Öll þekkjum við Michelin en hversu margir þekkja Tre Spicchi

Öll þekkjum við Michelin en hversu margir þekkja Tre Spicchi

Líklega barátta við vindmyllur að ætla að benda Íslendingum á bestu pizzur í heimi. Þetta er jú sú þjóð sem borðar hvað mest af Domino´s pizzum en þær fara nærri að vera verstu pizzur heims að okkar viti. Það þarf ekki að fara í grafgötur með hvar bestu pizzur heims fást og það getur hver … Continue reading »

Bestu veitingastaðir Amsterdam

Bestu veitingastaðir Amsterdam

Það er einu sinni svo að flest langar okkur að gera eitthvað aðeins extra á ferðum erlendis þó ekki sé nema láta eftir okkur að njóta veitinga á allra besta veitingastaðnum eitt kvöld. Fjölmargir góðir matstaðir í Amsterdam en hér eru þeir bestu. Mynd Iloveamsterdam En það er stundum ekki svo einfalt í stærri borgum … Continue reading »
Sjávarréttir í Barcelona? Hér eru þrír bestu staðirnir

Sjávarréttir í Barcelona? Hér eru þrír bestu staðirnir

Góðu heilli hefur Spánverjinn ekki hætt að hafa lyst á fersku góðmeti úr hafinu og þótt Miðjarðarhafið sé nú talið mengaðasta haf heims hefur það í engu breytt matarvenjum landsmanna. Þeir vilja sinn ferska fisk hvað sem tautar og raular og hefðbundnir veitingastaðir sem ekki bjóða upp á slíkt deyja drottni sínum hraðar en þú … Continue reading »

Sex í Chicago

Sex í Chicago

Það er fyrir neðan flestar hellur að gera sér ferð alla leið til Chicago í Bandaríkjunum og blæða ekki í að minnsta kosti einn fansí kvöldverð á betri veitingastað. Kjaftfullt af stórgóðum veitingastöðum í Chicago en máltíðin kostar þó sitt. Þar úr vöndu að ráða. Ekki vegna þess að skortur sé á veitingahúsum í borginni … Continue reading »
Sex í Alicante

Sex í Alicante

Víðast hvar í Alicante og nágrenni má fá alveg hreint ágætan mat og oftast betri mat en fæst og finnst á stöðum sem eru gegnsósa af fjöldatúrisma eins og raunin er um þessa ágætu spænsku borg. En það er auðvitað munur á ágætum mat og stórkostlegum... Það verður að segjast eins og er að það … Continue reading »
Hvað er Bib Gourmand veitingastaður?

Hvað er Bib Gourmand veitingastaður?

Allir elska góðan mat og ekki hvað síst þegar við erum erlendis. Kannanir hafa sýnt að ferðafólk almennt, að frátöldum bakpokaferðalöngum, gerir mun betur við sig í mat og drykk utanlands en innan. Fyrir því eru margar ástæður. Fleiri spennandi veitingastaðir og fjölbreyttara úrval. Sú staðreynd að ferðalög eru ákveðinn lúxus í huga flestra og um … Continue reading »

Sex í Boston

Sex í Boston

Alls staðar í öllum borgum heims er að finna veitingastaði sem ekki komast á blað yfir þá bestu og mestu og á stundum finnast ekki einu sinni í ferðabæklingum eða á netinu. Allnokkrir eðalfínir veitingastaðir í Boston sem heimamenn eru ekkert að auglýsa mikið. Mynd Luis F Franco Svona staðir sem engu að síður nægilega … Continue reading »
Að kunna sig ekki á veitingastöðum erlendis

Að kunna sig ekki á veitingastöðum erlendis

„Þau komu og settust rétt á eftir okkur. Öll löðrandi sveitt vegna hitans og karlmennirnir tveir í hópnum gerðu sér lítið fyrir og fóru úr opnum skyrtum sínum um leið og búið var að setjast við borðið. Það sem eftir lifði þurftu aðrir gestir, sem allir voru klæddir, að hafa hálfbera feita Íslendinga fyrir augunum … Continue reading »

Hvað kosta svo hlutirnir á Mallorca?

Hvað kosta svo hlutirnir á Mallorca?

Spænska eyjan Mallorca enn einu sinni komin á dagskrá hjá innlendum ferðaskrifstofum og vekur furðu að ferðir þangað detti út og inn eins og jójó á sterum á þriggja ára fresti eða svo. En hvað kostar nú að njóta lífsins á eynni? Er enn hræódýrt að eyða tíma þar. Svarið við því er bæði já … Continue reading »

Þríréttað á Kanarí fyrir 1500 krónur

Þríréttað á Kanarí fyrir 1500 krónur

Fararheill hefur tæpt á þessu áður en góð vísa er svo sem aldrei of oft kveðin. Allt of margir klikka á að forvitnast um „menu del día“ á veitingastöðum á Kanaríeyjum. Það þýðir í raun þrí- og stundum fjórréttaðan málsverð fyrir um 1500 íslenskar krónur eða svo. Það er gróflega svipað verð og þú greiðir … Continue reading »

Veitingahúsaeigendur kvarta og kveina en ættu að líta í eigin barm

Veitingahúsaeigendur kvarta og kveina en ættu að líta í eigin barm

Það var og! Hvorki fleiri né færri en þrír fjölmiðlar greina frá því þennan daginn að veitingahúsaeigendur séu með böggum Hildar þrátt fyrir mesta ferðamannastraum sem nokkurn tímann hefur farið um landið. ÆÆ. Erlendir ferðamenn hættir að borða á veitingastöðum landsins eða í öllu falli hafa dregið verulega úr ferðum sínum á veitingahús hérlendis. Sörpræs, … Continue reading »

Dekur í París? Þá er nauðsyn að stoppa hér

Dekur í París? Þá er nauðsyn að stoppa hér

Enginn skortur er á dekurstöðum í heimsborginni París. Þvert á móti er gnótt slíkra staða svo mikill að hætta er á að valkvíði sæki að fólki. Það er þó einn veitingastaður sérstaklega sem fólk ætti að hafa bak við eyrað því ferð þangað lifir lengi í minningunni. Hér erum við að tala um hinn fræga … Continue reading »