Meiriháttar adrenalínkikk upp Huayna Picchu

Meiriháttar adrenalínkikk upp Huayna Picchu

Lengi vel hefur ekki verið mjög flókið mál að komast upp að fjallaborginni mikilfenglegu Machu Picchu í Andesfjöllum Perú. Yfirgnæfandi meirihluti fer langleiðina með lest og síðasta spottann með rútu allsvakalega leið en að þeirri ferð lokinni eru aðeins nokkur skref að hinni frægu borg Inkanna. En sé litið á helstu myndir af stórkostlegri fjallborginni … Continue reading »

Og þú hélst að Perú væri bara Machu Picchu og búið

Og þú hélst að Perú væri bara Machu Picchu og búið

Fyrir ekki svo löngu síðan hitti einn úr ritstjórn hóp Bandaríkjamanna á knæpu í miðborg Reykjavíkur. Kanarnir allir á heimleið eftir vikutúr svo sjálfsagt að spyrja hvað Ísland hefði skilið eftir í sálinni. Jú, Golden Circle var „brilljant“ og snjósleðaferð á jökli „súperdúper.“ En toppurinn á öllu var íslenska kvenfólkið sem þótti bera af í … Continue reading »

Ef þú einhvern tímann efaðist um að allir geti ferðast…

Ef þú einhvern tímann efaðist um að allir geti ferðast…

Við þekkjum ábyggilega öll einstaklinga sem leggjast sjaldan eða aldrei í ferðalög. Sumir bara latir, sumir áhugalausir um heiminn meðan aðrir veigra sér við slíkt vegna líkamlegra kvilla eða fötlunar. Mikil synd að okkar mati. Ekkert undir sólinni vekur okkur meira til lífsins en ferðir því þess utan erum við flest föst í heimatilbúnum bómullarhnoðra … Continue reading »

Græðgin að fara með menn í Perú eins og á Suðurlandi

Græðgin að fara með menn í Perú eins og á Suðurlandi

Ofangreind fyrirsögn hefði getað verið „Mun auðveldara fyrir ferðamenn að heimsækja Machu Picchu eftirleiðis,” en okkur hér fannst það helst til mikið rugl. Því það er ekkert annað en bjánaháttur að byggja glænýjan flugvöll nánast í göngufæri frá einni helstu perlu mannkynssögunnar. Því miður er það raunin suður í Perú þar sem stjórnvöld hyggjast gera … Continue reading »

Dásemdir Perú á einu bretti fyrir lítið

Dásemdir Perú á einu bretti fyrir lítið

Nú er aldeilis lag fyrir alla þá sem hafa látið sig dreyma um að heimsækja Perú gegnum tíðina. Geysiflott átján daga pakkaferð þangað fæst nú á verði sem ætti ekki að setja neinn út af sakramentinu. Ekki viss hvað sé svo spennandi við Perú? Rifjum aðeins upp brotabrot af dásemdum þessa lands: Machu Picchu, Líma, … Continue reading »

Tíu bestu hótel heims 2015

Tíu bestu hótel heims 2015

Það er sá tími ársins þegar hinn risavaxni einkunnavefur TripAdvisor sendir frá sér árlegan lista sinn yfir þau hótel heims sem best og mest þykja meðal ferðamanna. Sem fyrr eiga vestræn hótel bágt með að fóta sig á þessum fræga lista og af topp tíu hótelunum þetta árið eru aðeins tvö sem ekki eru víðsfjarri … Continue reading »

Skyndilækning við leiðindaveðri

Skyndilækning við leiðindaveðri

Við hjá Fararheill erum ekki vön að mæla með ferðum sem kosta svo mikið að fólk verður að selja nýru og lungu til að geta slegist í för en neyðin kennir okkur líka að spinna. Ekkert er meira heillandi nú þegar sumarið lítur út fyrir að verða allt blautara en Bubbi Morthens í byrjun ferilsins … Continue reading »

Bangkok besta borgin 2008

Samkvæmt ítarlegri könnun þótti Bangkok í Tælandi bera af öðrum borgum heimsins sem besti áfangastaðurinn á síðasta ári en borgin þótti sú þriðja skemmtilegasta heim að sækja árið áður.