Svo Wow Air féll við að reyna að bjarga íslenskri ferðaþjónustu???

Svo Wow Air féll við að reyna að bjarga íslenskri ferðaþjónustu???

Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air, var svo áhyggjufullur fyrir hönd íslenskrar ferðaþjónustu að hann greip til þess ráðs að bjóða flugferðir til fjarlægra áfangastaða með breiðþotum. Þær áhyggjur urðu flugfélaginu að falli á endanum. Þeim fjölgar hratt eftiráskýringum Skúla Mogensen, fyrrum forstjóra og eiganda Wow Air, hvers vegna flugfélagið dó drottni sínum. Íslenskir … Continue reading »

Ekki hægt að reka lággjaldaflufélag frá Íslandi segir stjóri Icelandair

Ekki hægt að reka lággjaldaflufélag frá Íslandi segir stjóri Icelandair

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, telur ekki vera grundvöll fyrir að reka lággjaldaflugfélag frá Íslandi. Afar merkileg yfirlýsing sé haft í huga að Skúla Mogensen tókst það mætavel þangað til græðgin bar hann ofurliði. Í greinastúf á vef Viðskiptablaðsins þennan daginn kemur fram að forstjóri Icelandair telur ekki hægt að reka lággjaldaflugfélag á íslenskum grunni … Continue reading »

Hvers vegna endurreisn Wow Air er ekkert til að hrópa húrra fyrir

Hvers vegna endurreisn Wow Air er ekkert til að hrópa húrra fyrir

Fyrrum eigandi Wow Air, Skúli Mogensen, rær nú öllum árum til þess að endurreisa flugfélagið frá dauðum og hefur meðal annars leitað á náðir almennings gegnum hópfjármögnun á netinu. Það er slæm hugmynd að leggja þeirri hugmynd peninga eða lið. Skúli Mogensen eyddi litlum sjö mánuðum í að rétta af rekstur Wow Air og það … Continue reading »

Mogensen vill vekja Wow Air upp frá dauðum. Það slæm hugmynd

Mogensen vill vekja Wow Air upp frá dauðum. Það slæm hugmynd

Hálfur hattur ofan fyrir Skúla Mogensen. Hann tók séns á að stofna flugfélag á sínum tíma þegar enginn hafði trú á honum. En að ætla að reyna sama trix aftur er dauðadæmt frá upphafi. Fréttablaðið greinir frá því að sami maður og setti hreint ágætt flugfélag lóðbeint á höfuðið vilji nú prófa á nýjan leik. … Continue reading »

Auðvelt að vera vitur eftir á segir Mogensen. En það er líka auðvelt að vera vitur á meðan

Auðvelt að vera vitur eftir á segir Mogensen. En það er líka auðvelt að vera vitur á meðan

„Það er auðvelt að vera vit­ur eft­ir á og á þeim tíma þegar ákv­arðanir voru tekn­ar um stækk­un og stefnu­breyt­ingu WOW air var það aug­ljós­lega gert í þeirri trú að það væri best fyr­ir fé­lagið og að með þessu móti gæt­um við eflt WOW air enn frek­ar til langs tíma litið,“ Svo segir Skúli Mogensen … Continue reading »

Svo Mogensen var ekki með plan B, C og D eftir allt saman

Svo Mogensen var ekki með plan B, C og D eftir allt saman

Það sem fer upp kemur niður. Það gilti um Rómarveldi til forna, alla snillingana í íslensku bönkunum og fylgi Miðflokksins. Og já, Wow Air líka. Illu heilli er Skúli Mogensen, eigandi Wow Air, nú að missa allt úr höndum sér. Eina leiðin út er að gefa nánast fyrirtækið erlendum fjárfestingarsjóði sem mun að öllum líkindum … Continue reading »

Hvers vegna er ekki hafin lögreglurannsókn á Skúla Mogensen?

Hvers vegna er ekki hafin lögreglurannsókn á Skúla Mogensen?

