Líklega magnaðasta lestarferð í Evrópu

Líklega magnaðasta lestarferð í Evrópu

Lestarferðir hafa lítið átt upp á pallborðið hjá íslenskum ferðalöngum enda engin hefð fyrir þeim hérlendis. En fátt jafnast á við að slíkan rúnt í góðu tómi og ekki síst þegar merkilega hluti ber fyrir augu á nokkurra sekúndna fresti. Mikil upplifun er að taka inn djúpa dali og fjalllendi svissnesku Alpanna í þægindum í … Continue reading »
Vínkerar ættu að setja Genf á dagskrána í lok maí

Vínkerar ættu að setja Genf á dagskrána í lok maí

Ætli það séu ekki sirkabát þrjár leiðir til að kynna sér vel vínmenningu erlendis. A) kaupa glas eftir glas á næsta bar og enda blönk, full og vitlaus úti í stræti, B) fara sérstakar vínferðir og eyða miklum tíma að kynna sér fáar tegundir eða C) mæta á staðinn þegar uppskeruhátíðir fara fram. Ritstjórn persónulega … Continue reading »

Sumarhúsin í Ölpunum verða vart svalari en þetta

Sumarhúsin í Ölpunum verða vart svalari en þetta

Sumrin í Sviss eru engu lík eins og þær þúsundir Íslendinga sem þangað hafa farið í göngu- eða fjallaferðir geta vitnað. Djúpir grösugir dalirnir og hrikaleg fjallasýn til flestra átta hrífa milljónir árlega sem á annað borð kunna að meta Móður Náttúru. Hvers vegna þá að láta nægja að dvelja á hótelum í geldum borgum? … Continue reading »

Margir eiga ekki afturkvæmt úr þessum fallega svissneska bæ

Margir eiga ekki afturkvæmt úr þessum fallega svissneska bæ

Velflestar borgir og bæir heims hafa upp á eitthvað sérstakt að bjóða umfram aðra. Náttúrufegurð, heilsulindir, gamlan miðbæ, frábærar verslanir. Svissneski bærinn Pfaffikon sækir sína frægð þó í töluvert dekkri átt. Pfaffikon er lítill tólf þúsund manna bær á bökkum Pfaffikonvatns í tæplega klukkustundar fjarlægð til austurs frá Zurich í Sviss. Margt hefur bærinn til … Continue reading »

Í Sviss borða menn hunda og ketti

Í Sviss borða menn hunda og ketti

Við Íslendingar höfum líklega ekki mikil efni að fussa og sveia yfir framandi mat sem frumbyggjar annarra landa láta ofan í sig. Það þykja jú töluverð tíðindi á erlendum ferðamiðlum hvað við hér setjum stundum inn fyrir varir.  Engu að síður eru nokkrar tegundir af pylsum sem fást í nokkrum héruðum Sviss nokkuð utan þess … Continue reading »

Engin er höfuðborgin í Sviss en Bern er fremst jafningja

Engin er höfuðborgin í Sviss en Bern er fremst jafningja

Það vekur jafnan furðu allra þeirra forvitnu sem ferðast til Sviss að því ágæta landi er engin formleg höfuðborg jafnvel þó Wikipedia og helstu ferðahandbækur tali ávallt um Bern sem höfuðborg Sviss. Það helber della. Hvers vegna á Sviss, sennilega eitt ríkja heims, enga höfuðborg? Það helgast einfaldlega af því að Sviss er formlega sambandsríki … Continue reading »

Í Ölpunum er ógleymanlegt útsýni partur af golfpakkanum

Í Ölpunum er ógleymanlegt útsýni partur af golfpakkanum

Ef marka má Google er að finna vel yfir 200 18-holu golfvelli í eða við Alpafjöll í Mið-Evrópu. Það þarf þó aðeins að spila einn einasta til að muna ævina á enda. Tæplega átján þúsund Íslendingar spila golf sér til dægrastyttingar þessi dægrin samkvæmt opinberum tölum og þar af milli fimm og sex þúsund sem … Continue reading »

Ferðakynningar sem koma brosi á vör

Ferðakynningar sem koma brosi á vör

Jafnvel þó að ljósið við enda ganganna sé aðeins hraðlest að aka yfir okkur þá er okkur flestum í blóð borið að brosa tiltölulega auðveldlega

Í Sviss er eins gott að klára allan matinn af disknum

Í Sviss er eins gott að klára allan matinn af disknum

Veitingastaður einn í smábæ í Sviss hefur vakið mikla athygli þarlendra fjölmiðla en eigandinn hefur tekið upp á þeirri nýbreytni að sekta alla viðskiptavini sína sem ekki klára allan matinn sem þeir panta. Þetta gerir eigandi Patrizietta til að sporna gegn því að mat sé hent en mikil vakning er á þessu um heim allan. … Continue reading »

Eitt kannski áður en þú bókar skíðaferðina

Eitt kannski áður en þú bókar skíðaferðina

Flestar stærri ferðaskrifstofur landsins bjóða upp á skíðaferðir á nýju ári og það vel enda fátt yndislegra en fá kapp í kinn í alvöru brekkum Alpafjalla hvort sem er á skíðum eða brettum. Öllu verra að lítinn sem engan snjó er að finna neins staðar í Alpafjöllum. Það er nefninlega dálítið af það sem áður … Continue reading »