Skip to main content

Hér er ein tilvalin leið til að láta reka sig úr landi í Kambódíu. Klæddu þig úr öllu og taktu af þér myndir í hinum ýmsu stellingum á heilögum stað á borð við Angkor Wat musterið.

Varla heil brú í fólki sem finnst málið að stríplast við helgar minjar erlendis. Mynd Kim Seng

Varla heil brú í fólki sem finnst málið að stríplast við helgar minjar erlendis. Mynd Kim Seng

Kannski fulldjúpt í ár tekið að taka um æði en staðreyndin samt sú að einir níu erlendir ferðamenn í Kambódíu hafa þurft að pakka saman fyrr en ella það sem af er þessu ári eftir að hafa stríplast á þessum heilaga stað heimamanna.

Fjórir Bandaríkjamenn, tveir Frakkar og þrír aðrir einstaklingar fengið fylgd beinustu leið út á flugvöll eftir að hafa valsað um þetta magnaða musteri í fæðingarklæðum að því er fram kemur í Phnom Penh Post.

Sem er afar slæm hugmynd almennt enda hér mikið um fjölskyldufólk á ferð fyrir utan að gera lítið úr stöðum sem heimamenn líta á sem heilaga. Heimur versnandi fer.