Svo þig vantar tilbreytingu frá hinu ljúfa lífi á Kanarí?

Svo þig vantar tilbreytingu frá hinu ljúfa lífi á Kanarí?

Það mega Íslendingar eiga að þeir drekka margir eins og heimsendir sé á morgun. Sem mörgum finnst miður en er algjörlega príma afstaða ef svo skyldi fara að loftsteinn lendi á jörðinni fyrirvaralaust. Það kallast að lifa í núinu 🙂 Það er jú margsannað að það er auðveldara fyrir frosinn landann að brosa og hafa … Continue reading »

Hola í höggi fyrir lágmarks pening

Hola í höggi fyrir lágmarks pening

Fararheill.is bendir á að finnir þú eitthvað heillandi á umræddri síðu er þó þjóðráð að panta ekki í gegnum síðuna heldur fara beint á vefsíðu umrædds hótels eða golfvallar og panta beint þar sjálfur. Þannig sparast allnokkrar krónur sem annars færu fyrir lítið í umboðslaun.

Óvenju góð flugtilboð Icelandair

Óvenju góð flugtilboð Icelandair

Icelandair að taka til í ranni. Nú virðast „hraðtilboð“ heyra sögunni til í bili og fram komið nokkuð sem markaðsmenn flugfélagsins kalla þrennutilboð. Nafnið ófrumlegt en tilboðin að þessu sinni flottari en við eigum að venjast frá Icelandair. Um er að ræða tilboð til þriggja áfangastaða flugfélagsins í Bandaríkjunum og þar um að ræða Boston, … Continue reading »

Wow Air gerir feitt upp á bak

Wow Air gerir feitt upp á bak

Neytendalög á Íslandi kveða á um að ekki sé heimilt að auglýsa sértilboð af nokkru tagi nema umrætt fyrirtæki geti að fullu staðið við stóru orðin. Wow Air féll á því prófi. Það segir æði mikið um íslensk fyrirtæki þegar þau hundsa miskunnarlaust íslensk lög og reglur. Wow Air auglýsti fyrr í dag MEGATILBOÐ á … Continue reading »

Icelandair gerir betur við Kanadamenn en Íslendinga

Icelandair gerir betur við Kanadamenn en Íslendinga

Það er ekkert lítið flott tilboð sem Icelandair býður mannskapnum upp á í Kanada og Bandaríkjunum þessi dægrin. Flug fram og aftur til Evrópu gegnum Keflavík niður í 499 kanadíska dollara frá og með næsta hausti. Það gerir rúmar 48 þúsund krónur miðað við miðgengi dagsins. Ferðaþyrstir geta því komist með Icelandair til Kaupmannahafnar og … Continue reading »

Tilboðspakkar Icelandair til Orlando ekki upp á marga fiska

Tilboðspakkar Icelandair til Orlando ekki upp á marga fiska

Flugfélagið Icelandair auglýsir sérstök tilboð til Orlando á vef sínum þessa dagana og þar lofað einni frínótt þegar gist er þrjár til fimm nætur á svæðinu. Eitthvað er það málum blandið samkvæmt úttekt Fararheill. Einhver hefði haldið að flugfélagið sem hefur flogið til Orlandó um áraraðir væri nú komið í gott tengslanet við hótel- og … Continue reading »

Einhver vakandi þarna hjá Icelandair?

Einhver vakandi þarna hjá Icelandair?

Alltaf skemmtilegt að rekast á tilboð á flugi og eða ferðapökkum. En hjá Icelandair eru tilboðin kannski helst til úrelt eða framúrstefnuleg. Einhver kynni að halda að fyrirtæki sem hagnast hefur um tugmilljarða á undanförnum árum hefði nú efni á að ráða þokkalega meðvitað og vakandi fólk í vinnu. Ekki er það þó raunin ef … Continue reading »

Páskatilboð hjá Nazar til Tyrklands en afslættir hálf aumingjalegir

Páskatilboð hjá Nazar til Tyrklands en afslættir hálf aumingjalegir

Ferðaskrifstofan Nazar auglýsir nú sértilboð til handa Íslendingum sem langar að sóla sig á tyrkneskum ströndum þetta sumarið. Það kallast páskatilboð en leiða má líkur að því að afslættir verði viðvarandi þetta árið. Ekkert slæmt við páskatilboðið umrædda. Slegið er rúmlega 20 þúsund krónur fyrir fullorðna af tilteknum ferðum snemmsumars til Tyrklands í vikutúra eða … Continue reading »

Til Barcelóna fyrir fimmtán þúsund kall

Til Barcelóna fyrir fimmtán þúsund kall

Mál að rífa upp veskið ef það er neisti í brjósti og vilji til gjörða áður en yfir lýkur. Spænska lággjaldaflugfélagið Vueling er að skjóta út milljón sætum á færibandi og tilboðsverði. Eins og Fararheill hefur áður fjallað um er æði oft hægt að kaupa flug til og frá landinu á lægsta verði með hinu … Continue reading »

Fimmtán þúsund krónur aðra leið til Barcelona í maí og júní

Fimmtán þúsund krónur aðra leið til Barcelona í maí og júní

Spænska lággjaldaflugfélagið Vueling hefur oftar en ekki komið út með lægsta verð á flugi milli Keflavíkur og Barcelona án þess að beita sérstökum tilboðum. Plúsinn enn stærri þegar tilboð stendur yfir eins og raunin er nú. Þú hefur nú rétt rúman sólarhring til að kaupa flug til Barcelona eða frá fyrir heilar 99 evrur sem … Continue reading »

Þar fór jólagjöf Icelandair fyrir lítið

Þar fór jólagjöf Icelandair fyrir lítið

Þeir sem keyptu eða fengu jólagjafabréf Icelandair nýliðin jól verða að bíta í pínu súrt. Nýjasta tilboð fyrirtækisins er nefninlega hagstæðara en það besta sem fékkst með jólagjafabréfunum. Icelandair sendir nokkur tilboð á loft þennan daginn og lofar tíu þúsund króna afslætti á flugi til borga innan Evrópu og 20 þúsund króna afslætti á flugi … Continue reading »

Megatilboð Wow Air setur allt á hliðina

Megatilboð Wow Air setur allt á hliðina

Það er ár og dagur síðan við gátum síðast með góðri samvisku hrópað húrra og það jafnvel tvöfalt fyrir einhverjum ferðatilboðum Wow Air. Í dag auglýsti flugfélagið loks aldeilis frábær tilboð til allra sinna áfangastaða og flug aðra leið allt niður í tæpar átta þúsund krónur. Það er afar gott verð á flugi út í … Continue reading »

Lagersala hjá easyJet

Lagersala hjá easyJet

Eins dauði er annars brauð og það á líka við um flugbransann. Sama dag og farþegar Icelandair sitja heima og reyta skegg sitt og hár vegna verkfalls auglýsir lággjaldaflugfélagið easyJet enn lægri fargjöld en ella. Flugfélagið breska auglýsir nú 140 þúsund sæti í vélum sínum frá 39 pundum, kringum 7.500 krónur, svo lengi sem tveir … Continue reading »