Vikulöng Miðjarðarhafssigling með svölum fyrir 76 þúsund á mann!

Vikulöng Miðjarðarhafssigling með svölum fyrir 76 þúsund á mann!

Gott ef það er ekki í hinni helgu bók sem sagt er að þeir síðustu verði fyrstir. Það á sannarlega við um þá sem negla síðustu káeturnar í vetrarferðum bresku ferðaskrifstofunnar Cruise. Ferðaskrifstofa þessi sem sérhæfir sig í siglingum hvers kyns um heimsins höf hefur hent út allra-síðustu-sæti-tilboðum fyrir veturinn og þau tilboð æði safarík … Continue reading »

Indæl vikudvöl í Alpaþorpi með öllu inniföldu fyrir rúmlega 60 þúsund á mann

Indæl vikudvöl í Alpaþorpi með öllu inniföldu fyrir rúmlega 60 þúsund á mann

Það er sífellt stærri hópur innlendinga sem hafna hangsi á sólbörðum ströndum erlendis og kjósa fremur annars konar útivist þar sem hreyfing og náttúrufegurð kemur við sögu. Þá er nú fátt jafn kostulegt og að þvælast um í hinum geysifallegu dölum Alpafjalla. Eitt það svæði sem af ber í austurrísku Ölpunum er Zillertal en þar … Continue reading »

Tíu nátta Tælandsferð fyrir tvo á 450 þúsund krónur

Tíu nátta Tælandsferð fyrir tvo á 450 þúsund krónur

Áttu tvær vikur eða svo lausar í maí eða júní og veist ekkert hvað þú átt af þér að gera? Hljómar svo vitlaust að draga makann eða vininn í tíu daga ljúfan túr um norðurhluta Tælands? Dýrt? Svona rétt rúmlega 200 þúsund krónur á mann. Bangkok, Chiang Mai, Chiang Rai, Ayutthaya eru þær tælensku borgir … Continue reading »

Fantagóður túr um Ítalíu með haustinu

Fantagóður túr um Ítalíu með haustinu

Réttu upp hönd ef einhver þessara staða heillar: Flórens, Napolí, Róm, Palermo, Taormina, Pompei, Lucca, Catania, Segeste, Vatíkanið. Einhver byrjaður að slefa? Ekki ólíklegt enda flestir ofangreindir staðir á listum yfir staði sem fólk verður að heimsækja áður en maðurinn með ljáinn mætir og heimtar sitt. Jákvæðu fréttirnar þær að alla þessa staði og nokkra … Continue reading »

Lúxusvika fyrir lítið utan þjónustusvæðis í Grikklandi

Lúxusvika fyrir lítið utan þjónustusvæðis í Grikklandi

Heita má að 99 prósent allra seldra ferða til Grikklands séu strandferðir af einhverjum toga. Sem er ljúft og gott í alla staði. En Grikkland er töluvert meira en sendnar strendur og ein góð tilboðsferð í boði nú til landsins frá Bretlandi liggur nokkuð utan þjónustusvæðis ef svo má að orði komast. Hér um að … Continue reading »

Til Alicante á helmingi lægra verði

Til Alicante á helmingi lægra verði

Síðustu mánuði eða svo hefur þótt vel gert að finna flug til Alicante á Spáni með Wow Air undir 20 til 25 þúsund krónum aðra leiðina. Nú horfir hins vegar svo við að í október og nóvember finnst sama flug niður í 9.999 krónur. Það er frábært verð til þessa ljúfu strandborgar og vekur furðu … Continue reading »

Vika með öllu í Karíbahafi undir 500 þúsund krónum á parið

Vika með öllu í Karíbahafi undir 500 þúsund krónum á parið

Óvíst er hvort þú kannast við karabísku eyjuna St.Lúcía sem ekki ýkja langt frá kannski öllu þekktari Barbados á mörkum Karíbahafs og Atlantshafs. Þangað er komist í vikulanga toppferð í september fyrir vel undir 500 þúsund fyrir parið. Það er öllu lægra verð en gengur og gerist til St.Lucia og sjálfsagt að grípa gæsina enda … Continue reading »

