Er óhætt orðið að heimsækja Túnis?

Er óhætt orðið að heimsækja Túnis?

Í júnímánuði 2015 gekk galóður maður inn á vinsælt hótel í Sousse í Túnis og myrti þar rúmlega 30 manns með köldu blóði. Síðan þá hefur ferðaþjónusta í landinu verið í öndunarvél. Margir kalla það hryðjuverk þessi dægrin þegar einstaklingar taka sig til að myrða mann og annan með sveðjum, vörubílum og vélbyssum. Hér áður … Continue reading »

Allt að 60 prósenta afsláttur á gistingu og ferðum til Túnis

Allt að 60 prósenta afsláttur á gistingu og ferðum til Túnis

Tvö hryðjuverk og ferðamannaiðnaðurinn í Túnis er í lamasessi. Svo mikil fækkun hefur orðið á örskömmum tíma að nú er 50% til 60% afsláttur normið á ferðum til landsins sem og gistingu á toppstöðum. Eftir hryðjuverkin í borginni Sousse í lok júní hefur skipulögðum ferðum evrópskra ferðaskrifstofa til landsins fækkað um rúman helming að því … Continue reading »

Sorgarsaga í Túnis en fyrirsjáanlegt

Sorgarsaga í Túnis en fyrirsjáanlegt

Það er nú með því helvítlegra sem nokkur sála getur upplifað á sólarströnd að vanheill, heilaþveginn og vopnaður öfgamaður valsi um svæðið og skjóti mann og annan sísona eins og gerðist í borginni Sousse í Túnis um helgina með hræðilegum afleiðingum. 38 létust í skotárásinni við lúxushótelið á strönd Sousse sem er með vinsælli áfangastöðum … Continue reading »

Þar fór Túnis fyrir lítið

Þar fór Túnis fyrir lítið

Ritstjórn Fararheill hefur annars lagið gegnum tíðina bent áhugasömum á þá snilldarleið til að komast í sól og þokkalega sælu fyrir mun lægri pening en annars með heimsókn til Túnis. En það vart góð hugmynd lengur. Það var sennilega aðeins tímaspursmál hvenær en ekki hvort ofbeldismenn réðust á erlenda ferðamenn í Túnis eins og gerðist … Continue reading »

Jólatilboð Airberlin í loftinu

Jólatilboð Airberlin í loftinu

Azor-eyjar, Djerba, Brindisi, Marsa Alam, Catania, Olbia, Tenerife, Miami, Curacao og Agadir. Tíu staðir og þar af allnokkrir kannski aðeins ókunnir og framandi. Allt eru þetta áfangastaðir þýska flugfélagsins Airberlin sem þessa dagana er að selja farmiða á sérstöku jólatilboðsverði. Þjóðverjarnir í jólaskapi og hafa gengið svo langt að jólaskreyta tvær þotur sínar sem er hvorki … Continue reading »

Matur, vín og sól á kropp í Túnis í vetur á lágmarksverði

Matur, vín og sól á kropp í Túnis í vetur á lágmarksverði

Ferðaskrifstofur erlendis virðast vera að ganga af göflunum. Útsölur hjá þeim mörgum þessi dægrin og hægt að gera kjarakaup hafi fólk hraðar hendur. Með þeim hætti er til að mynda hægt að njóta viku á ágætu hóteli í ljúfum strandbæ í Túnis í Afríku með mat og drykk niður í 44 þúsund á mann miðað … Continue reading »

Þess vegna ætti Túnis að heilla þig allrækilega

Þess vegna ætti Túnis að heilla þig allrækilega

Fjórðungur liðsmanna Fararheill hefur lengi haft dálæti á Túnis og undrast stórum hvers vegna ferðir þangað hafa barasta aldrei verið í boði héðan af klakanum.  Merkilegt sökum þess að strendur í þessu örlitla landi eru hundrað prósent heimsklassa, heimafólk er vinsamlegra en gengur og gerist í annars þokkalega vinsamlegri Norður-Afríku og verðlag 30 til 50 … Continue reading »

Kína skákar Spáni í vinsældum

Kína skákar Spáni í vinsældum

Þrátt fyrir að efnahagskreppa hafi leikir margar þjóðir illa eykst ferðamannafjöldi víðast hvar og það töluvert