Wow Air næstum bandarískur meistari í kvörtunum

Wow Air næstum bandarískur meistari í kvörtunum

Markaðsmaður ársins, Skúli Mogensen, getur nú farið að halda enn eitt partíið. Flugfélag hans, Wow Air, er annað versta erlenda flugfélag í Bandaríkjunum. Mogensen þykir móðins hjá fjölmiðlum á klakanum hvers fjölmiðlamenn bera óttablandna virðingu fyrir ríku fólki og því þarf hinn danskættaði aldrei að svara hörðum spurningum hérlendis. Hann þarf aðeins að brosa á … Continue reading »

Ef þú bara vissir hvað Icelandair felldi niður margar flugferðir á síðasta ári

Ef þú bara vissir hvað Icelandair felldi niður margar flugferðir á síðasta ári

Um síðustu áramót fórum við hér fram á að fá uppgefið hjá Ísavía hversu oft íslensku flugfélögin hefðu aflýst flugferðum á árinu 2017. Eðli máls samkvæmt hjá ríkisfyrirtækinu voru þær upplýsingar leyndarmál enda virðist leynd ríkja yfir öllu sem Ísavía gerir. En alls óvænt fengum við hjálp úr ólíklegustu átt. Eins og við komum inn … Continue reading »

Tíðindi dagsins frá Wow Air

Tíðindi dagsins frá Wow Air

Áttum okkur ekki alveg á þessu viðskiptamódeli. Seljum eins og við eigum lífið að leysa en ef fólk lendir í vandræðum eftir að hafa lagt inn á reikninginn okkar er það bara töff lökk. Dálítið athyglisvert að hringja í íslenskt símanúmer flugfélagsins Wow Air. Þá fæst strax símsvari þar sem hringjendum er tilkynnt að „bið … Continue reading »

Snilld hjá Wow Air að halda árshátíð sömu helgi og tugum flugferða er aflýst

Snilld hjá Wow Air að halda árshátíð sömu helgi og tugum flugferða er aflýst

Látum okkur nú sjá. Hvenær ætli sé best að halda árshátíð hjá vinsælu flugfélagi? Byrjun febrúar er príma kostur enda veður ekkert válynd á þeim tíma… Á sama tíma og fleiri hundruð viðskiptavina flugfélagsins Wow Air voru strandaglópar hér og þar í heiminum sökum veðurs á farsæla Fróni var meirihluti starfsfólks flugfélagsins að djamma eins … Continue reading »

Jú Skúli, við áttum alveg von á þessu ;)

Jú Skúli, við áttum alveg von á þessu ;)

Fjölmiðlar landsins birtu í dag fregnir þess efnis að flugfélagið Wow Air hefði fyrsta sinni í síðasta mánuði flutt fleiri farþega til og frá landinu en Icelandair. Af því tilefni sagðist eigandi Wow Air efast um að nokkur hafi átt von á slíkum ofurvexti á rétt rúmlega fimm árum. Sem er tómt rugl. Við hér … Continue reading »

Afsláttarkjör Wow Air standast enga skoðun

Afsláttarkjör Wow Air standast enga skoðun

Flugfélagið Wow Air hefur síðustu sólarhringa auglýst 20 prósent afslátt af fargjöldum sínum í sumar. Góð hugmynd í alla staði en nokkrar stikkprufur okkar leiða í ljós að afsláttarkjörin eru ekki alveg jafn góð og lofað er. Umrætt tilboð er í gildi til miðnættis í kvöld samkvæmt auglýsingum Wow Air og sjálfsagt fyrir ferðaþyrsta að … Continue reading »

Undarleg er íslensk þjóð

Undarleg er íslensk þjóð

Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega sjö þúsund stakir notendur lesið sólarhringsgamla grein okkar um okurgræðgi Wow Air. Greinin sú heitasta á blogggáttinni þegar þetta er skrifað. En engum þessara sjö þúsunda líkar við greinina og enginn þarna úti telur þörf á að kommenta á samfélagsmiðlum. Fyrir örfáum dögum birtist skeyti á fésbókinni þess efnis … Continue reading »

