Þess vegna er Asía hið besta mál á næstunni

Þess vegna er Asía hið besta mál á næstunni

Ók. Gætum haft hér langan og strangan inngang um dásemdir hins og þessa. En við sleppum því og látum nokkur skjáskot tala máli okkar. Þess vegna er næsti vetur kannski besti hugsanlegi tíminn fjárhagslega til að heimsækja Asíu 🙂 * Stikkprufur á hótelvél Fararheill klukkan 21 þann 11. júní 2020. Ein nótt 1.-2. desember 2020. … Continue reading »

Fjögur þorp heimsins sem heimta aðgangseyri

Fjögur þorp heimsins sem heimta aðgangseyri

Það auðvelt að finna greinar í íslenskum fjölmiðlum þar sem hinar og þessar bæjar- og sveitastjórnir hugsa stjórnvöldum þegjandi þörfina og vísa þar til þess að njóta þess ekki neitt að hingað hafa flykkst ferðamenn sem aldrei fyrr síðustu sjö árin með tilheyrandi kröfum um þjónustu, án þess að ríkið hafi veitt neinum neitt aukalega. … Continue reading »

Óhætt að mæla með túr Heimsferða til Víetnam í haust

Óhætt að mæla með túr Heimsferða til Víetnam í haust

Átján daga löng sérferð ferðaskristofunnar Heimsferða til Víetnam með haustinu fær gullstimpil Fararheill sem verðugur kostur ef Asía heillar. Það jafnvel þó kostnaðurinn sé rúmlega sex hundruð þúsund kall á kjaft miðað við tvo saman. Jamms, sumir taka andköf þegar skoðaðar eru sérferðir margra ferðaskrifstofanna hérlendis. Jafnvel þó um ferðir á fjarlægar slóðir sé að … Continue reading »

Til Víetnam og heim aftur næsta haust niður í áttatíu þúsund krónur

Til Víetnam og heim aftur næsta haust niður í áttatíu þúsund krónur

Rétt rúmar áttatíu þúsund krónur á haus alla leið frá Keflavík til Ho Chi Minh í Víetnam á allra ljúfasta tíma ársins. Ekki slæmur díll á neinu tungumáli. Jafnvel þó hafa þurfi aðeins fyrir. Air France er þessi dægrin að bjóða Svisslendingum súperflott tilboð. Frá Basel er komist með flugfélaginu á ýmsum dagsetningum í haust … Continue reading »

Fram og aftur til Víetnam frá Íslandi fyrir rúmar 60 þúsund krónur :)

Fram og aftur til Víetnam frá Íslandi fyrir rúmar 60 þúsund krónur :)

Amm. Það margborgar sig að þræða króka og kima internetsins. Eða hverjum hefði dottið í hug að við klakabúar á Íslandi gætum komist alla leið til Víetnam og heim aftur fyrir svo lítið sem 60 þúsund krónur!!! Við erum ekki einu sinni að djóka. Það er raunverulega hægt að fljúga frá Íslandi til Kaupmannahafnar, þaðan … Continue reading »

Vissara að setja ferðir til Víetnam á ís í bili

Vissara að setja ferðir til Víetnam á ís í bili

Langþráð ferð til Víetnam loks á döfinni? Kannski vænlegt að hinkra aðeins með þann túrinn. Heimafólk í landinu virðist loks vera búið að fá nóg af kommúnistunum sem landinu ráða og hafa gert um áratugi. Gríðarleg spilling æðstu manna og alls kyns viðbjóður flotið upp á yfirborðið reglulega í þessu bláfátæka landi og svo virðist … Continue reading »

Víetnam, Laos og Kambódía á gjafverði í haust

Víetnam, Laos og Kambódía á gjafverði í haust

Fjórtán dagar. Fjögur flott hótel. Allt flug og farangur og þrjú dásamleg lönd í einni runu. Allt fyrir rúmlega 250 þúsund krónur á mann miðað við tvo saman. Hér um að ræða sérdeilis fína ferð fyrir forvitna sem þó kjósa að hafa fararstjóra til halds og trausts á ókunnum slóðum. Dvalið er í Hanoi í … Continue reading »

Stórkostlega Víetnam
Fínasti túr til Víetnam á brandaraprís

Fínasti túr til Víetnam á brandaraprís

Svo þig hefur lengi dreymt um góðan túr um hið fagra land Víetnam án þess að kosta of miklu til. Tækifærið gæti verið komið. Það þarf pínulítið sérstakt fólk til að kjósa hið fjarlæga Víetnam framyfir skottúr yfir til Kanarí þar sem sólin gerir alla sæta og fallega á vikutíma og bjórinn kostar evru. Nema … Continue reading »

Stórkostlegir nýir staðir á heimsminjaskrá

Stórkostlegir nýir staðir á heimsminjaskrá

Tuttugu og einn nýir staðir í veröldinni bættust við á Heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna á síðasta fundi nefndarinnar

Tæland, Kambódía og Víetnam á kostulegu sértilboði

Tæland, Kambódía og Víetnam á kostulegu sértilboði

Hvað myndir þú giska á að þú þyrftir að greiða svona að meðaltali fyrir 20 daga ævintýratúr um hin geysifallegu lönd Tæland, Kambódíu og Víetnam? Við giskum á að þú sért víðsfjarri 250 þúsund krónum. Það er lægsta verðið á mann miðað við tvo saman í túr til þessara þriggja yndislegu landa samkvæmt nýju ferðatilboði … Continue reading »

Tæland, Kambódía og Víetnam í pakka á vægu verði

Tæland, Kambódía og Víetnam í pakka á vægu verði

Það má vera að innlendar ferðaskrifstofur séu einfaldlega ekki klárar með vetrardagskrá sína en afar lítið fer fyrir skipulögðum ferðum til Asíu. Úrval Útsýn er að bjóða eina pakkaferð til Tælands og ferðaskrifstofan Oríental með nokkra sérhæfða pakka líka en þá er það að mestu upptalið sem finnst svona næstu misserin. Ferð Úrval Útsýn er … Continue reading »

Sigling og sældarlíf í Austurlöndum fjær fyrir lítið

Sigling og sældarlíf í Austurlöndum fjær fyrir lítið

Hvað gætir þú ímyndað þér að þú þyrftir að greiða hérlendis fyrir fjórtán daga lúxussiglingu milli Singapore, Tælands, Víetnam og Kína í viðbót við þriggja daga dvöl á fínu hóteli í Dúbai plús flug auðvitað? Við hjá Fararheill þurfum ekki að giska mikið því við erum mjög meðvituð um verðlag almennt á skemmtisiglingum hjá innlendum … Continue reading »