu vegna forfalla. Ekki dettur ferðaskrifstofunni í hug að lækka verðið um eina krónu þó brottför sé síðar í þessari viku og ferðin atarna … Continue reading »