Hola í höggi fyrir lágmarks pening

Hola í höggi fyrir lágmarks pening

Fararheill.is bendir á að finnir þú eitthvað heillandi á umræddri síðu er þó þjóðráð að panta ekki í gegnum síðuna heldur fara beint á vefsíðu umrædds hótels eða golfvallar og panta beint þar sjálfur. Þannig sparast allnokkrar krónur sem annars færu fyrir lítið í umboðslaun.

Enn og aftur er Algarve ódýrasti áfangastaður heims

Enn og aftur er Algarve ódýrasti áfangastaður heims

Annað árið í röð er Algarve-hérað Portúgal það svæði þar sem peningar ferðafólks endast lengst og best samkvæmt árlegri og áreiðanlegri úttekt bresku póstþjónustunnar. Sú úttekt tekur saman í eina körfu ýmislegt það sem velflestir, ef ekki allir, ferðalangar eyða peningum í reglulega á sólarströndum. Vatnsflaska, gos, bjór, rauðvín, kvöldverður og sólarvörn í þeirri körfu … Continue reading »

Held ég gangi heim

Held ég gangi heim

Þó flestir Íslendingar yfir fertugu kippi sér lítt upp yfir hræðilegum vegum eru þeir nokkrir til úti í heimi sem best væri sennilega að sleppa alfarið eða í besta falli ganga eða hjóla.

Azoreyjar að steypa Íslandi af stalli???

Azoreyjar að steypa Íslandi af stalli???

Afar undarleg „frétt“ á RÚV þennan daginn hvers uppsláttur er að Azoreyjar séu að fara að slá Ísland út sem heitasti áfangastaður ferðafólks og það strax á næsta ári. Fréttamaðurinn, Lára Ómarsdóttir, ætti kannski aðeins að bregða sér á endurmenntunarnámskeið svo hún þekki muninn á fréttum annars vegar og lífstílsgreinum hins vegar. Munurinn dálítið eins … Continue reading »

Peningarnir endast lengst á Algarve í Portúgal

Peningarnir endast lengst á Algarve í Portúgal

Þangað er reyndar ekki komist í beinu flugi héðan en ef þig munar ekkert um eina millilendingu eða svo munu peningarnir þínir endast lengst á Algarve í Portúgal þetta sumarið. Þetta staðfesta tölur bresku póstþjónustunnar sem merkilegt nokk birtir árlega lista yfir þá sumarleyfisstaði sem hvað ódýrast er að dvelja á. Það mælt með því … Continue reading »

Flottar ferðir hjá Heimsferðum til Portúgal en of stutt í báða enda

Flottar ferðir hjá Heimsferðum til Portúgal en of stutt í báða enda

Hjá Heimsferðum hafa menn séð ljósið! Á næstunni verður bæði í boði að skottast til Lissabon og Porto í beinu flugi héðan í nokkrum sérferðum. Það er löngu kominn tími til enda báðar borgir ótrúlega heillandi fyrir unga sem aldna. Um þriggja nátta ferðir er að ræða til beggja borga hjá Heimsferðum og flogið með … Continue reading »

Af hverju að borga 65 þúsund meira fyrir vikudvöl á besta hóteli Algarve?

Af hverju að borga 65 þúsund meira fyrir vikudvöl á besta hóteli Algarve?

Dohop, Wow Air, Icelandair, hótelbókanir.is. Allir þessir aðilar auglýsa alls staðar vel og mikið að þeir bjóði lægsta verð á gistingu hvarvetna í veröldinni. Því miður láta flestir blekkjast. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem við ætlum að sýna og sanna að þú finnur raunverulega lægsta verð á gistingu hjá okkur hjá Fararheill. Svo … Continue reading »

Hvar eru Feneyjar norðursins?
Ný óværa gerir vart við sig við Karíbahaf

Ný óværa gerir vart við sig við Karíbahaf

Moskítóflugur eru hvimleiður fjandi eins og allir ferðavanir vita. Sumar þeirra hættulegri en aðrar ef þær bera með sér vírus eða annan slíkan fjanda. Nú gerir ný óværa vart við sig í Suður-, og Mið-Ameríku og hefur fundist á karabísku eyjunum líka. Óværan atarna er vírusinn Zika og þeim vírus dreifir nú sérstök tegund moskítóflugna … Continue reading »

Flórída, Barcelóna og tveggja vikna skemmtisigling á botnverði

Flórída, Barcelóna og tveggja vikna skemmtisigling á botnverði

Var ekki nýársheitið einmitt að gera aðeins betur við sjálf okkur en á síðasta ári? Við höfum jú takmarkaðan tíma á þessari jörð og hver veit hvenær óvelkomnir gestir á borð við krabbamein, liðagigt eða alzheimer banka upp á og gera lífið erfitt. Ein hugmynd fyrir þá sem það heit strengdu gæti verið tveggja vikna … Continue reading »

Vínin á Pico

Vínin á Pico

Það kann að vera að okkur skjátlist en við vitum ekki um neinn annan stað á jarðríki þar sem ræktaður er vínviður og framleidd mjög frambærileg vín nánast í eldfjallaösku en á smáeyjunni Pico sem er hluti af Azoreyjum. Ok, kannski ekki alveg eldfjallaösku enda langt síðan Azoreyjur risu úr sæ á miðju Atlantshafinu. En … Continue reading »