Átta dæmi um ævintýralega græðgi Wow Air

Átta dæmi um ævintýralega græðgi Wow Air

Nema þú heitir Jóakim Aðalönd, hafir unnið í Víkingalottóinu eða eigir helling af bitcoin rafmynt undir koddanum er ólíklegt að þú hafir mikil efni á að fljúga með „lággjaldaflugfélaginu“ Wow Air til Tenerife um miðjan febrúar. Víst býður Wow Air Skúla Mogensen reglulega upp á lág fargjöld hingað og þangað en þó aðeins svo lengi … Continue reading »

Sumarferðir auglýsa „betri verð.“ Er það rétt?

Sumarferðir auglýsa „betri verð.“ Er það rétt?

Dótturfyrirtæki Úrval Útsýn Pálma Haraldssonar, Sumarferðir, auglýsir nú víða að fyrirtækið bjóði „betri verð  í sumarsól“ eins og það er orðað. Enginn þar virðist nógu gamall til að vita að orðið verð fyrirfinnst aðeins í eintölu. Burtséð frá kjánalegum stafsetningarvillum lék okkur hugur að vita hvort yfirlýsing Sumarferða standist. Það er jú ólöglegt að auglýsa … Continue reading »

Tenerife fyrir jólin? Þá eru þrír flugkostir í boði

Tenerife fyrir jólin? Þá eru þrír flugkostir í boði

Áhugasamir einstaklingar þarna úti finna ekkert flug með Icelandair til hinnar sólríku Tenerife á Kanaríeyjum á vef þess flugfélags fyrir jólin. En skoppi fólk yfir á vef ferðaskrifstofunnar Vita eru þar í boði ferðir með Icelandair og á næstum nákvæmlega sama verði og Wow Air býður. Okkar ástkæra Icelandair sem lífeyrissjóðir landsmanna hafa haldið á … Continue reading »

Eva Dögg gerir mistök á mistök ofan

Eva Dögg gerir mistök á mistök ofan

Foreldrar gera mistök. Þannig er það bara og verður alltaf. En sum mistök eru töluvert fávitalegri en önnur.  DV vitnar í blogg Evu Daggar Albertsdóttur á fésbókinni í vinsælli færslu á vef sínum þennan daginn. Eva gerði þau mistök að bera ekki sólarvörn á eitt barna sinna á Tenerife áður en dúllast var af stað … Continue reading »

Okrið hjá Úrval Útsýn ríður ekki við einteyming

Okrið hjá Úrval Útsýn ríður ekki við einteyming

Það eru engar fréttir að ritstjórn Fararheill undrast daginn út og inn hvers vegna almenningur á viðskipti við Úrval Útsýn Pálma Haraldssonar. Kannski er það rétt sem máltækið segir að þangað leitar klárinn sem hann er kvaldastur… Hvað höfum við svona á móti Pálma greyinu kenndum við Harald kann einhver að spyrja. Nokkrar ástæður en … Continue reading »

Lítill 400% verðmunur á lægsta og hæsta fargjaldi Primera Air AÐRA LEIÐ til Tenerife

Lítill 400% verðmunur á lægsta og hæsta fargjaldi Primera Air AÐRA LEIÐ til Tenerife

Guð hvað við þurfum miklu meiri samkeppni í flugi til Tenerife. Það allavega ekkert eðlilegt við að munur á lægsta fargjaldi og því hæsta hjá Primera Air í næsta mánuði AÐRA LEIÐINA skuli ekki vera nema 406 prósent!!! Þann 22. apríl næstkomandi geta áhugasamir sóldýrkendur skottast aðra leiðina til Tenerife með Primera Air fyrir litlar … Continue reading »

Primera Air eða Wow Air til Tenerife í sumar?

Primera Air eða Wow Air til Tenerife í sumar?

