Hvað þarftu mikinn tíma milli tengiflugferða?

Hvað þarftu mikinn tíma milli tengiflugferða?

Fátt er minna spennandi á ferðalögum en missa af tengiflugi en það er orðið nokkuð algengt nú þegar sífellt stærri hópur fólks kýs að ferðast á eigin vegum og gera sínar eigin ferðaáætlanir. Þumalputtareglan heilt yfir er að gefa sér aldrei minna en þrjár klukkustundir sem púða milli flugferða. Það jafnvel þó að tengiflugið sé … Continue reading »

Farþegar Icelandair frá London eiga kannski inni 50 þúsund kall

Farþegar Icelandair frá London eiga kannski inni 50 þúsund kall

Nákvæmlega þriggja stunda seinkun á flugi Icelandair frá Gatwick til Keflavíkur þennan daginn eins og sést á meðfylgjandi skjáskoti. Hver einasti farþegi um borð gæti átt rétt á hreint ágætum bótum. Við segjum „gæti” sökum þess að svo virðist sem rellan atarna hafi lent í Keflavík nákvæmlega 180 mínútum á eftir áætlun. Áætlun gerði ráð … Continue reading »

Þessir farþegar Norwegian eiga inni rúmar 50 þúsund krónur

Þessir farþegar Norwegian eiga inni rúmar 50 þúsund krónur

Rellu norska flugfélagsins Norwegian milli Keflavíkur og Madríd þennan daginn seinkaði um tæpar fimm klukkustundir. Það þýðir að farþegar sem standa á sínu eiga inni rúmar 50 þúsund krónur. Norska rellan átti að fara í loftið til spænsku höfuðborgarinnar klukkan 9:35 í morgun en reyndin var að vélin yfirgaf ekki Keflavík fyrr en rétt tæpum … Continue reading »

Stundvísi ekki hátt skrifuð hjá Icelandair

Stundvísi ekki hátt skrifuð hjá Icelandair

Af öllum þeim flugfélögum sem fljúga skemmri vegalengdir til og frá Bretlandi voru tafir og alvarlegar seinkanir vera mestar hjá flaggflugfélaginu Icelandair. Það sýnir úttekt neytendatímaritsins Which! sem tók saman hvaða flugfélög voru óstundvísust til og frá Bretlandi öllu frá júní 2017 til júní 2018. Meðal flugfélaga sem fljúga styttri vegalengdir reyndust 1,7 prósent allra … Continue reading »

Bein útsending: Icelandair til Toronto þremur klukkustundum og 50 mínútum á eftir áætlun

Bein útsending: Icelandair til Toronto þremur klukkustundum og 50 mínútum á eftir áætlun

Úppsíbúbbsí! Rella Icelandair til Toronto í Kanada sem Ísavía fullyrti að færi í loftið klukkan 20 í stað þess að fljúga af stað rétt eftir klukkan 17 í dag, var að taka á loft rétt fyrir klukkan 21. Ekki langt síðan Ísavía tilkynnti að eftirleiðis yrði fólki aldrei tilkynnt um nákvæma komu- eða brottfarartíma til … Continue reading »

Icelandair toppar allavega í einum hlut: seinkunum

Icelandair toppar allavega í einum hlut: seinkunum

Fyrir liggur að launakostnaður bæði Icelandair og Wow Air er almennt hærri hlutfallslega en gengur og gerist hjá velflestum flugfélögum öðrum. Sem er að mörgu leyti eðlilegt enda mun dýrara að lifa á klakanum en á öðrum stöðum heims. En um leið geta flugfélögin þá gert kröfu á sitt starfsfólk að það sýni betri þjónustu … Continue reading »

Miklar tafir á flugi Icelandair þennan daginn

Miklar tafir á flugi Icelandair þennan daginn

Ef aðeins stæði í Evrópureglum að tefjist flug um 30 mínútur eða svo byrji skaðabætur að kikka inn. Þá væri Icelandair að sjá fram á töluverð fjárútlát þennan daginn. Ekki finnst stafur um neitt sérstakt vesen eða tafir á vef Icelandair en raunin engu að síður sú að allnokkrar flugferðir félagsins voru töluvert seinni á … Continue reading »

