Flug hingað og þangað um Evrópu í haust fyrir þrettán hundrað kallinn

Flug hingað og þangað um Evrópu í haust fyrir þrettán hundrað kallinn

Fátt amalegt við að búa í Nantes á suðvesturströnd Frakklands og geta skroppið aðra leiðina til Kanaríeyjanna fyrir svo mikið sem EITT ÞÚSUND OG ÞRJÚ HUNDRUÐ KRÓNUR! Hólímóli segjum við bara. Maður fær varla pulsu og kók í miðborg Reykjavíkur fyrir þann pening. Það er engu að síður staðreynd að spænska lággjaldaflugfélagið Volotea er þessa … Continue reading »

Stór mínus í kladda SAS

Stór mínus í kladda SAS

Scandinavian Airlines hafa lengi flogið undir radarnum en nokkuð hljótt hefur farið um flugferðir félagsins héðan til Osló um árabil. Ýmislegt gott má segja um flugfélagið þó illa hafi þar árað lengi vel. En það er sérdeilis skítlegt að bjóða ýmis safarík ferðatilboð frá öllum sínum áfangastöðum nema Íslandi. Norðmenn, Svíar og Danir hafa síðustu … Continue reading »

Fram og aftur til Víetnam frá Íslandi fyrir rúmar 60 þúsund krónur :)

Fram og aftur til Víetnam frá Íslandi fyrir rúmar 60 þúsund krónur :)

Amm. Það margborgar sig að þræða króka og kima internetsins. Eða hverjum hefði dottið í hug að við klakabúar á Íslandi gætum komist alla leið til Víetnam og heim aftur fyrir svo lítið sem 60 þúsund krónur!!! Við erum ekki einu sinni að djóka. Það er raunverulega hægt að fljúga frá Íslandi til Kaupmannahafnar, þaðan … Continue reading »

Troðfullur tilboðspakki Úrval Útsýn en ýmislegt vafasamt hangir á spýtu

Troðfullur tilboðspakki Úrval Útsýn en ýmislegt vafasamt hangir á spýtu

Við fyrstu sýn virðist ferðaskrifstofan Úrval Útsýn vera að gera allt rétt. Fjöldi ferða til spennandi sólarstaða í boði á sértilboðssíðu ferðaskrifstofunnar. En eins og alltaf hangir dálítið vafasamt á spýtu. Samkvæmt nýlegu viðtali Viðskiptablaðsins við framkvæmdastjóra Úrval Útsýn gengur reksturinn framar vonum. Landinn á viðskipti við ferðaskrifstofuna fyrir milljarða króna árlega. Sem segir auðvitað … Continue reading »

Silkifínar siglingar á súperkjörum

Silkifínar siglingar á súperkjörum

Þetta engar fréttir fyrir þá lesendur okkar sem verið hafa okkur samferða síðustu árin enda við minnt reglulega og rækilega á málið. En fyrir hina sem nýsestir eru að þeim guðaveigum sem við berum reglulega á borð er óhætt að kveða góða vísu einu sinni enn. Hvað erum við að fara eiginlega? Ja, hvernig hljómar … Continue reading »

Víetnam, Laos og Kambódía á gjafverði í haust

Víetnam, Laos og Kambódía á gjafverði í haust

Fjórtán dagar. Fjögur flott hótel. Allt flug og farangur og þrjú dásamleg lönd í einni runu. Allt fyrir rúmlega 250 þúsund krónur á mann miðað við tvo saman. Hér um að ræða sérdeilis fína ferð fyrir forvitna sem þó kjósa að hafa fararstjóra til halds og trausts á ókunnum slóðum. Dvalið er í Hanoi í … Continue reading »

Og svo var það ellefu nátta ferðin til Balí á 150 kallinn á kjaft

Og svo var það ellefu nátta ferðin til Balí á 150 kallinn á kjaft

Jamm, hún er dálítið lygileg þessi fyrirsögn ekki satt? Við erum jú vanari því að sjá ferðir til hinnar ljúfu Balí verðlagðar á vel yfir hálfa milljón króna per haus hér á Fróni. Þetta er staðreynd engu að síður gott fólk og aðeins þarf að eiga viðskipti við Dani en ekki Íslendinga til að finna … Continue reading »

