Flugfélagið Play lofar fögru en ekki í fyrsta sinn

Flugfélagið Play lofar fögru en ekki í fyrsta sinn

Vefmiðillinn túristi segist hafa heimildir fyrir því að stjórnendur „flugfélagsins Play” séu í startholum með lággjaldaflugfélagið sitt. Er eitthvað að marka það? Velflestir fjölmiðlar landsins birt fregnir af því að það sé loksins play en ekki pása hjá flugfélaginu Play og vitna til heimildarmanna ferðavefsins túrista. Þar kemur fram að „flugfélagið” sé þegar með eina … Continue reading »

Óvænt megatækifæri fyrir Play

Óvænt megatækifæri fyrir Play

Sennilega flestir búnir að gleyma heldur kjánalegu partíi sem haldið var með merkilegu pompi og prakt í einum sal Hörpunnar í nóvember síðastliðnum. Það kynntu nokkrir sleðar til sögunnar nýtt íslenskt flugfélag. Flugfélag sem ekki hefur heyrst svo mikið sem múkk af síðan. Jamms. Kjánalegt með afbrigðum að halda upp á stofnun nýs flugfélags með … Continue reading »

Pásan endalausa hjá Play

Pásan endalausa hjá Play

Hundrað og tuttugu dagar síðan forsvarsmenn „flugfélagsins” Play héldu partí og tilkynntu um stofnun nýs íslensks lággjaldaflugfélags. Síðan þá hefur frést meira af Geirfinni en Play. Engar fréttir eru góðar fréttir segir erlent orðatiltæki og þar vísað til þess að ef manneskja eða fyrirtæki eru ekki í fjölmiðlum eða milli tanna á fólki lon og … Continue reading »

Komu, sáu, héldu partí – Flugfélagið Play virðist dautt í fæðingu

Komu, sáu, héldu partí – Flugfélagið Play virðist dautt í fæðingu

Tæplega tveir mánuðir síðan nokkrir fyrrverandi toppstarfsmenn Wow Air tilkynntu stofnun nýs lággjaldaflugfélags, blésu í lúðra og blöðrur, leigðu Hörpu fyrir milljónir króna og héldu svo partí fyrir sjálfa sig á dýrasta stað landsins. Síðan hefur ekki heyrst múkk um eitt né neitt. Létt gúggl leiðir í ljós mörg hundruð greinar um flugfélagið Play. Allir … Continue reading »

Play hyggst bjóða starfsfólki 30% lægri laun en Wow Air gerði

Play hyggst bjóða starfsfólki 30% lægri laun en Wow Air gerði

Hmmm. Fullur skilningur á því hér að nýtt íslenskt lággjaldaflugfélag þurfi að girða brók þétt upp að endaþarmi til að vera samkeppnishæft. En að ætla að bjóða 30% lægri laun en Wow Air, sem þó borgaði engin súperlaun, er ekki aðeins fráleitt heldur og ber vott um hreina og beina mannvonsku. Vefmiðillinn Kjarninn komst yfir … Continue reading »

Geim óver fyrir Play?

Geim óver fyrir Play?

Aldrei gaman að hlaupa út að leika og finna svo engan sem vill leika. Það virðist vera raunin hjá forsvarsmönnum Play ef marka má fregnir dagsins. Skammt stórra högga milli. Í byrjun mánaðarins blésu forsvarsmenn nýs íslensks lággjaldaflugfélags í blöðrur og dreifðu glimmeri þegar tilkynnt var um stofnun flugfélagsins Play með viðhöfn í Perlunni. Forsvarsmenn … Continue reading »

Fargjöld Play lofa ekki sérstaklega góðu

Fargjöld Play lofa ekki sérstaklega góðu

Rúmar fjörutíu þúsund krónur fram og aftur til Evrópu! Það er meðalfargjald hins nýja lággjaldaflugfélags Play á flugleiðum þess til Evrópu þegar og ef flugfélagið tekur formlega til starfa ef marka má fjárfestakynningu forsvarsmanna. Það er fjarri því nógu gott. Töluverð spenna meðal landans á hinu nýkynnta flugfélagi. Yfir tvö þúsund manns sótt um starf … Continue reading »

Strax komin ástæða til að eiga engin viðskipti við flugfélagið Play

Strax komin ástæða til að eiga engin viðskipti við flugfélagið Play

Vá hvað þetta minnir á íslensku bankana árið 2005. Firnastuð á öllum alla daga, heilu hótelin leigð fyrir veislur og kósíheit hér heimavið og heilu fjallaþorpin erlendis og auðvitað frítt flug fyrir mannskapinn. Svo virðist sem forráðamenn flugfélagsins Play séu ekki alveg á sömu blaðsíðu og aðrir landsmenn. Ekki fyrr var lokið blaðamannafundi þar sem … Continue reading »

Flugfélagið Play kynnt til sögu en ýmislegt lofar ekki góðu

Flugfélagið Play kynnt til sögu en ýmislegt lofar ekki góðu

Dabbadona! Rúmu hálfu ári eftir fall Wow Air taka sig saman nokkrir fyrrum yfirmenn þess flugfélags og koma á fót nýju flugfélagi. Flugfélagið Play var kynnt til sögunnar í dag. Það á að vera „raunverulegt íslenskt lággjaldaflugfélag.” Vonandi óhætt að óska forsvarsmönnum Play til hamingju með áfangann og ekki síður landanum öllum því fargjöld til … Continue reading »