Skip to main content

Fyrir utan öll þessi óhugnarlegu aukagjöld fyrir allt og allt þá er eini stóri gallinn hjá langflestum lággjaldaflugfélögum að þau bjóða ekki upp á tengingar eða tengiflug af neinum toga. Það horfir líklega til betri vegar.

Tengiflug í framtíðinni hjá Ryanair?

Tengiflug í framtíðinni hjá Ryanair?

Samkvæmt breskum miðlum eru forráðamenn Ryanair nú að skoða hvort slíkt sé fýsilegt næsta skref hjá flugfélaginu sem þrátt fyrir að fljúga ekki hingað til lands er samt sem áður stærsta lággjaldaflugfélag Evrópu. Vöxtur þess hefur þó dvínað og ljóst þykir að lengra verði ekki farið nema bjóða beinlínis meiri eða betri þjónustu.

Tengiflugsmöguleikar er einn angi af því og nú er verið að skoða hvort flugfélagið sjálft reyni að sinna tengiflugi að einhverju leyti eða hvort gerðir verða samningar við önnur flugfélög. Forstjórinn sjálfur segir líkurnar meiri en minni að flugfélagið bjóði slíkt í framtíðinni.

Slíkt er ótvírætt hagræði fyrir farþega. Ein bókun alla leið á áfangastað þó millilent sé, töskur bókaðar alla leið og ekki hálfur eða heill sólarhringur milli tengiflugferða.

Forvitnilegt að vitna hvað verður og þá hvort fargjöld hækka. En þetta mun þýða enn harðari samkeppni lággjaldaflugfélag við þessi hefðbundu.