Hversu „stutt“ er á helstu skíðasvæðin frá Salzburg?

Hversu „stutt“ er á helstu skíðasvæðin frá Salzburg?

Ekki er sumarið liðið fyrr en Wow Air stekkur á skíðaferðavagninn og auglýsir beint flug til Salzburg í Austurríki. Sem auðvitað er æði góður staður ætli fólk að spenna á sig skíði eða bretti þennan veturinn. En er raunverulega „stutt“ á bestu skíðasvæðin þaðan eins og flugfélagið vill vera láta? Eins og sjá má á … Continue reading »

Svipað dýrt á skíði í Noregi og Austurríki

Svipað dýrt á skíði í Noregi og Austurríki

Þó fullyrða megi að í huga Íslendinga sé ekki sami sjarminn yfir skíðabrekkum í Noregi og í Ölpunum kemur í ljós við úttekt Fararheill að verð fyrir gistingu og skíðapassa á bestu skíðasvæðum Noregs við Lillehammer er nokkuð á pari við það sem gerist á vinsælli skíðasvæðum Austurríkis. Það líður að skíðavertíðinni og eins og … Continue reading »

Hálf milljón lágmarkið fyrir vikulanga fjölskylduferð á skíði í Austurríki

Hálf milljón lágmarkið fyrir vikulanga fjölskylduferð á skíði í Austurríki

Fjögurra manna fjölskylda sem ætlar sér í skíðabrekkurnar í Austurríki í vetur þarf að greiða að lágmarki 234 þúsund krónur fyrir flugið eitt og sér hjá Wow Air ef ein taska og skíðabúnaður fylgir með hverjum og einum. Einhverja þarna úti er farið að klæja í puttana að komast í súpergóðar brekkur Alpafjalla þennan veturinn … Continue reading »

Mótmæla skattahækkunum með ókeypis kynlífi og áfengi

Mótmæla skattahækkunum með ókeypis kynlífi og áfengi

Nú er kannski ráð fyrir graða og níska íslenska karlmenn að drífa sig í einum grænum til  Austurríkis og Salzburg nánar tiltekið. Þar hefur eigandi eins vinsælasta vændishúss borgarinnar verið í fréttum þarlendis undanfarnar vikur eftir að hann fékk nóg af síhækkandi ríkissköttum og ákvað að mótmæla með því að bjóða frítt kynlíf og áfengi … Continue reading »

Sátu svo uppi með lausu sætin

Sátu svo uppi með lausu sætin

Athygli vakti fyrir tæpri viku þegar Fararheill gagnrýndi ferðaskrifstofuna Úrval Útsýn fyrir að lækka ekki verð á fjórum forfallasætum í jólaskíðaferð til Austurríkis. Samkvæmt heimildum sat ferðaskrifstofan uppi með lausu sætin þegar upp var staðið. Þessi grein hér um málið vakti athygli en þar bentum við á að galið væri að selja 800 þúsund króna … Continue reading »

Úrval Útsýn gefur ekki þumlung né krónu

Úrval Útsýn gefur ekki þumlung né krónu

Seint í dag barst okkur skeyti frá Úrval Útsýn þar sem því var komið á framfæri að fjögur sæti í vikulangri jólaskíðaferð til Zell am See í Austurríki væru nú til sölu vegna forfalla. Ekki dettur ferðaskrifstofunni í hug að lækka verðið um eina krónu þó brottför sé síðar í þessari viku og ferðin atarna … Continue reading »

Hagstæðara að leigja skíðabúnað en taka með í vélum Wow Air

Hagstæðara að leigja skíðabúnað en taka með í vélum Wow Air

Í mörgum tilfellum getur það borgað sig fyrir skíðaáhugafólk að taka ekki með sér skíðabúnað þegar farið er í Alpaferðir með Wow Air samkvæmt úttekt Fararheill. Eins og við höfum áður gagnrýnt þá auglýsir Wow Air „skíðaferðir“ sem eru þó því marki brenndar að engin skíðabúnaður er innifalinn í uppgefnu verði og þaðan af síður … Continue reading »

Æ hvað þetta er eitthvað döpur þjónusta

Æ hvað þetta er eitthvað döpur þjónusta

Þó kannski megi deila nokkuð um nákvæma merkingu þess að veita þjónustu hljóta flestir að vera sammála um að fyrirtæki sem selur vöru og sendir svo viðskiptavininn eitthvað allt annað til að klára kaupin er varla að bjóða góða þjónustu. Sem merkir þá að ferðaskrifstofan Heimsferðir er ekki að veita góða þjónustu hvað varðar skíðaferðir … Continue reading »

Óumdeildur réttur til endurgreiðslu og skaðabóta

Óumdeildur réttur til endurgreiðslu og skaðabóta

Bloggfærsla um miklar tafir og leiðindi hóps farþega Wow Air til Salzburg um miðjan janúar hefur vakið athygli en þar fer Valgarður Guðjónsson hörðum orðum um litla þjónustulund flugfélagsins. Flogið var til Salzburg en þar ekki hægt að lenda svo flogið var með hópinn til Stuttgart til bráðabrigða. Þar tók við löng bið áður en … Continue reading »