Flott tilboð Heimsferða til Tenerife

Flott tilboð Heimsferða til Tenerife

Óhætt er að fullyrða að allnokkrir landsmenn hafa þegar fengið sig fullsadda á veðri og sérstakleega vindum á ylhýra föðurlandinu á þessari stundu og það þótt vetur konungur hafi ekki gert vart við sig ennþá að ráði. Það er til lækning við slíku: fjórtán dagar í sólinni á Tenerife og það fyrir klink og ingenting. … Continue reading »

Óþarflega mikil græðgi Skúla Mogensen

Óþarflega mikil græðgi Skúla Mogensen

Alla jafna er júlí eða ágúst vænlegir mánuðir til að tryggja sér flugmiða til Kanaríeyja á sem bestu kjörum yfir háveturinn. En Wow Air Skúla Mogensen hefur séð rækilega fyrir því. Flugfélagið býður sem kunnugt er upp á flug til Tenerife og að hluta til Kanarí yfir dimmasta veturinn enda vinsæll tími meðal frostþurrkaðra Íslendinga að … Continue reading »

Costa Adeje, Playa de las Americas eða Los Cristianos?

Costa Adeje, Playa de las Americas eða Los Cristianos?

Sé eitthvað eitt fróðlegt við ferðir Íslendinga til Kanaríeyja síðustu árin vegur þar þungt hversu margir eru farnir að kjósa Tenerife framyfir Kanarí. Til Tenerife nánast eingöngu um að ræða ferðir til Los Cristianos, Costa Adeje eða Playa de las Americas. En hver er munurinn á þeim? Velflestir sóldýrkendur fyrir löngu búnir að átta sig … Continue reading »

Fjöður í hatt Plúsferða en eftirleikurinn eftir brókinni

Fjöður í hatt Plúsferða en eftirleikurinn eftir brókinni

Það er ekki á hverjum degi sem ferðaskrifstofan Plúsferðir auglýsir flugferðir á dágóðu verði. Það gerir ferðaskrifstofan nú og býður barasta nokkuð vel ef aðeins er þörf á að komast út aðra leiðina. Þetta kalla heimamenn hjá Plúsferðum „heita pottinn“ en sá hefur undanfarin ár verið galtómur að mestu allar götur síðan Iceland Express notaði … Continue reading »

Tveggja daga snjókoma á Kanaríeyjum

Tveggja daga snjókoma á Kanaríeyjum

Það er mjög sjaldgæft að það snjói mikið á hinum brennheitu Kanaríeyjum nema þá í allra hæstu fjallstoppa. Hvað þá að það snjói tvo sólarhringa í röð. Einmitt það gerðist í vikunni þegar heimamenn í efri byggðum vöknuðu upp við snævi þakta jörð á fimmtudaginn var og áfram snjóaði á föstudaginn líka. Ekki svo að … Continue reading »

Þarf Primera Air ekki að skipta um auglýsingastjóra?

Þarf Primera Air ekki að skipta um auglýsingastjóra?

Flugfélagið Primera Air virðist ekki geta gert mjög margt rétt. Ekki einu sinni þegar það er flugfélaginu í hag. Flennistór auglýsing frá Primera Air skreytir nú forsíðu vefs Morgunblaðsins þar sem kynntir eru áfangastaðir flugfélagsins. Allt fínir staðir heimsóknar: Malaga frá 29.995 og Alicante, Barcelóna og Tenerife frá 19.995 krónur aðra leið með sköttum og … Continue reading »

Svona sparar þú 200 þúsund krónur á golfferð til Tenerife

Svona sparar þú 200 þúsund krónur á golfferð til Tenerife

Látum okkur nú sjá. Flug, gisting og fimm golfhringir á Tenerife fyrir 549.800 krónur á par eða flug, gisting og fimm golfhringir á Tenerife fyrir 353.000 krónur á par? Þetta hljómar einfalt. Hver fer að eyða hundruð þúsunda aukalega í sams konar ferð nema kannski þeir sem eiga svo mikla peninga að 200 kall er … Continue reading »