Þessir farþegar Wow Air eiga inni 40 þúsund kall eða svo

Þessir farþegar Wow Air eiga inni 40 þúsund kall eða svo

ÆÆÆ. Ein rella Wow Air assgoti sein á leiðinni til landsins þennan daginn. Vél Wow Air frá Amsterdam hvers áætlun gerði ráð fyrir lendingu í Keflavík klukkan 13.45 snerti svo okkar ástkæru fósturjörð ekki fyrr en klukkan 17.33. Það þýðir bætur fyrir alla farþega sem bera sig eftir. Vélin atarna rétt tæpum fjórum klukkustundum á … Continue reading »

Nýr dagur, fleiri óútskýrðar aflýsingar hjá Icelandair

Nýr dagur, fleiri óútskýrðar aflýsingar hjá Icelandair

Hólímóli hvað þjónustan hjá Icelandair er fyrir neðan hellur. Enn einn daginn fellir flugfélagið niður áætlunarflug og hvergi nokkurs staðar að finna eina einustu skýringu og hvað þá afsökunarbeiðni. Verulega óljóst hvað er í gangi hjá Icelandair. Flugfélagið er farið að fella niður flugferðir sísona nánast á daglegum basa og hirðir ekki hætishót um að … Continue reading »

Allir farþegar Wow Air frá Berlín eiga inni dágóða upphæð :)

Allir farþegar Wow Air frá Berlín eiga inni dágóða upphæð :)

Á vef Wow Air má finna sérstaka viðvörun um tafir á flugi fyrirtækisins til og frá Montreal í Kanada. Sem er til fyrirmyndar að vara viðskiptavini við hugsanlegu veseni. En ekki eitt orð né viðvörun um sólarhrings töf frá Berlín. Eins og sjá má á meðfylgjandi skjáskoti af vef Keflavíkurflugvallar er áætlað að rella Wow … Continue reading »

Það sem farþegar Primera Air í Alicante hefðu átt að gera

Það sem farþegar Primera Air í Alicante hefðu átt að gera

Mikið fjallað um hörmulegar tafir á vélum Primera Air þessa helgina frá minnst þremur áfangastöðum flugfélagsins með tilheyrandi óþægindum fyrir viðskiptavini. En fólk hefði getað notið lífsins annars staðar en á hörðum stólum án allrar þjónustu á flugvellinum í Alicante alla nóttina. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum þurftu farþegar Primera Air á leið … Continue reading »

Icelandair með þetta

Icelandair með þetta

Svo er fólki spurn hvers vegna ferðamönnum til landsins fer allt í einu fækkandi? Víst hefur dýrtíð á klakanum eitthvað með það að gera en sorglega döpur þjónusta íslensku flugfélaganna er klárlega ein orsök… Við hér höfum gagnrýnt arfaslaka þjónustu íslensku flugfélaganna um langa hríð og oft fengið bágt fyrir. Landinn er ekkert hrifinn af … Continue reading »

Snilld hjá Wow Air að halda árshátíð sömu helgi og tugum flugferða er aflýst

Snilld hjá Wow Air að halda árshátíð sömu helgi og tugum flugferða er aflýst

Látum okkur nú sjá. Hvenær ætli sé best að halda árshátíð hjá vinsælu flugfélagi? Byrjun febrúar er príma kostur enda veður ekkert válynd á þeim tíma… Á sama tíma og fleiri hundruð viðskiptavina flugfélagsins Wow Air voru strandaglópar hér og þar í heiminum sökum veðurs á farsæla Fróni var meirihluti starfsfólks flugfélagsins að djamma eins … Continue reading »

Wow Air virðist vita af töfum og rugli langt fram í tímann

Wow Air virðist vita af töfum og rugli langt fram í tímann

Nokkuð einstakt skeyti barst hluta viðskiptavina Wow Air fyrr í dag. Þar er farþegum í flug Wow Air frá Los Angeles tilkynnt að því miður séu tafir fyrirsjáanlegar á flugi þeirra. Gallinn sá að umrætt flug er eftir HEILA VIKU!!! Þó við hér séum bölvaðir nýgræðingar í tiktúrum flugfélaga höfum við aldrei áður rekist á … Continue reading »