Nótt í fátækrahverfi Ríó de Janeiro

Nótt í fátækrahverfi Ríó de Janeiro

Mjög er deilt um siðferði þess að bjóða ríkum erlendum ferðamönnum upp á skoðunarferðir um fátækrahverfi í hinum ýmsu borgum heims. Skiptir þá engu hvar er; Kalkútta á Indlandi, Jakarta í Indónesíu, Algeirsborg í Alsír eða Ríó de Janeiro í Brasilíu. Í öllum ofantöldum borgum býðst áhugasömum, gegn vænni greiðslu, að rúnta um „öruggari“ staði … Continue reading »

Meiriháttar adrenalínkikk upp Huayna Picchu

Meiriháttar adrenalínkikk upp Huayna Picchu

Lengi vel hefur ekki verið mjög flókið mál að komast upp að fjallaborginni mikilfenglegu Machu Picchu í Andesfjöllum Perú. Yfirgnæfandi meirihluti fer langleiðina með lest og síðasta spottann með rútu allsvakalega leið en að þeirri ferð lokinni eru aðeins nokkur skref að hinni frægu borg Inkanna. En sé litið á helstu myndir af stórkostlegri fjallborginni … Continue reading »

Og þú hélst að Perú væri bara Machu Picchu og búið

Og þú hélst að Perú væri bara Machu Picchu og búið

Fyrir ekki svo löngu síðan hitti einn úr ritstjórn hóp Bandaríkjamanna á knæpu í miðborg Reykjavíkur. Kanarnir allir á heimleið eftir vikutúr svo sjálfsagt að spyrja hvað Ísland hefði skilið eftir í sálinni. Jú, Golden Circle var „brilljant“ og snjósleðaferð á jökli „súperdúper.“ En toppurinn á öllu var íslenska kvenfólkið sem þótti bera af í … Continue reading »

Ef þú einhvern tímann efaðist um að allir geti ferðast…

Ef þú einhvern tímann efaðist um að allir geti ferðast…

Við þekkjum ábyggilega öll einstaklinga sem leggjast sjaldan eða aldrei í ferðalög. Sumir bara latir, sumir áhugalausir um heiminn meðan aðrir veigra sér við slíkt vegna líkamlegra kvilla eða fötlunar. Mikil synd að okkar mati. Ekkert undir sólinni vekur okkur meira til lífsins en ferðir því þess utan erum við flest föst í heimatilbúnum bómullarhnoðra … Continue reading »

Heimsins stærsti og skemmtilegasti matarslagur

Heimsins stærsti og skemmtilegasti matarslagur

Því á ekki að koma á óvart að tómathátíðir með sömu formerkjum og í Buñol spretta nú upp víðar á heimskringlunni

Held ég gangi heim

Held ég gangi heim

Þó flestir Íslendingar yfir fertugu kippi sér lítt upp yfir hræðilegum vegum eru þeir nokkrir til úti í heimi sem best væri sennilega að sleppa alfarið eða í besta falli ganga eða hjóla.

Græðgin að fara með menn í Perú eins og á Suðurlandi

Græðgin að fara með menn í Perú eins og á Suðurlandi

Ofangreind fyrirsögn hefði getað verið „Mun auðveldara fyrir ferðamenn að heimsækja Machu Picchu eftirleiðis,” en okkur hér fannst það helst til mikið rugl. Því það er ekkert annað en bjánaháttur að byggja glænýjan flugvöll nánast í göngufæri frá einni helstu perlu mannkynssögunnar. Því miður er það raunin suður í Perú þar sem stjórnvöld hyggjast gera … Continue reading »

Yndisleg eyja helvíti á jörð

Yndisleg eyja helvíti á jörð

Úr fjarska er eyjan Ilha de Queimada Grande ekkert nema heillandi að sjá. Hæðótt og skógi vaxin og þar sem hún er aðeins í tveggja stunda siglingu frá São Paulo í Brasilíu ætti hún að vera kjörinn áfangastaður til að eyða rómantískri stund. Það er að  segja ef hennar væri ekki vandlega gætt og það … Continue reading »