Víst er fólki líka „bömpað“ í siglingum

Víst er fólki líka „bömpað“ í siglingum

Fyrir skömmu fengum við fyrirspurn frá fólki sem keypt hafði siglingu um Miðjarðarhafið á eigin spýtur en nokkrum dögum áður en að siglingunni kom fengu þau fyrirspurn frá skipafélaginu hvort þau hefðu áhuga á svokölluðu „move-over.“ Líklega þekkja ekki margir þetta vandamál hér heima enda oftar en ekki siglingar keyptar gegnum ferðaskrifstofur og slíkir aðilar fá engar … Continue reading »

Ferðaskrifstofa sem vill að þú ferðist á eigin vegum???

Ferðaskrifstofa sem vill að þú ferðist á eigin vegum???

Fararheill hefur um langa hríð hvatt landann til að ferðast á eigin vegum til að spara tug- eða hundruð þúsunda í stað þess að bóka hjá ferðaskrifstofum. Nú mælir ein ferðaskrifstofa með því sama. Eins og sjá má að meðfylgjandi skjáskoti hvetur ferðaskrifstofan Vita, dótturfyrirtæki Icelandair, til þess að fólk bóki siglingar á eigin vegum!!! … Continue reading »

Vesen að fá bætur vegna vesens í flugi? Ekki nota lögfræðinga

Vesen að fá bætur vegna vesens í flugi? Ekki nota lögfræðinga

Það kom okkur hér töluvert á óvart að við yfirlegu okkur yfir kvartanir og bótakröfur flugfarþega hjá Samgöngustofu á liðnu ári voru að minnsta kosti sex aðilar sem fóru þá leið að ráða lögfræðinga til að fá bót á sínum vanda. Það tóm mistök. Það er engin tilviljun að brandarar um lögfræðinga eru almennt sérstaklega … Continue reading »

Sýkingar á sýkingar ofan hjá Royal Caribbean

Sýkingar á sýkingar ofan hjá Royal Caribbean

Fátt verra en alvarleg veikindi í siglingu. Enginn kemst frá borði á miðju ballarhafi, sjóriða og sjóveiki getur margfaldað áhrif veikindanna og oftast nær fást engin svör um nákvæmar orsakir sýkinga. Plús auðvitað að siglingin er ónýt. Öllu verra þegar tugir og jafnvel hundruðir sýkjast í einu vetfangi um borð eins og hefur nú gerst … Continue reading »

Silkifínar siglingar á súperkjörum

Silkifínar siglingar á súperkjörum

Þetta engar fréttir fyrir þá lesendur okkar sem verið hafa okkur samferða síðustu árin enda við minnt reglulega og rækilega á málið. En fyrir hina sem nýsestir eru að þeim guðaveigum sem við berum reglulega á borð er óhætt að kveða góða vísu einu sinni enn. Hvað erum við að fara eiginlega? Ja, hvernig hljómar … Continue reading »

Þess vegna skiptir smáa letrið hjá Úrval Útsýn svona miklu máli

Þess vegna skiptir smáa letrið hjá Úrval Útsýn svona miklu máli

Pálmi svindlari Haraldsson er kominn í samstarf við Morgunblaðið ef marka má umfjöllun hins síðarnefnda á fljótasiglingum í boði eins fyrirtækis Pálma: ferðaskrifstofunni Úrval Útsýn. Þar kynnir blaðið „nýjar og spennandi“ fljótasiglingar með bandaríska fyrirtækinu AMA Waterways um helstu fljót Evrópu sem Úrval Útsýn selur ferðir fyrir hönd Bandaríkjamannanna. Hvers vegna Úrval Útsýn leitar til … Continue reading »

Svo þú vilt gjarnan losna við sjóveiki í skemmtisiglingum

Svo þú vilt gjarnan losna við sjóveiki í skemmtisiglingum

Enginn skortur er á ferðum í boði með skemmtiferðaskipum og bátum um heimsins höf og ár en flestir þeir sem slíkar ferðir selja minnast lítt eða ekki á eitt það sem auðveldlega getur sett leiðindastrik á slíkar ferðir: sjóveiki. Að hluta til heyrist lítið um sjóveiki sökum þess að skemmtiferðaskipin verða sífellt stærri og betri … Continue reading »

Ef í megrun er fátt verra en skemmtisigling

Ef í megrun er fátt verra en skemmtisigling

Alls kyns aðferðir eru sagðar árangursríkar til að fækka þessum aukakílóum sem hlaðast utan á okkar flest hraðar en mý á mykjuskán. Ein aðferð sem sjaldan er nefnd er að fara EKKI í skemmtisiglingu. Hvaða tenging getur mögulega verið á milli þess kannt þú að spyrja. Jú, hið ljúfa líf á sjó í viku eða … Continue reading »

Ferðamenn kvarta oftast yfir siglingum

Ferðamenn kvarta oftast yfir siglingum

Ekkert lát er á vinsældum siglinga hvers kyns um heimsins höf og helst á sem flottustum skipum. Þess vegna kemur kannski á óvart að það eru siglingar sem ferðafólk kvartar mest undan. Það allavega raunin sé mið tekið af kvörtunum og kærum sem berast einni af helstu lögfræðiskrifstofum heims sem sérhæfa sig í vandamálum tengdum … Continue reading »

Mánaðarlangur lúxusþvælingur um stórkostlega staði Asíu fyrir 750 kall á kjaft :)

Mánaðarlangur lúxusþvælingur um stórkostlega staði Asíu fyrir 750 kall á kjaft :)

Ok! Ekkert okkar er að verða neitt yngri og þaðan af síður léttari og enn er svo mikið þarna úti sem okkur langar að sjá og upplifa áður en maðurinn með ljáinn bankar á dyr. Hvernig má njóta sem mest af forvitnilegum stöðum Asíu án þess að íslenska meðalparið þurfi að veðsetja börnin og húsið … Continue reading »

Þess vegna ættu astmasjúklingar aldrei að sigla með skemmtiferðaskipi

Þess vegna ættu astmasjúklingar aldrei að sigla með skemmtiferðaskipi

Ætli astma- eða öndunarfærasjúklingar séu mikið að hanga á bekk og njóta lífsins í miðborg Lundúna, Kaíró eða Peking? Ólíklegt enda dagleg loftmengun í þessum borgum þúsundfalt yfir heilsuverndarmörkum og enginn vill stytta ævina að gamni sínu. Sömu einstaklingar ættu alfarið að sleppa siglingum með skemmtiferðaskipum af sömu ástæðu. Rannsóknarteymi bresku sjónvarspsstöðvarinnar Channel 4 ákvað … Continue reading »

Nú þarf að punga út fleiri seðlum á skemmtiferðaskipum

Nú þarf að punga út fleiri seðlum á skemmtiferðaskipum

Gott ef það var ekki Hollendingurinn Vincent van Gogh sem útskýrði málverk sín á þann hátt að margir smáir hlutir gerðu að lokum eitt frábært verk. Skipafélög í skemmtiferðabransanum nota þessa línu líka en á öðrum forsendum. Eitt af þessu fáránlega við ferðir með skemmtiferðaskipum er þjórfé. Slíkt er nauðsynlegt að greiða aukalega fyrir hvern … Continue reading »