Sennilega magnaðasti golfvöllur Kanaríeyja

Sennilega magnaðasti golfvöllur Kanaríeyja

Það hefur varla farið fram hjá Kanaríunnendum að golf nýtur sívaxandi vinsælda þar suðurfrá enda frábær leið til að eyða tíma með skemmtilegu fólki og njóta smá heilsubótar svona sem mótvægi gegn því að sumbla út í eitt og slafra í sig á hræódýrum veitingahúsum daginn út og inn. Þó velflestir golfvellir á eyjunum séu sallafínir … Continue reading »

Þú vissir sennilega ekki að það finnast píramídar á Tenerife

Þú vissir sennilega ekki að það finnast píramídar á Tenerife

Spænskar rannsóknir sýna að tiltölulega fáir erlendir ferðamenn sem heimsækja Tenerife gera sér mikið far um að flakka um og skoða eyjuna í þaula. 95 prósent þeirra láta sér nægja að sulla annaðhvort í flæðarmálinu á suðurströndinni eða bjórnum á næsta strandbar. Nema hvorugtveggja sé. Gott og blessað enda er Tenerife hvorki vagga menningar né … Continue reading »

Þrjár forvitnilegar hátíðir á Tenerife

Þrjár forvitnilegar hátíðir á Tenerife

Eyjaskeggjar á Kanaríeyjum hafa ekki minna gaman af því að slá sér upp reglulega en aðrir og þar hæg heimatökin því litlar sem engar áhyggjur þarf að hafa af veðri og vindum. Það er alltaf gaman að lenda í óvæntum hátíðarhöldum þegar dúllast er erlendis og okkur datt í hug að láta þig vita af … Continue reading »
En ef þú vilt dvelja langdvölum undir sólinni yfir vetrartímann?

En ef þú vilt dvelja langdvölum undir sólinni yfir vetrartímann?

Sá sem tæki saman kvartanir þeirra sem eru á heimleið frá sólarstöðum á Kanaríeyjum eftir viku eða tveggja vikna vetrartúr og eru súrir að vera á heimleið væri sennilega ríkur maður fengi hann krónu fyrir í hvert sinn. Það getur vissulega verið súrt að fljúga heim úr þægilegum vetrarhitanum beint í hríðarbyl og ófærð heimavið … Continue reading »

Hjartsláttur og adrenalínkikk í Masca á Tenerife

Hjartsláttur og adrenalínkikk í Masca á Tenerife

Það þarf að hafa fyrir öllum góðum hlutum í lífinu. En oftar en ekki reynist erfiðið þess virði þegar takmarkinu er náð. Spyrjið bara þá sem klifið hafa hæstu fjöll heims, róið heimsins höf, gengið á Suðurpólinn eða barist við krabbamein. Það þarf reyndar ekkert að leita að slíku fólki. Það ætti að nægja að spyrja … Continue reading »

Flakk milli Kanaríeyja fljótlegt og ódýrt

Flakk milli Kanaríeyja fljótlegt og ódýrt

Mörg okkar halda árlega til Kanaríeyja til dvalar og yndisauka og sá hópur er stór sem það gerir jafnvel oftar en einu sinni á ári. En skrambi fáir nota tækifærið til að flakka um þessar fallegu eyjar sem saman flokkast sem Kanaríeyjar. Það er sérdeilis skemmtilegt að þvælast um eyjarnar og furðu einfalt og ódýrt … Continue reading »

Urð og grjót, upp í mót og það á Tenerife í maí

Urð og grjót, upp í mót og það á Tenerife í maí

Útivist er móðins hjá mörgum og þá ekki hvað síst góðar göngu- eða fjallaferðir. Þá er óvíða betra að vera en á Íslandi nema einhverjir setji köflótt veðurfarið fyrir sig. Þá er ráð að drífa sig til Tenerife. Gönguferðir í fjallóttu og síbreytilegu landslagi Tenerife hafa aldrei verið jafn vinsælar og nú. Svo mjög reyndar … Continue reading »

