Svona sleppurðu við að borga okurprís fyrir yfirvigt hjá Wow Air

Svona sleppurðu við að borga okurprís fyrir yfirvigt hjá Wow Air

Það er súrara en ferskur rabbabari með salti að þurfa að borga fimm, sex, sjö, átta og jafvel upp í níu þúsund krónur AÐRA LEIÐ fyrir innritaða töskudruslu hjá Wow Air. Hér er eitt trix sem sparar þér þá upphæð. Ef svo vill til að þú þarft að ferðast með svokallaðan aukabúnað eins og til … Continue reading »

Dagur í lífi Wow Air part deux

Dagur í lífi Wow Air part deux

Í gærkvöldi tókum við stöðuna á kvörtunum og veseni viðskiptavina Wow Air Skúla Mogensen á samfélagsvefnum Twitter. Fullt þar af volli og ónotalegheitum eins og lesa má um hér. En er staðan eitthvað betri sólarhring síðar? Vitiborið fólk veit sem er að hinir allra verstu hlutir gerast helst þegar góða fólkið hefst ekkert að. Þar … Continue reading »

Dagur í lífi Wow Air

Dagur í lífi Wow Air

Skúli Mogensen var fyrir skömmu valinn markaðsmaður ársins af dómnefndarfólki sem bíður spennt eftir bissness frá kappanum í kjölfarið. Á meðan bíða hundruðir viðskiptavina Skúla eftir aðstoð og fá varla að vita tíma dagsins. Ekkert lággjaldaflugfélag sem flýgur til og frá Íslandi fær verri útreið neytenda hjá flugvefnum Skytrax en Wow Air eins og við … Continue reading »

Svarti sauður ársins 2017 er Wow Air

Svarti sauður ársins 2017 er Wow Air

Málið er einfalt. Þegar við fljúgum viljum við að rellan sé á tíma, vel fari um okkur á leiðinni og komast heilu og höldnu á áfangastað. Þá skiptir og máli að þjónustustig sé betra en hjá gistihúsinu Adam á Skólavörðustíg. Með öðrum orðum að flugfélagið beri virðingu fyrir viðskiptavinum sínum. Töluvert vantar upp á þetta … Continue reading »

Bónus og Krónan fyrirmyndin til San Francisco

Bónus og Krónan fyrirmyndin til San Francisco

Ófáir á samfélagsmiðlum hafa gegnum tíðina hlegið að svokallaðri samkeppni milli verslana Krónunnar annars vegar og Bónuss hins vegar. „Samkeppni“ sem helgast af því að annar aðilinn er alltaf krónu dýrari en hinn og þar við situr. Sama virðist uppi á teningnum hjá Wow Air og Icelandair til San Francisco. Sem kunnugt er ætlar Icelandair … Continue reading »

Feit verðbólga á miðum til Moskvu hjá Wow Air

Feit verðbólga á miðum til Moskvu hjá Wow Air

Flugfélagið Wow Air á ennþá lausa flugmiða til Moskvu í Rússlandi daginn áður en íslenska landsliðið mætir því argentínska á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu og heim aftur daginn eftir leik. En seint verður sagt að Mogensen sé að auðvelda fólki málið: flugmiðinn sá hefur hækkað um 20 prósent á skömmum tíma. Þrátt fyrir að á forsíðu … Continue reading »

Hversu mikið er Ísavía sama um farþega? Svona mikið

Hversu mikið er Ísavía sama um farþega? Svona mikið

Þetta kæmi engum á óvart í Úkraínu eða Búrma en að íslenska ríkisfyrirtækið Ísavía neiti að gefa upp hversu oft flug Wow Air, Icelandair eða Primera Air hafa verið felld niður eða verið aflýst er aldeilis galið. Fararheill fór þess á leit við Ísavía að upplýsa hversu oft flugferðir ofangreindra flugfélaga hafa fallið niður á … Continue reading »

Alvarlegar seinkanir regla nánast hjá Wow Air þessi dægrin

Alvarlegar seinkanir regla nánast hjá Wow Air þessi dægrin

Okkur er sama hvað yfirborðskenndar kannanir segja og sýna. Fátt er leiðinlegra en hanga í Leifsstöð, eða í öðrum flugstöðvum, sekúndu lengur en þörf krefur. Það hafa nánast allir farþegar Wow Air þurft að láta yfir sig ganga þennan daginn. Eins og sjá má á meðfylgjandi skjáskoti fór ekki ein einasta vél Wow Air í … Continue reading »

Enginn handfarangur lengur innifalinn á lægstu fargjöldum Wow Air

Enginn handfarangur lengur innifalinn á lægstu fargjöldum Wow Air

Enn versnar í því fyrir þá farþega lággjaldaflugfélagsins Wow Air sem sannarlega vilja nýta sér allra lægstu fargjöld. Þeir geta ekki lengur tekið með sér handfarangur. Skúli Mogensen fer mikinn hjá elítunni íslensku. Markaðsmaður ársins, vefur fögrum stúlkunum um fingur sér og kemst í öll bestu partíin án þess að blikka auga. Flottur gaur ekki … Continue reading »

Allra lægstu fargjöldin með MyWow en við finnum ekki neitt

Allra lægstu fargjöldin með MyWow en við finnum ekki neitt

Hvernig er best að flækja hlutina ennþá meira en orðið er? Jú, bjóðum fólki upp á inngöngu í MyWow klúbbinn þar sem það fær allra lægstu og bestu fargjöld og hraðvirkara bókunarferli í þokkabót. Fátt leiðinlegt við það að fá sjálfkrafa lægstu hugsanlegu fargjöld með Wow Air og ekki neikvætt heldur ef bókunarferlið gengur hraðar … Continue reading »

KSÍ neitar að upplýsa um díl við Icelandair

KSÍ neitar að upplýsa um díl við Icelandair

Knattspyrnusamband Íslands hefur ekki orðið við beiðni Fararheill þess efnis að upplýsa hvað flugfélagið Icelandair greiðir sambandinu fyrir að stæra sig af því að vera „opinbert flugfélag íslenska landsliðsins.“ Icelandair, með sinn 22 ára meðalgamla snarmengandi flugflota auglýsir grimmt kringum leiki íslenska landsliðsins í knattspyrnu að það sé nú flugfélagið sem landsliðsmennirnir okkar velji þegar … Continue reading »

Ef kaffihús notuðu sömu trix og Skúli Mogensen

Ef kaffihús notuðu sömu trix og Skúli Mogensen

Það er auðvelt fyrir frammámenn í markaðs- og auglýsingabransanum að gera neikvæð mál jákvæð. Ekki síst þegar meðalaldur á fjölmiðlum landsins er um fermingaraldur. En stöku hugsandi einstaklingar láta ekki blekkjast 🙂 Neðangreint fer nú hamförum um netheima en þar hefur kaldhæðinn einstaklingur gert sér leik að því að stela viðskiptamódeli Skúla Mogensen hjá Wow … Continue reading »

Ekki batnar þjónustan hjá Wow Air herra Mogensen

Ekki batnar þjónustan hjá Wow Air herra Mogensen

Það er einfalt fólk að skrifa greinar á Fararheill.is. Svo einfalt reyndar að halda að einn allra ríkasti maður landsins hefði snefil af áhuga að koma flugfélagi sínu úr ræsinu í þjónustulegu tilliti. Ekkert bendir þó til þess. Hvað svo sem segja má um samfélagsmiðla þá gefa þeir fólki tækifæri á að segja skoðun sína … Continue reading »