Fjarska fallega Istanbúl

Fjarska fallega Istanbúl

Höfuðborg Tyrklands er stór og mikil og bíla- og mannþröng þar á helstu götum og strætum 365 daga á ári. En hafi menn áhuga að stíga aðeins út úr kösinni og læra að meta borgina í allri sinni dýrð er bátsferð um Bosporus ákjósanleg leið. Furðu fáir ferðamenn til Istanbúl kjósa að fara slíka bátsferð … Continue reading »

Hver þremillinn er Bómullarkastalinn og af hverju trekkir hann milljónir í Tyrklandi

Hver þremillinn er Bómullarkastalinn og af hverju trekkir hann milljónir í Tyrklandi

Hugsi meðalmaðurinn til Tyrklands koma gjarnan upp í hugann feykivinsælir ferðamannastaðir á borð við Marmaris, Antalya, Izmir og Bodrum. Mögulega líka Istanbúl og Kappadokkía ef fólk þekkir vel til. En einn staður sem kemst varla á blað hjá útlendingum er það sem heimamenn kalla Bómullarkastalann. Nú erum við auðvitað aðeins að svindla. Auðvitað þekkja fáir … Continue reading »

Svo þú varst eitthvað efins um Tyrkland

Svo þú varst eitthvað efins um Tyrkland

Þyngra en tárum taki að engin ferðaskrifstofa hafi áhuga að rífa landann til Tyrklands í beinu flugi. Þvílíkt sóknarfæri og nú er til staðar hefur ekki gefist um ár og raðir. Fyrir skömmu létum við sænsku ferðaskrifstofuna Nazar heyra það fyrir að dúndra ekki aftur í gang þokkalega vinsælum beinum ferðum til Tyrklands frá Íslandi … Continue reading »

Nazar gefist endanlega upp á Íslendingum?

Nazar gefist endanlega upp á Íslendingum?

Hin sænska ferðaskrifstofa Nazar sem um tíma bauð mölbúanum beint flug á gylltar strendur Tyrklands virðist hafa endanlega gefið skít í Íslendinga. Hafi það einhvern tíma sannast í eitt skipti fyrir öll að gjörðir tala skýrar en blaður og babbl gildir það um hina sænsku ferðaskrifstofu Nazar. Ekki lítil orð sem forstjórinn hafði uppi þegar … Continue reading »

Ógleymanlegur dagstúr frá Antalya

Ógleymanlegur dagstúr frá Antalya

Margir þeir sem leið leggja til hinnar ágætu borgar Antalya á suðurströnd Tyrklands eru yfirleitt þar til að skemmta sér og sínum og tana sig í drasl eins og svo er kallað. Fæstir á þeim buxum að þvælast mikið í einhverjar dagsferðir samkvæmt okkar reynslu enda jú hitastig hátt þann tíma sem flestir dvelja hér … Continue reading »

Hvernig hljómar Tyrkland og Grikkland í 14 daga í desember fyrir 70 þúsund á kjaft?

Hvernig hljómar Tyrkland og Grikkland í 14 daga í desember fyrir 70 þúsund á kjaft?

Komin með nóg af vetrarferðum til Kanaríeyja? Þó ljúfar séu eyjarnar og loftslag og veðurfar eins og talað úr hvers manns hjarta er verulega takmarkað þar að gera og sjá. Kjósi fólk eitthvað nýtt og sé reiðubúið í smá ævintýri má njóta bæði Tyrklands og Grikklands í desember fyrir klink og ingenting 🙂 Þegar við … Continue reading »

Norðurpóllinn hvað? Jólasveinninn grafinn í Antalya í Tyrklandi

Norðurpóllinn hvað? Jólasveinninn grafinn í Antalya í Tyrklandi

Oft er sannleikurinn súr. Börn hins vestræna heims verða nú að hætta að senda póst á jólasveininn á Norðurpólnum. Ekki aðeins er hann löngu dauður heldur og gaf skít í kulda og trekk norðurslóða fyrir sól og sjarma í Antalya í Tyrklandi. Heilagur Nikulás heitir dýrlingurinn sem talinn er vera fyrirmynd þess sem nútímafólk kallar … Continue reading »

Súrrealísk jarðnesk undur

Súrrealísk jarðnesk undur

Alveg sama er hvaða stórvirki mannkynið hefur byggt, slíkt verður aldrei samkeppnishæft við það sem móðir náttúra hefur leikið sér að því að gera gegnum tíðina. Það allra dásamlegasta við ferðalög á ókunnar slóðir eru sjaldan manngerðir hlutir þó tilþrifamiklir séu margir heldur yfirleitt alltaf náttúran á hverjum stað. Hér að neðan má sjá fimm afar … Continue reading »

Þrjú lítt þekkt undur heimsins

Þrjú lítt þekkt undur heimsins

Þegar þetta er skrifað eru formlega 1032 staðir á Heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna í 163 mismunandi löndum heims. Þar eru margir af fallegustu og merkilegustu stöðum heims. En ekki allir. Líkt og aðrar stofnanir Sameinuðu þjóðanna er Heimsminjanefnd, UNESCO, of illa fjármögnuð til að valda starfi sínu 100 prósent. Það kostar heilmikið að ákveða hvaða staðir … Continue reading »