Þess vegna ættu skíðaunnendur að leggja Formigal á minnið

Þess vegna ættu skíðaunnendur að leggja Formigal á minnið

Nákvæmlega ekkert að því að setja undir sig skíði eða bretti á einhverjum af þeim hundruðum fimm stjörnu skíðastaða í Alpafjöllum. Nema kannski að þeir staðir eru fokdýrir og aðeins fyrir það þunna lag samfélagsins sem greiðir aðeins 16% skatt af fjármagnstekjum. Nær lagi fyrir okkur hin að leggja leið okkar til Formigal á Spáni. … Continue reading »

Að bera pung og pjöllu á skíðum er auðveldara en þú heldur

Að bera pung og pjöllu á skíðum er auðveldara en þú heldur

Ekki svo að skilja að við hér mælum neitt sérstaklega með skíðaiðkun í fæðingargallanum. Kaldur vindur og enn kaldari snjór vill gjarnan smokra sér á suma dekkri og viðkvæmari staði líkamans sem við vissum ekki einu sinni um. Svo er pínulítið vandræðalegt að setjast í rassafarið í skíðalyftunum. En ef þú vilt út úr þægindarammanum, … Continue reading »

Frítt í Osló
Viltu gera eitthvað spes á Sikiley? Drífðu þig á skíði :)

Viltu gera eitthvað spes á Sikiley? Drífðu þig á skíði :)

Heimurinn er stórkostlegri en nokkur gerir sér grein fyrir. Til marks um það finnast þó nokkrir staðir á jarðarkringlunni þar sem þú getur sólað þig í buff í 30 stiga hita við ströndina og klukkustund síðar rennt þér niður stórfínar skíðabrekkur án þess svo mikið sem blikka auga. Við höfum áður sagt lesendum okkar frá … Continue reading »

Strönd, golf plús skíði og allt sama daginn undir heitri sólinni á Spáni

Strönd, golf plús skíði og allt sama daginn undir heitri sólinni á Spáni

Það kemur vissulega mörgum afar spænskt fyrir sjónir en það er vel hægt að dúllast fáklædd á ströndu með kokteil í glasi, pakka saman einum golfhring eða svo og skíða niður þessar líku fínu brekkur á einum og sama deginum. Og það suður á Spáni af öllum stöðum. Engar fréttir fyrir ferðaglaða að funheitur Spánn … Continue reading »

Byrjendamistök GB ferða

Byrjendamistök GB ferða

Skringilegt að vera að skrifa um byrjendamistök hjá ferðaskrifstofu sem er að nálgast þrítugsaldurinn. En það er samt raunin með GB Ferðir. Ferðakrifstofan þessi dægrin að auglýsa skíðaferðir til Sviss í vetur og þar vekur athygli æði fínn túr til Andermatt í Alpafjöllunum. Aldeilis stórgott skíðasvæði sem trekkir ferðamenn víða að. Verð á skíðatúrum GB … Continue reading »

Fín skíðasvæði nálægt Toronto og Montreal í Kanada

Fín skíðasvæði nálægt Toronto og Montreal í Kanada

Skíðaunnendum íslenskum hættir oft til þess þegar bóka skal næstu ferð í brekkurnar að líta um of til austurs. En með lágum fargjöldum til borga á borð við Toronto og Montreal opnast þar leiðir á fjandi fín skíðasvæði þar líka. Samkeppni er í fluginu til beggja ofangreindra borga þessi dægrin og eðli máls samkvæmt hafa … Continue reading »

Ódýrt á skíði frá Barcelóna

Ódýrt á skíði frá Barcelóna

Líklega setja fæstir samasemmerki milli Barcelóna annars vegar og skíðasvæða hins vegar en raunin er sú að það er ekki langt frá þessari skemmtilegu borg á hin ágætustu skíðasvæði. Það vill oft gleymast að Spánn er eitt allra fjalllendasta land Evrópu og nánast í öllum héruðum landsins er hægt að komast á skíði að því … Continue reading »

Hversu „stutt“ er á helstu skíðasvæðin frá Salzburg?

Hversu „stutt“ er á helstu skíðasvæðin frá Salzburg?

Ekki er sumarið liðið fyrr en Wow Air stekkur á skíðaferðavagninn og auglýsir beint flug til Salzburg í Austurríki. Sem auðvitað er æði góður staður ætli fólk að spenna á sig skíði eða bretti þennan veturinn. En er raunverulega „stutt“ á bestu skíðasvæðin þaðan eins og flugfélagið vill vera láta? Eins og sjá má á … Continue reading »

Sjö daga fimm stjörnu skíðapakki í Andorra á sértilboði

Sjö daga fimm stjörnu skíðapakki í Andorra á sértilboði

Margt undir sólinni er verra en renna sér niður skíðabrekkurnar í smáríkinu Andorra. Þar gefst nú tækifæri að skíða í vikutíma meðan gist er á fimm stjörnu hóteli með hálfu fæði á 170 þúsund krónur á mann og skíðapassi innifalinn. Pakkinn er í boði frá nokkrum stöðum í Bretlandi frá og með desember og kostar … Continue reading »

Svipað dýrt á skíði í Noregi og Austurríki

Svipað dýrt á skíði í Noregi og Austurríki

Þó fullyrða megi að í huga Íslendinga sé ekki sami sjarminn yfir skíðabrekkum í Noregi og í Ölpunum kemur í ljós við úttekt Fararheill að verð fyrir gistingu og skíðapassa á bestu skíðasvæðum Noregs við Lillehammer er nokkuð á pari við það sem gerist á vinsælli skíðasvæðum Austurríkis. Það líður að skíðavertíðinni og eins og … Continue reading »

Hálf milljón lágmarkið fyrir vikulanga fjölskylduferð á skíði í Austurríki

Hálf milljón lágmarkið fyrir vikulanga fjölskylduferð á skíði í Austurríki

Fjögurra manna fjölskylda sem ætlar sér í skíðabrekkurnar í Austurríki í vetur þarf að greiða að lágmarki 234 þúsund krónur fyrir flugið eitt og sér hjá Wow Air ef ein taska og skíðabúnaður fylgir með hverjum og einum. Einhverja þarna úti er farið að klæja í puttana að komast í súpergóðar brekkur Alpafjalla þennan veturinn … Continue reading »