Átta dæmi um ævintýralega græðgi Wow Air

Átta dæmi um ævintýralega græðgi Wow Air

Nema þú heitir Jóakim Aðalönd, hafir unnið í Víkingalottóinu eða eigir helling af bitcoin rafmynt undir koddanum er ólíklegt að þú hafir mikil efni á að fljúga með „lággjaldaflugfélaginu“ Wow Air til Tenerife um miðjan febrúar. Víst býður Wow Air Skúla Mogensen reglulega upp á lág fargjöld hingað og þangað en þó aðeins svo lengi … Continue reading »

Vill ekki mbl.is fara að geta heimilda

Vill ekki mbl.is fara að geta heimilda

Sjö mínútum eftir að Fararheill.is birti fregn þess efnis að Wow Air hefði að líkindum sett nýtt og „vafasamt“ met birtir mbl.is frétt sama efnis. Mogginn sleppir þó þessu neikvæða og birtir heila auglýsingu um stórkostlegheitin. Horfin sú tíð virðist vera er blaðamönnum var innrætt að vera gagnrýnir á menn og málefni. Það er jú … Continue reading »

Wow Air virðist vita af töfum og rugli langt fram í tímann

Wow Air virðist vita af töfum og rugli langt fram í tímann

Nokkuð einstakt skeyti barst hluta viðskiptavina Wow Air fyrr í dag. Þar er farþegum í flug Wow Air frá Los Angeles tilkynnt að því miður séu tafir fyrirsjáanlegar á flugi þeirra. Gallinn sá að umrætt flug er eftir HEILA VIKU!!! Þó við hér séum bölvaðir nýgræðingar í tiktúrum flugfélaga höfum við aldrei áður rekist á … Continue reading »

Wow Air setur nýtt en töluvert vafasamt met

Wow Air setur nýtt en töluvert vafasamt met

Tæplega níu klukkustunda flug er varla á óskalista nokkurs lifandi manns. Eins gott að í svo löngu flugi sé ærið pláss til að teygja úr sér og jafnvel spássera um reglulega til að fá blóðið á hreyfingu, þjónusta sé fyrsta flokks og nóg af afþreyingu til að stytta stundirnar. Ekkert ofantalið var í boði í … Continue reading »

Feitar tafir og vesen og Wow Air sendir liðið á farfuglaheimili!!!

Feitar tafir og vesen og Wow Air sendir liðið á farfuglaheimili!!!

Hmmm. Feitar tafir og enn feitara vesen hjá Wow Air og flugfélagið grípur til þess ráðs að senda hóp fólks á FARFUGLAHEIMILI með sameiginlegu klósetti svona meðan flugfélagið finnur út úr hlutunum. Að okkar mati fer nú að verða tími til kominn að draga til baka flugrekstrarleyfi Wow Air Skúla Mogensen. Leyfa kappanum að reyna … Continue reading »

Auðvitað les Skúli Mogensen það sem við skrifum. Allt annað væri kjánalegt

Auðvitað les Skúli Mogensen það sem við skrifum. Allt annað væri kjánalegt

Nei, við hjá Fararheill förum seint í metabækur fyrir lestur eða vinsældir. En enginn forstjóri íslensks flugfélags eða ferðaskrifstofu með snefil af viti í kolli lætur hjá líða að kíkja reglulega á okkur 🙂 Það vekur feita athygli okkar hér að eftir að hafa birt um þriggja daga skeið skít og kanil af twitter um … Continue reading »

Hvers vegna fer Wow Air Krísuvíkurleiðina til Alicante?

Hvers vegna fer Wow Air Krísuvíkurleiðina til Alicante?

Það kann að hljóma hjákátlega að segja að eitthvað flugfélag fari Krísuvíkurleiðina alla leið til Alicante á Spáni en þar auðvitað verið að meina að tekin sé seinfarnari eða lengri leið en ella er þörf á. Merkilegt nokk virðist það reyndin til Alicante. Þrjú flugfélög skottast með okkur til hinnar vinsælu Alicante á austurströnd Spánar … Continue reading »