Skip to main content

Það er ný vinnuregla hjá Fararheill að hvert það fyrirtæki sem hundsar vinsamlegar óskir okkar um upplýsingar fær yfir sig sérstakan skammt af neikvæðum fréttum og trúið okkur, það er ekkert mál að finna neikvæða punkta hjá íslenskum fyrirtækjum.

Stundvísi Icelandair er mjög ábótavant þetta haustið hverju sem um er að kenna.

Stundvísi Icelandair er mjög ábótavant þetta haustið hverju sem um er að kenna.

Þar sem við fengum engin viðbrögð hjá Icelandair við ósköp eðlilegri beiðni okkar um verðupplýsingar um netkostnað um borð í vélum flugfélagsins fyrr í dag ætlum við að segja ykkur aðeins frá óstundvísi flugfélagsins.

Stundvísi flugfélagsins er ekki alveg nógu góð í Keflavík en engin húrrandi hörmung heldur. En sé litið á nýjustu tölur Flightstats, sem heldur sérstaklega utan um stundvísitölur á heimsvísu, þá var lítið gaman að vera farþegi Icelandair frá Osló til Keflavíkur þetta haustið. Á tímabilinu 15. september til 15. nóvember var aðeins rétt rúmur helmingur, 57 prósent,  áætlunaferða Icelandair á tíma. Enn verra að fljúga með flugfélaginu frá Frankfurt sömu tvo mánuði. Þeir sem það gerðu fóru í loftið á réttum tíma í aðeins 51% tilfella. Og frá Amsterdam náði Icelandair aðeins brottförum á réttum tíma í 66 prósent tilfella.

Hér skal hafa í huga að áætlunarvélar mega vera fimmtán mínútum of seinar áður en tafir eða seinkun fer að telja samkvæmt evrópskum stöðlum. Hér getur fólk gengið úr skugga um stundvísi á helstu flugleiðum Icelandair fram og aftur. Að síðustu er ágætt að hafa í huga að sé einhver óstundvís oftar en ekki metur sá aðili sinn tíma mikilvægari en þinn.