Hreinn hörmungardagur fyrir viðskiptavini Icelandair

Hreinn hörmungardagur fyrir viðskiptavini Icelandair

Það varla fréttnæmt að flaggflugfélag Íslands, Icelandair, sé með allra óstundvísustu flugfélögum heims enda komist hátt á þeim lista síðustu árin. Undarlegast, eða kannski ekki, er að líkt og með margra mánaða biðlista í þjónustuveri flugfélagsins, virðist ekki nokkur maður í fyrirtækinu hafa áhuga á að taka á óstundvísinni. Auðvitað ætti að vera nóg að … Continue reading »

Víst er stundvísi Icelandair hörmuleg en það ekki alfarið þeim að kenna

Víst er stundvísi Icelandair hörmuleg en það ekki alfarið þeim að kenna

Minnst þrír stórir innlendir fjölmiðlar hafa gert sér mat úr tölfræðiúttekt bandaríska fjölmiðilsins Bloomberg á tafsömustu flugfélögum heims en þar munar litlu að íslenska flugfélagið Icelandair fái gullverðlaun fyrir verstu stundvísina á heimsvísu. Klárlega ekki gullverðlaun sem forráðamenn Icelandair hefðu upp á hillu í skrifstofunni. Nógu slæmt að vera metið annað versta flugfélag heims þegar … Continue reading »

Afskaplega vondur dagur fyrir Wow Air

Afskaplega vondur dagur fyrir Wow Air

Öll eigum við okkar góðu og slæmu daga og það á líka við um flugfélagið Wow Air sem fær töluvert á baukinn á samfélagsmiðlum þennan daginn. Verulegar tafir og seinkanir hafa orðið á áætlun Wow Air síðasta sólarhringinn eða svo. Það ekki einsdæmi í flugheimum en margra klukkustunda bið á leiðinlegum flugvöllum án allra upplýsinga … Continue reading »

Primera Air viðurkennir sök eftir rúmlega tólf mánaða fjandskap

Primera Air viðurkennir sök eftir rúmlega tólf mánaða fjandskap

Það var og! Eftir rúmlega eins árs baráttu viðskiptavina Primera Air um bætur vegna hryllilegs ferðalags frá Tenerife í ágúst á síðasta ári hefur fyrirtækið loks gefið eftir. Ljóst má vera að Primera Air hans Andra Más Ingólfssonar verður að fá sér betri lögfræðinga. Fyrirtækið hefur barist á hæl og hnakka gegn því að greiða … Continue reading »

Farþegar Icelandair til Glasgow gætu átt von á 33 þúsund kalli í vasann :)

Farþegar Icelandair til Glasgow gætu átt von á 33 þúsund kalli í vasann :)

Óhætt að blása í litla blöðru ef svo vill til að þú átt bókað flug með Icelandair til Glasgow þann 12. ágúst. Fluginu hefur nefninlega seinkað verulega og sterkar líkur á að þú eigir brátt inni 33 þúsund krónur hjá flugfélaginu. Samkvæmt takmörkuðum upplýsingum hefur flugi Icelandair til Denver í Bandaríkjunum seinkað nokkuð vegna „veðurs“ … Continue reading »

50 klukkustunda seinkun hjá Icelandair tekur samt tvær vikur að afgreiða

50 klukkustunda seinkun hjá Icelandair tekur samt tvær vikur að afgreiða

Tími til kominn að nýr forseti setji enn eina orðuna á brjóst þybbins forstjóra Icelandair. Fyrirtækið malar ekki aðeins gull heldur og prumpar á viðskiptavini sem hafa yfir einhverju að kvarta eins og prump sé í tísku. Eitthvað gæti kannski heyrst í Jóni Jónssyni eða Jónu Jónasardóttur ef spergilkálspakkinn í Krónunni væri ekki aðeins úldinn … Continue reading »