Tveir fyrsta flokks veitingastaðir í grennd við Costa Adeje á Tenerife

Tveir fyrsta flokks veitingastaðir í grennd við Costa Adeje á Tenerife

Þó nokkrir veitingastaðirnir á hinum vinsælu stöðum Las Americas, Los Cristianos og Costa Adeje á Tenerife fái ágæta einkunn heilt yfir eru þeir þó ívið fleiri sem eru lakir og lélegir eins og gengur á helstu ferðamannastöðum Spánar. En það þarf ekki að leita langt til að finna minnst tvo aldeilis frábæra. Báðir eru þess … Continue reading »

Forheimsk þjóð þarf endurmenntun í Tenerife??????

Forheimsk þjóð þarf endurmenntun í Tenerife??????

Allt er nú til. Fréttablað Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, skattsvikara, býður þennan daginn upp á nokkrar kostaðar síður frá opinberum menntastofnunum. Þar á meðal heilsíðu frá endurmenntunardeild Háskóla Íslands um kosti þess að heimsækja Tenerife???????? Kræst olmætí! Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands, þú veist, háskólanum sem fær tugmilljarða árlega frá skattgreiðendum, finnst brýn þörf á að kynna „leyndardóma … Continue reading »

Fjallaklifur á Tenerife, maraþon á Kanarí og megaerfitt á La Palma

Fjallaklifur á Tenerife, maraþon á Kanarí og megaerfitt á La Palma

Eitt að láta sig hafa eitt stykki maraþon í norðlægum borgum. Allt annað og töluvert erfiðara að hlaupa sömu vegalengd undir steikjandi sólinni á Kanaríeyjum. Ófáir Íslendingar ferðast nú vítt og breitt um heiminn í því skyni einu að taka þátt í langhlaupum um allar trissur. Okkur skilst að hátt í 60 Íslendingar hafi verið … Continue reading »

Kannski vísbending um raunverð á flugi og gistingu á Tenerife

Kannski vísbending um raunverð á flugi og gistingu á Tenerife

Par eða hjónakorn til sólarparadísarinnar Tenerife í vikustund á ágætu þriggja til fjögurra stjörnu hóteli? Slíkt kostar parið almennt gróflega svona 130 til 180 þúsund krónur hjá innlendum ferðaskrifstofum að vetrarlagi að lágmarki. Þó ekki á Svörtum föstudegi. Svartur föstudagur, Black Friday, liðinn hjá þetta árið. Ekkert per se að því að almenningi gefist kostur … Continue reading »

Skíðaferð til Tenerife

Skíðaferð til Tenerife

Þar er ekki hægt að ganga að snjó vísum fremur en í Bláfjöllunum okkar en það kemur velflestum á óvart að það er raunverulega hægt að skíða á hinni annars brennheitu Tenerife. En kannski ætti það ekki að koma á óvart þekki fólk eyjuna aðeins. Hér er jú hæsta fjall Kanaríeyja, 3.718 metra hátt, og … Continue reading »

Fimm stjörnu pakki á Ameríkuströndinni á Tenerife fyrir 14 þúsund per nótt

Fimm stjörnu pakki á Ameríkuströndinni á Tenerife fyrir 14 þúsund per nótt

Fjórtán þúsund krónur. Þú kemst varla inn með fót í bændagistingu á Þórshöfn hérlendis fyrir þann pening. En á besta stað á Tenerife, Playa Americas, færðu toppherbergi á fimm stjörnu hóteli með morgunverði ef þú leitar á fimmföldum heimsmeistara í hótelbókunum 🙂 Víst má gista á lægra verði en fjórtán þúsund krónur per nótt á … Continue reading »

Undarleg er íslensk þjóð

Undarleg er íslensk þjóð

Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega sjö þúsund stakir notendur lesið sólarhringsgamla grein okkar um okurgræðgi Wow Air. Greinin sú heitasta á blogggáttinni þegar þetta er skrifað. En engum þessara sjö þúsunda líkar við greinina og enginn þarna úti telur þörf á að kommenta á samfélagsmiðlum. Fyrir örfáum dögum birtist skeyti á fésbókinni þess efnis … Continue reading »