Að Vera eða ekki að Vera

Að Vera eða ekki að Vera

Margir hafa ímugust á því fólki sem nýtur þess helst í sólríkum löndum að fetta sig öllum klæðum og spássera um í fæðingarfötunum. Þeir hinir sömu ættu að láta vera að aka tiltekna strandlengju Almería á Spáni. Það fer ekki ýkja hátt en eitt merkilegasta nektarsvæði heims er að finna ekki svo ýkja langt frá … Continue reading »

Þess vegna áttu að nota miklu sterkari sólarvörn en þú heldur

Þess vegna áttu að nota miklu sterkari sólarvörn en þú heldur

Allt vitiborið fólk veit að nauðsynlegt er að bera á sig sólarvörn undir brennheitri sólinni á vinsælum sólaráfangastöðum og flestir bera jú á sig reglulega. En þú ert pottþétt líka að bera of lítið á þig. Alvöru sólarkrem eða olíur eru ekki mjög sexí á ströndinni. Kremin oftast nær hvít að lit og olían á … Continue reading »

Svona áður en þú hendir þér niður á næstu sólarströnd

Svona áður en þú hendir þér niður á næstu sólarströnd

Slæmar fréttir fyrir sóldýrkendur. Bandarísk rannsókn leiðir í ljós að það er ekki endilega mengaður sjórinn sem sólbaðsgestir ættu að hafa mestar áhyggjur af. Það er mengaður sandurinn. Háskólinn á Hawaii hefur gert ítarlegar rannsóknir á vinsælum ströndum landsins og niðurstöður þeirra rannsókna sýna að það eru 10 til 100 sinnum fleiri bakteríur í sandinum … Continue reading »

Hormónaójafnvægi og ofnæmisvaldar í boði Nivea

Hormónaójafnvægi og ofnæmisvaldar í boði Nivea

Hormónaójafnvægi, ofnæmisvaldar og hugsanlega eitraðar smáagnir sem eru nógu smáar til að smjúga inn um húðina alla leið inn blóð- eða æðakerfið. Hljómar þetta eins og eitthvað sem þú vilt að barnið þitt njóti? Þá er ráð að kaupa ekki tilteknar sólarvörur Nivea sem víða finnast hérlendis og reyndar allnokkrar aðrar tegundir sem hugsanlega valda … Continue reading »

Sumarfríið HELMINGI ódýrara í Austur-Evrópu

Sumarfríið HELMINGI ódýrara í Austur-Evrópu

Mörgum kann að finnast Kanaríeyjar, Algarve og Costa del Sol aldeilis toppurinn á tilverunni þegar kemur að ódýrum sumarfríum. Það kostar jú „ekki neitt“ að lifa á þessum stöðum. En verðlagið er samt HELMINGI dýrara en það er á sólbaðsstöðum í austurhluta Evrópu. Það er jú ekki eins og við Íslendingar höfum mikið val. Ef … Continue reading »

Að kunna sig ekki á veitingastöðum erlendis

Að kunna sig ekki á veitingastöðum erlendis

„Þau komu og settust rétt á eftir okkur. Öll löðrandi sveitt vegna hitans og karlmennirnir tveir í hópnum gerðu sér lítið fyrir og fóru úr opnum skyrtum sínum um leið og búið var að setjast við borðið. Það sem eftir lifði þurftu aðrir gestir, sem allir voru klæddir, að hafa hálfbera feita Íslendinga fyrir augunum … Continue reading »

Aðeins Heimsferðir með nýja valkosti í sólarferðum þetta árið

Aðeins Heimsferðir með nýja valkosti í sólarferðum þetta árið

Af þeim þremur stóru ferðaskrifstofum hérlendis; Heimsferðir, ÚrvalÚtsýn og Vita, er það aðeins sú fyrstnefnda sem hefur metnað fyrir að bjóða Íslendingum upp á nýja sólarstaði þetta árið. Sama gamla úrvalið hjá hinum tveimur. Nú kann vel að vera að landinn almennt sé svo einstrengingslegur að aldrei komi annað til greina en sami sólarstaðurinn ár … Continue reading »

Flottur pakki til Mallorca með Heimsferðum

Flottur pakki til Mallorca með Heimsferðum

Ekki allir geta skotist sísona út í heim fyrirvaralítið en þeir sem það geta og eiga einhverja seðla sem safna ryki gætu gert vitlausari hluti en skottast með Heimsferðum til Mallorca þann 23. ágúst. Vikutúrinn sá kostar þriggja manna fjölskyldu aðeins 129.900 krónur! Það gerir svo mikið sem 43.330 krónur á haus og sé mið … Continue reading »

Tvær vikur á Mallorca með öllu niður í 170 þúsund á mann

Tvær vikur á Mallorca með öllu niður í 170 þúsund á mann

Eins og Fararheill hefur áður fjallað um er næsta vonlaust að finna ferð til Mallorca í sumar með öllu inniföldu í tvær vikur undir sex hundruð þúsund krónum á hjón eða par. Það er að segja með innlendri ferðaskrifstofu. Úrval Útsýn býður til dæmis ágætt fjögurra stjörnu hótel í Santa Ponsa í tvær vikur í … Continue reading »