Svona sparar þú 400 þúsund á góðri heimsókn til Suður Afríku

Svona sparar þú 400 þúsund á góðri heimsókn til Suður Afríku

Hvor þessara túra er meira heillandi? Þrettán daga túr um Höfðaborg og nágrenni með Úrval Útsýn í febrúar fyrir 975 þúsund krónur á hjón eða par. Eða sextán daga túr með erlendri ferðaskrifstofu í nóvember fyrir 578 þúsund krónur á hjón eða par? Já, þú last þetta rétt. Tvær svona þokkalega svipaðar ferðir á heillandi … Continue reading »

Meiri smekklegheit hjá Primera Air

Meiri smekklegheit hjá Primera Air

Þau voru ekki amaleg flugtilboð Primera Air föstudaginn svarta. Barcelóna, Alicante eða Malaga á tíu þúsund kall fram og aftur. Illu heilli giltu þau tilboð þó aðeins fyrir Dani og Svía. Engin slík tilboð fyrir Íslendinga. Snemma dags nýliðinn föstudag barst skeyti frá Primera Air þar sem vakin var athygli á sértilboðum flugfélagsins frá Danmörku … Continue reading »

Sardinía á fjögur þúsund kall og fleira safaríkt

Sardinía á fjögur þúsund kall og fleira safaríkt

Leiða má líkur að því að þeir sem haldið hafa til Frakklands síðustu dægrin eigi rétt nóg fyrir salti í grautinn nú um stundir. Þið hin gætuð aldeilis nýtt ykkur fínustu sumartilboð flugfélagsins Norwegian næstu mánuðina. Hin „fræga“ sumarútsala lággjaldaflugfélagsins norska er hafin og við höfum fræga innan gæsalappa sökum þess að lengi vel geymdu … Continue reading »

Tíu daga sól og sæla á Kúbu fyrir 400 þúsund á par

Tíu daga sól og sæla á Kúbu fyrir 400 þúsund á par

Ekki er öll nótt úti að negla Kúbuferð og taka inn fræga stemmninguna þar í landi áður en Kaninn veður yfir allt á skítugum skónum. Secret Escapes er að auglýsa ágætan 10 nátta túr þangað frá Bretlandi í júní og júlí og lægsta verð um 360 þúsund á par. Ferðin sú hækkar sennilega í rétt … Continue reading »

Fimm stjörnu Ródos með öllu inniföldu í haust fyrir 130 þúsund á haus

Fimm stjörnu Ródos með öllu inniföldu í haust fyrir 130 þúsund á haus

Ábyggilega eru nokkrir þarna úti sem muna vel eftir góðum tímum á grísku eyjunni Ródos í denn. Sá ágæti áfangastaður þó ekki átt mikið upp á pallborðið hérlendis undanfarin ár. En ef þú vilt rifja upp góðar stundir á þeim stað er nú hægt að græja sérdeilis fínan pakka. Það gildir þó aðeins ef þú … Continue reading »

Ef í vandræðum að finna ódýra sumarleyfisferð er ráð að kíkja á easyJet

Ef í vandræðum að finna ódýra sumarleyfisferð er ráð að kíkja á easyJet

Flugfélagið easyJet lætur ekki nægja að selflytja fólk í þotum til og frá. Fyrirtækið selur líka haug af ferðapökkum hingað og þangað og yfirleitt á verði sem við erum ekki vön hér heima. Nokkur handahófskennd dæmi: flug plús vikugisting á fjögurra stjörnu hóteli á Möltu niður í 25 þúsund krónur á mann miðað við tvo. … Continue reading »

Ljúf fimm stjörnu, tíu daga dvöl í Króatíu fyrir 160 þúsund á mann

Ljúf fimm stjörnu, tíu daga dvöl í Króatíu fyrir 160 þúsund á mann

Seint virðast innlendar ferðaskrifstofur ætla að bjóða okkur hér upp á ferðir til Króatíu. Lítið sem ekkert er um ferðir þangað samkvæmt bæklingum ferðaskrifstofanna þó fáir áfangastaðir séu vinsælli hjá frændum vorum í Skandinavíu. Við vitum af áhuga margra á túr um þetta fallega land og því þjóðráð að láta vita af ágætu tilboði á … Continue reading »