Mikið væri nú gaman ef forsvarsmenn Ryanair, easyJet eða Norwegian myndu nú bjóða landslýð á Íslandi upp á beint flug til Tenerife. Því miður er það svipað líklegt og að Bear Stearns bjóði Íslendingum upp á fjármálaþjónustu. Kannski einn góðan veðurdag tekur Erlendur forstjóri eftir að Íslendingar elska sínar Kanaríeyjar og eru ekki alveg að … Continue reading »

Í sólina í sumar á Úrval Útsýn ekki roð í Heimsferðir

Í sólina í sumar á Úrval Útsýn ekki roð í Heimsferðir

Niðurstaðan kemur þeim ekki á óvart sem gera verðsamanburð reglulega. Þið hin gætuð fengið smá sjokk. Ferðaskrifstofur landsins keppast nú um hylli sólþyrstra næsta sumarið og velflestar þegar opinberað sumaráfangastaði sína, gististaði og verð. Sumar þeirra, sérstaklega Heimsferðir, auglýsa sérstaklega afslátt sé bókað strax í janúar og þar allt að hundrað þúsund króna afsláttur í … Continue reading »

Lággjaldaflugfélag?

Lággjaldaflugfélag?

Það virðist enginn maður með mönnum þessi dægrin nema vera búinn að að sóla sig á Tenerife eða búinn að bóka fljótlega í sólskinið á Tenerife. Og sumir nýta sér þann áhuga út í æsar. Fararheill oft og mörgum sinnum fengið bágt fyrir að benda á sitthvað vafasamt hjá lággjaldaflugfélaginu Wow Air. Við stöndum við … Continue reading »

Kanarí út af sakramentinu hjá Wow Air og Primera Air

Kanarí út af sakramentinu hjá Wow Air og Primera Air

Ef marka má bókunarvélar flugfélaganna Primera Air og Wow Air fækkar valkostum okkar Íslendinga töluvert strax í marsmánuði. Þá hætta bæði flugfélögin að fljúga beint til Kanarí. Það miður því Kanarí er þrátt fyrir allt sjóðheitur áfangastaður landans jafnvel þó Tenerife hafi síðustu misserin náð vinsældaforskoti en til Tenerife verða áfram ferðir í boði hjá … Continue reading »

Helst til mikið okur hjá Gamanferðum til Tenerife

Helst til mikið okur hjá Gamanferðum til Tenerife

Þeir kalla þetta sérstakt jólatilboð. Vika fyrir tvo með hálfu fæði á góðu fjögurra stjörnu hóteli á Costa Adeje frá 28. mars til 4. apríl næstkomandi. Þó ekki meira „jólatilboð“ en svo að við finnum sama pakka rúmlega 40 þúsund krónum ódýrari. Eins og við hjá Fararheill höfum áður bent á hafa fáar ferðaskrifstofur sömu … Continue reading »

Sólbrún fyrir jólin fyrir klink

Sólbrún fyrir jólin fyrir klink

Ekkert leiðinlegt að setjast niður við jólasteikina hér heima sólbrún og sælleg án þess að maka sig brúnkukremum eða hanga daglega í ljósabekk. Ekki miður heldur ef það er hægt án þess að kosta til þess allri jólauppbótinni. Ferðaskrifstofan Heimsferðir er þessa stundina að henda út vel safaríkum ferðum til Tenerife fyrir jólin á mjög … Continue reading »

Úrval Útsýn eða Heimsferðir til Tenerife?

Úrval Útsýn eða Heimsferðir til Tenerife?

Einhver gæti haldið að eins og með aðra fákeppnismarkaði á þessu litla landi okkar skipti ekki höfuðmáli hjá hvaða ferðaskrifstofu fólk bókar fríið til Tenerife. En eins og úttekt okkar á ferðum Heimsferða annars vegar og Úrval Útsýn hins vegar sýnir þá getur það margborgað sig. Við litum á tilboð beggja aðila í vikutúr til … Continue reading »

Óðaverðbólga hjá Gaman ferðum

Óðaverðbólga hjá Gaman ferðum

Rétt tæpur mánuður er nú liðinn síðan ferðaskrifstofan Gaman ferðir gaf út haust- og vetrarbækling sinn þar sem landans er freistað með tilboðum í sólina þennan veturinn. Síðan þá hefur óðaverðbólga riðið húsum hjá ferðaskrifstofunni. Margt ágætt má finna í bæklingnum sem finna má hér og þar sérstaklega mikið úrval ferða og gistingar á Tenerife … Continue reading »