Fyrirtaks veitingastaðir á Krít

Fyrirtaks veitingastaðir á Krít

Fyrir margt löngu var gríska eyjan Krít orðin svo gegnsósa af fjöldatúrisma að allur sjarmi þessarar indælu eyju var á dánarbeði. Það hefur tekist að snúa því við svo um munar. Einn angi af breyttum áherslum eyjaskeggja er að hér hefur fjöldi veitingastaða skipað sér í hóp með svokölluðum „slow food“ stöðum. Út með hraðsuðurétti … Continue reading »

Svo þú vilt fá almennilegan mat í Frakklandi…

Svo þú vilt fá almennilegan mat í Frakklandi…

Það vita sælkerar að óvíða í heiminum er að finna betri mat en á frönskum veitingahúsum þó auðvitað séu þau upp og niður eins og annars staðar. En ólíkt mörgum öðrum taka franskir sinn mat mjög alvarlega og hafa nú skorið upp herör gegn matsölustöðum sem ekki nota ferskt og glænýtt hráefni. Næsta skipti sem … Continue reading »

Í Lyon er bráðnauðsynlegt að vita hvað bouchon þýðir

Í Lyon er bráðnauðsynlegt að vita hvað bouchon þýðir

Jafnvel þeir sem eru svo forsjálir að fara á löng frönskunámskeið áður en haldið er í ferðalag til Frakklands lenda á vegg þegar kemur að veitingastöðum sem kenna sig við „bouchon.“ Það eru nú reyndar örlitlar ýkjur af hálfu Fararheill því hægt er að ferðast um velflesta skika Frakklands án þess að finna veitingastaði sem … Continue reading »

Bestu veitingastaðir Amsterdam

Bestu veitingastaðir Amsterdam

Það er einu sinni svo að flest langar okkur að gera eitthvað aðeins extra á ferðum erlendis þó ekki sé nema láta eftir okkur að njóta veitinga á allra besta veitingastaðnum eitt kvöld. Fjölmargir góðir matstaðir í Amsterdam en hér eru þeir bestu. Mynd Iloveamsterdam En það er stundum ekki svo einfalt í stærri borgum … Continue reading »
Í Toronto er besta útsýnið úr Kanó

Í Toronto er besta útsýnið úr Kanó

Það hljómar undarlega að besta útsýn yfir stórborg sé úr kanó. En kannski ekki þegar Kanó er veitingastaður. Kanó, Canoe á frummálinu, er veitingastaður í dýrari kantinum á efstu hæð háhýsis sem kennt er við Toronto Dominion Bank og allir þekkja í borginni. Fyrir utan matinn sem fær fínustu dóma í helstu miðlum eru hér … Continue reading »

Sjávarréttir í Barcelona? Hér eru þrír bestu staðirnir

Sjávarréttir í Barcelona? Hér eru þrír bestu staðirnir

Góðu heilli hefur Spánverjinn ekki hætt að hafa lyst á fersku góðmeti úr hafinu og þótt Miðjarðarhafið sé nú talið mengaðasta haf heims hefur það í engu breytt matarvenjum landsmanna. Þeir vilja sinn ferska fisk hvað sem tautar og raular og hefðbundnir veitingastaðir sem ekki bjóða upp á slíkt deyja drottni sínum hraðar en þú … Continue reading »

Ekki klikka á að prófa þessa rétti í Portúgal

Ekki klikka á að prófa þessa rétti í Portúgal

Langflestum Íslendingum yfir fimm ára aldur þykir hefðbundin íslensk kjötsúpa lostæti mikið og fáir neita sér um ábót af slíku fæði. En hvað ef við segðum þér að í Portúgal er til nánast sami réttur og hefur verið um ár og aldir? Jú, víst telja margir þjóðernisfullir Íslendingar að við höfum fundið upp hina ýmsu … Continue reading »

Sex í Chicago

Sex í Chicago

Það er fyrir neðan flestar hellur að gera sér ferð alla leið til Chicago í Bandaríkjunum og blæða ekki í að minnsta kosti einn fansí kvöldverð á betri veitingastað. Kjaftfullt af stórgóðum veitingastöðum í Chicago en máltíðin kostar þó sitt. Þar úr vöndu að ráða. Ekki vegna þess að skortur sé á veitingahúsum í borginni … Continue reading »
Sex í Vancouver

Sex í Vancouver

Alls staðar í öllum borgum heims er að finna veitingastaði sem ekki komast á blað yfir þá bestu og mestu og á stundum finnast ekki einu sinni í ferðabæklingum eða á netinu. Sólarlag í Vancouver. Mynd John Corvera Svona staðir sem engu að síður nægilega góðir til að þangað flykkjast heimamenn sjálfir og það ítrekað. … Continue reading »
Hvers vegna þú ættir að heimsækja Knokke-Heist

Hvers vegna þú ættir að heimsækja Knokke-Heist

Nafn Knokke-Heist er ekki á allra vörum utan Belgíu en meðal þarlendra eru fáir staðir yndislegri heimsóknar. Tvær ástæður sérstaklega koma þar til. Annars vegar er þetta hérað með einhverjar fínustu strendur landsins en aðallega þó vegna þess að á þessum litla bletti í þessu litla landi eru hvorki fleiri né færri en átta veitingastaðir … Continue reading »

Sex í Alicante

Sex í Alicante

Víðast hvar í Alicante og nágrenni má fá alveg hreint ágætan mat og oftast betri mat en fæst og finnst á stöðum sem eru gegnsósa af fjöldatúrisma eins og raunin er um þessa ágætu spænsku borg. En það er auðvitað munur á ágætum mat og stórkostlegum... Það verður að segjast eins og er að það … Continue reading »