Svona veistu að Wow Air er virkilega búið að gera í brók

Svona veistu að Wow Air er virkilega búið að gera í brók

Setningin sem um ræðir kemur fyrir í sirka þriðjunga þeirra fregna sem fluttar eru af Wow Air flugfélagi Skúla Mogensen: „Ekki náðist í upplýsingafulltrúa vegna fréttarinnar.“ Þessi setning ein staðfestir að viðkomandi fyrirtæki er með allt lóðrétt niðrum sig og getur ekki með nokkru móti „spinnað“ góða sögu til að gera vonda sögu góða. Tilfellið … Continue reading »

Strandaglópar Wow Air ættu að fagna en ekki kvarta

Strandaglópar Wow Air ættu að fagna en ekki kvarta

Samkvæmt fregnum hafa um 200 farþegar Wow Air nú beðið í sólarhring eftir að komast heim frá Kanaríeyjum eftir að ein vél flugfélagsins bilaði ytra. Í fréttum kemur fram að margir séu óánægðir en það er alls engin ástæða fyrir fýlu. Þvert á móti eiginlega. Tvær ástæður fyrir að þeir sem fastir eru ættu að … Continue reading »

Google segir sannleikann um Icelandair

Google segir sannleikann um Icelandair

Fararheill hefur áður bent lesendum sínum á kosti þess að skoða og eða bóka flug gegnum Google Flights. Ekki vegna þess að þar finnist endilega lægsta verðið heldur vegna þeirra upplýsinga annarra sem þar koma skýrt fram. Flugleitarvélar skipta tugum í heiminum og sitt sýnist hverjum um. Okkar reynsla er sú að engin ein slík … Continue reading »

Ingvar sáttur við Icelandair

Ingvar sáttur við Icelandair

Eins og Fararheill greindi frá glímdi Icelandair við verulegar truflanir á flugi um helgina. Bilunum sem seinkuðu flugferðum á minnst tveimur flugleiðum fyrirtækisins. Á fjasbókarvef Icelandair leggur einn þeirra sem í veseni lenti penna á blað og er flugfélaginu afar þakklátur fyrir hversu vel var greitt úr vandamálum þegar ein vél Icelandair snéri við til … Continue reading »

Ævintýraleg lítilsvirðing Primera Air við viðskiptavini

Ævintýraleg lítilsvirðing Primera Air við viðskiptavini

Ljóst má vera að Andri Már Ingólfsson, forstjóri Primera Air og Heimsferða, hefur verið of lengi erlendis. Hann hefur ekki snefil af virðingu fyrir íslenskum viðskiptavinum. Vefmiðillinn Vísir greinir frá óánægju íslenskra farþega sem áttu bókað flug með Primera Air heim frá Kanarí þegar í ljós kom við brottför að fyrst yrði nú flogið til … Continue reading »

Tómt tjón hjá Icelandair þennan daginn

Tómt tjón hjá Icelandair þennan daginn

Hætt er við að arðgreiðslur Icelandair fyrir fjórða ársfjórðung verði örlítið lægri en ella. Það er að segja ef viðskiptavinir hafa vit á að sækja rétt sinn. Fararheill telst til að sumir viðskiptavinir flugfélagsins eigi inni rúmar sextán milljónir króna í bætur vegna tafa þennan daginn. Það er að segja miðað við að 300 farþegar … Continue reading »

Auðvitað tapaði Primera Air

Auðvitað tapaði Primera Air

Það fór nákvæmlega eins og ritstjórn Fararheill fullyrti: Flugfélagið Primera Air hefur verið skyldað til að greiða farþegum sem lentu í tæplega sólarhrings seinkun á leið frá Kanaríeyjum í lok ágúst skaðabætur. Málið vakti töluverða athygli á sínum tíma enda fádæma illa staðið að flugi frá Tenerife heim til Íslands. Millilent á Írlandi um miðja … Continue reading »

Seðlar í vasa farþega Icelandair

Seðlar í vasa farþega Icelandair

Allir farþegar Icelandair á leið frá Kaupmannahöfn þennan daginn geta huggað sig við ágætt seðlabúnt í vasa í bætur fyrir rúmlega fimm tíma tafir á fluginu. En aðeins ef þeir leita réttar síns. Á vef Icelandair má sjá að flugi FI205 hefur seinkað allverulega og ráðgert að vélin lendi í Keflavík rúmum fimm klukkustundum á … Continue reading »