Asíuferð fyrir vandláta með haustinu

Asíuferð fyrir vandláta með haustinu

Hér eru nefnd til sögunnar þrjú tiltölulega framandi nöfn: Singapúr, Borneó og Balí. Ferðaþyrstir þurfa líklega ekki meira en nöfnin til að komast á hugarflug en dugi það ekki til er hægt að bóka kyngimagnaða ferð í haust þar sem allir þrír staðir eru heimsóttir. Um er að ræða fjórtán daga túr frá Bretlandi þar … Continue reading »

Stórfín Kínaferð á helmings afslætti

Stórfín Kínaferð á helmings afslætti

Sért þú nokkuð laus í lok september og dreymi um framandi ferðir gæti verið sniðugt að kíkja til Kína og það á helmings afslætti eða svo. Æði fín slík ferð er nú í boði með Travelbird frá Heathrow í London á sérdeilis góðu verði eða kringum 630 þúsund fyrir par eða hjón. Inni í þeirri … Continue reading »

Austurrísku Alparnir á tilboðsverði

Austurrísku Alparnir á tilboðsverði

Nöfn staða á borð við Benidorm, Alicante, Algarve eða Antalya vekja hroll hjá ákveðnum hópi fólks sem ekki getur hugsað sér að eyða frítíma bráðnandi á skítugri ströndu. Sama fólk gæti þó kannski hugsað sér góða fjallaferð í Ölpunum. Við rákumst á skratti fína vikuferð til Austurríkis þar sem gist er á klassísku austurrísku fjallahóteli … Continue reading »

Stebbi stóð á grískri ströndu með öllu inniföldu í viku fyrir 120 þúsund krónur

Stebbi stóð á grískri ströndu með öllu inniföldu í viku fyrir 120 þúsund krónur

Þó það sé glórulaus lygi af okkar hálfu að troða Stebba greyinu inn í fyrirsögnina þá er restin hundrað prósent rétt og sönn. Það er raunverulega hægt að bóka vikutíma á indællri grískri ströndu um miðjan júnímánuð og fljúga gegnum London eða Manchester niður í 120 þúsund á mann eða 240 þúsund á parið. Og … Continue reading »

Sardinía fyrir byrjendur á sértilboði

Sardinía fyrir byrjendur á sértilboði

Mörg ykkar getið lítt hugsað ykkur að bregða undir betri fætinum í sumarfrí strax í lok maí eða byrjun júní og fyrir vikið þarf oft að greiða allt að því tvöfalt verð fyrir sams konar ferð mánuði síðar í júlí eða ágúst. Það á við um sérdeilis fína ferð til Sardiníu í vikustund á tilboðsverði … Continue reading »

Svona dúllast þú viku með makanum á Mallorca fyrir 90 þúsund krónur

Svona dúllast þú viku með makanum á Mallorca fyrir 90 þúsund krónur

Ýmsir þarna úti íhuga að bóka eða hafa þegar bókað ferðir í sólina á Mallorca í sumar og geta ekki beðið sem eðlilegt er miðað við veðurfar á Fróni að undanförnu. Hér er ein hugmynd fyrir þau ykkar sem bara alls ekki geta beðið eftir júlí eða ágúst. Vikupakki á þriggja stjörnu hóteli á einni … Continue reading »

Orlando, Aruba og Curacao á massafínu verði

Orlando, Aruba og Curacao á massafínu verði

Þig hefur dreymt um Karíbahafssiglingu um ár og aldir og ekki síður langað að komast í verslanir þar sem þúsund prósent álagning er ekki normið. Tækifærið gæti verið núna að slá þessar tvær flugur með einu höggi. Breska ferðaskrifstofan Iglu er nú að auglýsa sértilboð á æði safaríkri ferð og siglingu sem farin verður þann … Continue reading »