Nazar með útsölu fyrir Akureyringa

Nazar með útsölu fyrir Akureyringa

Ferðaskrifstofan Nazar er að gera vel fyrir Akureyringa þessa dagana. Allar ferðir Nazar frá þessum höfuðstað Norðurlands eru á útsölu og þar lofað allt að 75 prósenta afslætti. Ekkert að slíkum afslætti og Fararheill leyfir sér að fullyrða að sjaldan eða aldrei áður hefur ferðaskrifstofa hér á landi boðið jafn drjúga afslætti á ferðum. Þá … Continue reading »

Svo þetta með afmælisútsölu Ryanair

Svo þetta með afmælisútsölu Ryanair

Dusseldorf fyrir þrjú þúsund kall. Bordeaux fyrir þrjú og sex. Carcasonne fyrir 4.600 og Genóa fyrir 4.900 krónur. Hljómar ekki illa. Ofangreind tilboð eru meðal þess sem lággjaldaflugfélagið Ryanair er að bjóða upp á þessa stundina og næstu sólarhringa til 12. júlí í tilefni 30 ára afmælis fyrirtækisins. Jamm, merkilegt nokk er þetta írska flugfélag … Continue reading »

Ekki gleyma Transavia

Ekki gleyma Transavia

Eins og við höfum áður tæpt á hér eru æði stór fjöldi flugfélaga að fljúga til og frá Íslandi en mörg þeirra gera lítið af því að kynna það fyrir fólkinu hér á klakanum. Eitt þeirra sem oft gleymist er hið franska Transavia. Það er lággjaldaflugfélag Air France og Transavia hefur flogið til og frá … Continue reading »

Sumarútsala Vueling í fullum gangi

Sumarútsala Vueling í fullum gangi

Vart hefur fram hjá lesendum farið að Fararheill elskar Vueling hið spænska. Ekki aðeins er flugfélagið sýknt og heilagt að bjóða allra lægsta verð á flugi til Barcelona heldur er líka eðalfínt að fljúga með flugfélaginu. Ekki versnar það nú þegar sumarútsalan er hafin. Hægt er að finna flug til ýmissa átta með Vueling þessa … Continue reading »

Kuoni slær duglega af lúxusferðum

Kuoni slær duglega af lúxusferðum

Ferðaskrifstofan Kuoni er ein fárra sem enst hafa í bransanum um langa hríð sem er nokkuð trygg ávísun á gott ferðalag ár eftir ár. Nú er útibú þeirra í Bretlandi að slá 30 prósent af mörgum æði safaríkum ferðum fram eftir þessu ári. Miðað við það sem gerist hjá þeim ferðaskrifstofum sem bjóða þessar klassísku … Continue reading »

Útsala á sumarferðum

Útsala á sumarferðum

Einhvern tímann tekið eftir auglýsingum um helmings afslátt á sumarleyfisferðum hjá íslenskum ferðaskrifstofum og það rétt fyrir háannatímann? Auðvitað ekki enda aldrei neitt slíkt verið í boði fyrir Íslendinga þó þegnar siðmenntaðri þjóða Evrópu njóti slíkra kjara reglulega. Og ekki þarf einu sinni að vera í Evrópusambandinu til þess arna. Norska ferðaskrifstofan Apollo er nú … Continue reading »

Ferðarisi framlengir fram í febrúar

Ferðarisi framlengir fram í febrúar

Annaðhvort hafa undirtektir verið fram úr hófi góðar eða sala verið vel undir væntingum. Í öllu falli hefur ferðarisinn Travel Republic í Bretlandi framlengt ágæta janúarútsölu sína á ferðum og ferðalögum fram til 10. febrúar. Þar er ekki um neina gerviafslætti að ræða heldur allt að helmings afslátt frá hefðbundnu verðlagi og um að gera … Continue reading »

Útsala hjá easyJet

Útsala hjá easyJet

Nú er lag að leggja haus í bleyti og skipuleggja spennandi draumaferð næstu mánuðina því flugfélagið easyJet býður allt að 25 prósenta aukaafslátt ofan á almennt lág fargjöld sín næstu þrjá dagana. easyJet hefur heldur betur breitt út vængi sína síðustu misserin og ekki síst hér á landi. Ekki er langt síðan flugfélagið hóf hingað … Continue reading »