Tvöfaldaðu ánægjuna í Helsinki með skottúr til Pétursborgar

Tvöfaldaðu ánægjuna í Helsinki með skottúr til Pétursborgar

Ýmislegt forvitnilegt og fallegt ber fyrir augu þeirra sem þvælast um höfuðborg Finnlands þó Helsinki verði aldrei talin til fegurstu borga. En ein sú borg sem sannarlega fellur í flokk þeirra fegurstu á heimsvísu er aðeins í þriggja stunda fjarlægð frá finnsku höfuðborginni. Aðeins tekur þrjár stundir að skjótast til Pétursborgar frá Helsinki og öfugt … Continue reading »
Eitt kannski áður en þú heldur til Rostov

Eitt kannski áður en þú heldur til Rostov

Alltaf dálítið sexí þegar borgarheiti eru ekki bara innantómt þrugl. Eins og rússneska borgin Rostov. Sú heitir ekki formlega Rostov heldur Rostov na Donu eða Rostov við Don. Þar verið að vísa til fljótsins Don sem er eitt þeirra stærri í Rússlandi. Ekki ruglast á Rostov við Don og bara Rostov. Sá Íslendingur sem tekur … Continue reading »

Feit verðbólga á miðum til Moskvu hjá Wow Air

Feit verðbólga á miðum til Moskvu hjá Wow Air

Flugfélagið Wow Air á ennþá lausa flugmiða til Moskvu í Rússlandi daginn áður en íslenska landsliðið mætir því argentínska á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu og heim aftur daginn eftir leik. En seint verður sagt að Mogensen sé að auðvelda fólki málið: flugmiðinn sá hefur hækkað um 20 prósent á skömmum tíma. Þrátt fyrir að á forsíðu … Continue reading »

Hverjum dettur annars í hug að keyra milli keppnisstaða Íslands á HM?

Hverjum dettur annars í hug að keyra milli keppnisstaða Íslands á HM?

Stórundarleg „stórfrétt“ hjá Fréttablaðinu þess efnis að kreditkortatryggingar dekki ekki leigu á bíl í Rússlandi þar sem HM fer fram næsta sumar. Nánar tiltekið kortatryggingar Vátryggingafélags Íslands. Blaðamaðurinn sem skrifar hefur margra ára reynslu en spurningarnar sem vakna við lestur greinarinnar eru mun fleiri en þær sem greinin svarar. Í fyrsta lagi gefur Vátryggingafélag Íslands … Continue reading »

Tómt bull að bóka flug á HM í Rússlandi strax

Tómt bull að bóka flug á HM í Rússlandi strax

Sekúndubroti eftir að ljóst varð hvaða landsliðum Ísland mætir í riðlakeppni Heimsmeistarakeppninnar í Rússlandi næsta sumar voru fjölmiðlar flestir búnir að fá viðtöl við flugfélögin og ferðaskrifstofurnar og þar öllu fögru lofað með flug og ferðir. En það er heldur klént að spreða fúlgum í flug og gistingu ÁÐUR en ljóst verður hvort fólk fær … Continue reading »

Bara drykkjuraftar og útlendingar drekka vodka á börum í Rússlandi

Bara drykkjuraftar og útlendingar drekka vodka á börum í Rússlandi

Hér er ábending dagsins og líklega þvert á það sem ýmsir halda. Í Rússlandi lætur enginn heilvita innlendingur sjá sig með vodka á bar eða diskóteki. Það gera aðeins fyllibyttur og útlendingar. Það er reyndar nokkur einföldun að segja enginn en raunin er sú í landi Pútíns þykir ekki móðins að súpa vodka lon og … Continue reading »

Held ég gangi heim

Held ég gangi heim

Þó flestir Íslendingar yfir fertugu kippi sér lítt upp yfir hræðilegum vegum eru þeir nokkrir til úti í heimi sem best væri sennilega að sleppa alfarið eða í besta falli ganga eða hjóla.

Stórkostlegir tilbeiðslustaðir
Hvar eru Feneyjar norðursins?
Pétursborg út, Portland inn hjá Icelandair á næsta ári

Pétursborg út, Portland inn hjá Icelandair á næsta ári

Icelandair hefur formlega kynnt leiðakerfi sitt fyrir árið 2015 og kennir þar ýmissa grasa. Enn ein borgin á vesturströnd Bandaríkjanna bætist við leiðakerfið en það er Portland í Oregon en áætlunarflug fellur niður til hinnar rússnesku Pétursborgar. Engum skal koma á óvart að Rússland sé úti enda ráðamenn þar að ganga af göflum í öllu … Continue reading »

Græðgin að drepa menn í Sochi

Græðgin að drepa menn í Sochi

Það er tæpur mánuður þangað til Vetrarólympíuleikarnir 2014 hefjast í rússnesku borginni Sochi og hreint ekki seinna vænna fyrir áhugasama að panta sér flug, gistingu og miða. En til þess þarf fólk líka að vera milljónamæringar. Ok, milljónamæringar kannski of vel útilátið en djúpir vasar sannarlega nauðsyn því frá Íslandi til Sochi fæst vart flug … Continue reading »