Hmmm. Ófáir götusalar á stöðum á borð við Mallorca, Bangkok, Róm, Istanbúl, Tampa og Ríó De Janeiro hafa lofað gulli og grænu þegar þeir reyna að selja þér „ekta” Rolex eða „ekta” Aloe Vera” eða „ekta” Michael Kors handtösku. Allt auðvitað tóm lygi. Svona svipað og að Skúli Mogensen segi að Wow Air sé fimmtíu- … Continue reading »

Jæja, kannski hætta nú fjölmiðlar landsins að sleikja upp herra Mogensen

Jæja, kannski hætta nú fjölmiðlar landsins að sleikja upp herra Mogensen

Súrara en melónujógúrt í helvíti að missa fyrirtæki sitt og draum í hendur þeirra sem þú barðist hvað mest gegn. Það örlög Skúla Mogensen og fyrirtækis hans Wow Air þennan daginn. Samt engin ástæða til að syrgja þá þróun mála. Mogensen einn þeirra sem lærði ekki neitt af Hruninu. Gredda og hortugheit er dálítið 2008 … Continue reading »

Blessun yfir ferðir Wow Air til Vancouver en einn hængur á

Blessun yfir ferðir Wow Air til Vancouver en einn hængur á

Ýmsir hafa hlegið að okkur síðustu misserin fyrir að gefa Mogensen og hans fólki hjá Wow Air falleinkunn fyrir of mikla greddu og fáránlega áfangastaði. Tíminn leiddi í ljós að við höfðum rétt fyrir okkur. Og nú, aldrei þessu vant, gefum við feita blessun á ferðir til Vancouver í Kanada. Lesendur okkar vita og muna … Continue reading »

Plús í kladda fyrir Mogensen

Plús í kladda fyrir Mogensen

Ó jæja. Allt lítur betur út en við þorðum að vona. Í ljós kemur að minnsta kosti einn innlendur milljarðamæringur virðist ekki vera að fífla skattayfirvöld. Viðurkennum fúslega að hafa haft eiganda og forstjóra Wow Air, milljarðamæringinn Skúla Mogensen, grunaðan um að fiffa skattayfirvöld eins og aðrir milljarðamæringar með því að taka sér algjör skítalaun … Continue reading »

Sérdeilis merkilegar afsakanir Wow Air

Sérdeilis merkilegar afsakanir Wow Air

Sterkar líkur benda til þess að einn merkasti sjáandi síðari tíma starfi hjá Wow Air Skúla Mogensen. Annaðhvort það eða flugfélagið bullar út í eitt gagnvart viðskiptavinum. Örlög Primera Air ráðin og öllum hollt að minnast þess að Wow Air var á nippinu að fara sömu leiðina fyrir ekki svo löngu síðan. Í bæði skiptin … Continue reading »

Mogensen útilokar ekki samkrull við Icelandair

Mogensen útilokar ekki samkrull við Icelandair

Íslenskir fjölmiðlar fá ekki tíma dagsins hjá Skúla Mogensen, eiganda Wow Air, en hann tekur umsvifalaust upp símann þegar erlendir miðlar á borð við Financial Times og flugvefinn Skift hringja og vilja komment. Skift er fyrir þá sem ekki þekkja einn af vinsælli vefum heims sem sérhæfa sig í fregnum af flugfélögum. Þar mætti herra … Continue reading »

Til hamingju Skúli: Wow Air versta flugfélag heims 2018

Til hamingju Skúli: Wow Air versta flugfélag heims 2018

Wow Air er VERSTA FLUGFÉLAG HEIMS árið 2018. Við vorum reyndar búin að skýra frá þessu áður en eins og vitiborið fólk veit þá er góð vísa aldrei of oft sögð 😉 Engar fréttir fyrir lesendur Fararheill en kannski opnast augu annarra nú þegar stórir erlendir fjölmiðlar á borð við Business Insider skýra frá hinu … Continue reading »

Wow Air að renna saman við Icelandair?

Wow Air að renna saman við Icelandair?

Fíllinn í herberginu sem enginn talar um nema undir rós. Er Skúli Mogensen, eigandi Wow Air, svo aðframkominn með reksturinn að hann íhugar að sameinast Icelandair með einum eða öðrum hætti? Eða hvað í ósköpunum á að lesa í þessa setningu sem birtist neðarlega í frétt Fréttablaðsins í dag? „Þá herma heimildir Fréttablaðsins að Skúli … Continue reading »