Með Icelandair eða Wow Air til Montréal?

Með Icelandair eða Wow Air til Montréal?

Ferðaþyrstir ættu að vita að frá og með næsta vori kemst fólk í beinu flugi héðan til borgarinnar Montréal í Québec í Kanada og það með báðum íslensku flugfélögunum, Wow Air og Icelandair. En hvor er að bjóða betur? Þó langt sé í jómfrúarflug beggja aðila er þegar hægt að bóka flug fram og aftur … Continue reading »

Hvernig eru svo golftilboð haustsins að standast skoðun

Hvernig eru svo golftilboð haustsins að standast skoðun

Velflestar innlendar ferðaskrifstofur sem upp á golfferðir bjóða hafa kynnt upp á síðkastið tilboð sín næsta haust en urmull af Íslendingum lætur eftir sér að lengja aðeins golfsumarið ár hvert. En hvernig koma tilboðin undan kúnni að þessu sinni? Fararheill skoðaði málið. Við kíktum á tvö tilboð Úrval Útsýn og tvö tilboð Heimsferða að þessu … Continue reading »

Hvað kostar svo aukalega að fljúga með golfsettið eða skíðin?

Hvað kostar svo aukalega að fljúga með golfsettið eða skíðin?

Sé það eitthvað eitt sem vefst skrambi mikið fyrir fólki á faraldsfæti er það líklega að krafsa sig gegnum ýmis þau aukagjöld sem flugfélög nútímans leggja á allt undir sólinni. Þau gjöld geta á augabragði snarhækkað verð á fluginu. Flugfélögin vita sem er að aukagjaldafárið fer illa í almenning og kannanir hafa sýnt að flugfarþegum … Continue reading »

Skilja Icelandair eftir í rykinu til Barcelona

Skilja Icelandair eftir í rykinu til Barcelona

Fargjöld Icelandair til Barcelona þetta sumarið hækka jafnt og þétt og nú er töluvert ódýrara fyrir ferðaþyrsta að bóka far með Wow Air eða spænska flugfélaginu Vueling. Fararheill framkvæmdi verðkönnun á flugfargjöldum til þessarar vinsælu spænska borgar en að þessu sinni leituðum við að lægsta mögulega fargjaldi aðra leiðina út í júní, júlí og ágúst … Continue reading »

Helmingi lægra verð með easyJet til Manchester í sumar

Helmingi lægra verð með easyJet til Manchester í sumar

Þó það eigi að heita samkeppni á flugleiðinni milli Keflavíkur og Manchester í Englandi er það ekki raunin samkvæmt verðúttekt Fararheill. Þar sópar lággjaldaflugfélagið easyJet hinu innlenda Icelandair út af borðinu alla þrjá sumarmánuðina og fer létt með eins og sjá má á meðfylgjandi töflu. Hér skiptir vitaskuld máli að easyJet skiptir farrýmum sínum ekki … Continue reading »

Wow Air vs Iceland Express

Wow Air vs Iceland Express

Þó mjög margt miður megi segja um hið fallna flugfélag Iceland Express þá er ein einasta ástæða til að syrgja að það sé ekki enn starfandi. Síðan það var keypt hefur Íslendingum nánast aldrei boðist flug undir tíu þúsund krónum. Skammtímaminnið er svikult í nútímamanninum enda að ýmsu að hyggju og alltaf vex verkefnafjöldinn þó … Continue reading »

easyJet býður mun betur en Wow Air til Alicante næsta vor og sumar

easyJet býður mun betur en Wow Air til Alicante næsta vor og sumar

Þó ritstjórn Fararheill hafi stórar efasemdir um að ríkasti Íslendingurinn geti með góðri samvisku kallað flugfélag sitt lággjaldaflugfélag sé mið tekið af verðlagningu þess almennt er það þó raunin. Sem þýðir að samanburður við önnur lággjaldaflugfélög er hreinn og beinn. Þar hins vegar stendur Wow Air afar höllum fæti. Fararheill kannaði verð á flugi Wow … Continue reading »

Dohop skýtur risunum ref fyrir rass

Dohop skýtur risunum ref fyrir rass

Hinn íslenski flugleitarvefur Dohop stendur sannarlega fyrir sínu sem endranær samkvæmt síðasta samanburði Fararheill. Þar reyndist sá íslenski bjóða næstbesta verðið til Parísar og heim aftur í júlí og sló þar risavefi Kayak og Cheapoair í gólfið. En allra best var þó að Dohop var sá eini af fimm stórum leitarvélum sem benti leitendum á … Continue reading »

Icelandair dýrast til Parísar í sumar

Þræddi ritstjórn vefi þeirra fjögurra flugfélaga sem bjóða ferðir til og frá París þetta sumarið og fann lægsta mögulega verð í hverjum mánuði fyrir sig. Heilt yfir er það lágfargjaldaflugfélagið Transavia sem best býður

Staðfest að fákeppni ríkir í fluginu

Fákeppni er staðreynd í utanlandsfluginu hérlendis. Verðlagning bæði Icelandair og Iceland Express á háannatíma nær því að flokkast sem einokun en samkeppni