Ekki kaupa tóbak á leið til Kanaríeyja

Ekki kaupa tóbak á leið til Kanaríeyja

Réttar þrjú þúsund krónur takk fyrir. Það er verðmunurinn á að kaupa karton af vinsælum sígarettum um borð í vélum Wow Air annars vegar og að kaupa sama karton í næstu verslun á Kanaríeyjum. Þetta vita allir þeir sem reykja og elska eyjurnar sem kenndar eru við Kanarí. En kannski ekki þeir sem eru að … Continue reading »

Auðvitað tapaði Primera Air

Auðvitað tapaði Primera Air

Það fór nákvæmlega eins og ritstjórn Fararheill fullyrti: Flugfélagið Primera Air hefur verið skyldað til að greiða farþegum sem lentu í tæplega sólarhrings seinkun á leið frá Kanaríeyjum í lok ágúst skaðabætur. Málið vakti töluverða athygli á sínum tíma enda fádæma illa staðið að flugi frá Tenerife heim til Íslands. Millilent á Írlandi um miðja … Continue reading »

Þess vegna ættir þú að bóka hótel á Kanaríeyjum nú strax

Þess vegna ættir þú að bóka hótel á Kanaríeyjum nú strax

Þá kom loks að því sem Fararheill hefur varað við lengi. Sökum þess hve innlendar ferðaskrifstofur eru seint á ferð með sumarleyfisferðir sínar er hægt að ganga út frá því sem vísu að sólarferðin til Kanaríeyja næsta sumar verði töluvert dýrari en verið hefur. Lesendur okkar kannast við þetta. Íslenskar ferðaskrifstofur byrja ekki að bjóða … Continue reading »

Ódýr jólaundirbúningur á Kanarí með Heimsferðum

Ódýr jólaundirbúningur á Kanarí með Heimsferðum

Að okkar mati er allra besti jólaundirbúningurinn sá að liggja eins og skata undir heitri sól og súpa kokteila. Þú ert kannski meira fyrir að hlaupa milli verslana í kulda og myrkri, maxa kortið og stressa þig á jólamatnum. Þú um það. Þið hin sem eruð svona nokkuð sammála okkur hjá Fararheill gætuð gert vitlausari … Continue reading »

Bótakröfur farþega Primera Air enn til skoðunar

Bótakröfur farþega Primera Air enn til skoðunar

Tæpur mánuður er liðinn síðan fjöldi farþega Primera Air lenti í vægast sagt ömurlegri heimferð frá Tenerife. Heimferð sem tók næstum sólarhring. Flugfélagið skoðar nú hugsanlegar bótagreiðslur. Það staðfestir upplýsingafulltrúi Primera Air við Fararheill en töluverður fjöldi farþega í umræddu heimflugi hefur farið fram á bætur vegna tafanna. Lesa má um heimferðina hér en í … Continue reading »

Trix til að spara á skoðunarferðum á Kanarí og Tenerife

Trix til að spara á skoðunarferðum á Kanarí og Tenerife

Það er engan veginn algilt en á stundum má spara nokkrar upphæðir á ýmsum skoðunarferðum á Kanarí og Tenerife með því einu að versla ekki við Íslendinga. Einn úr ritstjórn er nýkominn frá dvöl á Kanarí og þar bæði kátt í höllinni og á ströndinni enda fyrir löngu orðið uppselt í ferðir á þessum árstíma … Continue reading »

Óvenjuleg en fantagóð skemmtisigling á vægu verði

Óvenjuleg en fantagóð skemmtisigling á vægu verði

Þann tólfta apríl næstkomandi leggur glæsilegt skemmtiferðaskip MSC skipafélagsins úr höfn frá Havana á Kúbu og siglir áleiðis alla leið til Þýskalands með ýmsum fínum stoppum á leiðinni. Þessi heillandi 25 daga túr fæst niður í 175 þúsund krónur á mann í innriklefa eða 275 þúsund í káetu með svölum. Það er fjarri því dýr … Continue reading »