Skip to main content

Eftir stormasaman tíma er Egyptaland smátt og smátt að komast aftur á ferðalista ferðaskrifstofa í Evrópu enda töluvert búið að lægja öldur í landinu þó deila megi um hvort bylting heimamanna hafi á endanum skilað nokkrum breytingum til hins betra fyrir meðalmanninn.

Í okkar huga er sigling um Níl ein af þeim ferðum sem hver lifandi manneskja verður að prófa áður en yfir lýkur. Mynd Filip Maljkovic

Í okkar huga er sigling um Níl ein af þeim ferðum sem hver lifandi manneskja verður að prófa áður en yfir lýkur. Mynd Filip Maljkovic

Kannski sökum þess að ekki eru allir sannfærðir um að ferðir til Egyptalands sé alveg það sniðugasta finnast víða ferðir til landsins fyrir ótrúlega lágar upphæðir. Ferðir sem sólunnendur norðar á hnettinum alla jafna ættu að slefa yfir.

Ein slík er í boði nú frá bresku ferðaskrifstofunni Travel Wasp og flug frá Gatwick en þangað fljúga héðan easyJet, Wow Air og Icelandair. Því hæg heimatökin að rúlla alla leið undir Afríkusól án þess að það kosti mikið vesen.

Ferðin atarna sannarlega safarík. Tvær vikur alls og þar af sjö daga sigling um hina mögnuðu Níl og auðvitað tækifæri til að stíga á land reglulega og skoða það sem fyrir augu ber. Það ekkert af skornum skammti hér um slóðir og ekki verra að fullt fæði er innifalið um borð. Vikutími líka á sendnum sólarströndum Rauðahafsins á fimm stjörnu hóteli með öllu inniföldu plús allar ferðir.

Hvað ætli slík lúxusferð sem er í boði á tilteknum dagsetningum frá janúar og fram á sumar kosti nú í heildina? Skemmst er frá að segja að ferðaskrifstofan er að selja þessar ferðir á heilar 97 þúsund krónur á mann miðað við tvo saman. Það þýðir að hver dagur í ferðinni kostar innan við sjö þúsund krónur.

Hvort sem flogið er svo héðan með easyJet, Wow Air eða Icelandair til Gatwick má fastsetja að á þessu tímabili er vel hægt að finna flugið fram og aftur vel niður undir 30 þúsund á manninn eða kringum 60 þúsund alls. Samtals lúxuspakkinn til Egyptalands fæst þannig á 127 þúsund á mann eða 254 þúsund á par eða hjón.

Það, gott fólk, er einn brandari.

Nánar hér.