Frítt í Osló
Þess vegna ættu Vinstri grænir að fljúga með SAS

Þess vegna ættu Vinstri grænir að fljúga með SAS

Ef frá er talinn um það bil helmingur Bandaríkjamanna þá gerir vitiborið fólk sér grein fyrir að mengun af ýmsu tagi er hægt og bítandi að tortíma öllu lífi á jörð. Það gerist fyrr eða síðar en þar sem við eigum börn, barnabörn og barnabarnabörn er aðeins skemmtilegra að hafa það síðar ef hægt er. … Continue reading »

Sólarhringstilboð hjá Norwegian

Sólarhringstilboð hjá Norwegian

Réttir dagsins eru eftirfarandi: Antalya í Tyrklandi fyrir 4.500 krónur, Korfu í Grikklandi fyrir 6.800 krónur, Lissabon í Portúgal fyrir 6.800 krónur og Mallorca á Spáni fyrir 6.800 krónur. Ekki alveg á pari við verðlagningu hér heimavið en engu að síður nokkur af skynditilboðum norska flugfélagsins Norwegian frá Osló næstu mánuðina. Sólarhringur er til stefnu … Continue reading »

Ruglverð á flugi með Norwegian

Ruglverð á flugi með Norwegian

Nýárssala norska flugfélagsins Norwegian var að hefjast og þar margt safaríkra fargjalda á boðstólum. Ekki síst fyrir þá sem dreymir ævintýraferðir en hafa úr litlu að spila. Nægir kannski að nefna Karíbahafsferð til Puerto Rico fram og aftur fyrir fimmtán þúsund krónur og þið áttið ykkur á hvað við meinum með ruglverði. Það er raunverulega … Continue reading »

Tvær vikur á Balí með öllu fyrir 350 þúsund á parið

Tvær vikur á Balí með öllu fyrir 350 þúsund á parið

Látum okkur sjá. Ætli einhver þarna úti hafi áhuga á tveimur vikum á hinni esótísku Balí með öllu inniföldu fyrir 350 þúsund krónur á par? Ólíklegt. Íslendingar elska janúar- og febrúarmánuð heimafyrir. Ekki aðeins er húrrandi frostið heilsusamlegt heldur og góð líkamsrækt að þrælast gegnum snjóalög og skafa af bílnum. Svo ekki sé minnst á … Continue reading »

Svipað dýrt á skíði í Noregi og Austurríki

Svipað dýrt á skíði í Noregi og Austurríki

Þó fullyrða megi að í huga Íslendinga sé ekki sami sjarminn yfir skíðabrekkum í Noregi og í Ölpunum kemur í ljós við úttekt Fararheill að verð fyrir gistingu og skíðapassa á bestu skíðasvæðum Noregs við Lillehammer er nokkuð á pari við það sem gerist á vinsælli skíðasvæðum Austurríkis. Það líður að skíðavertíðinni og eins og … Continue reading »

SAS í tómu bulli

SAS í tómu bulli

Hvað með Stokkhólmur? Það er stóra spurningin. Í það minnsta ef marka má flugfélagið SAS sem nú auglýsir grimmt flug til Stokkhólmur. Meðfylgjandi auglýsing eltir nú hvern þann sem álpast til að lesa eitthvað frá Svíþjóð á netinu þessi dægrin. Þar auðvitað Google að leita uppi „réttan“ markhóp fyrir áhugasama um flug til Svíþjóðar með … Continue reading »

Svona kemstu til Los Angeles á helmingi lægra verði

Svona kemstu til Los Angeles á helmingi lægra verði

Einhver gæti í einfeldni sinni haldið að ódýrasta leiðin til að komast til Los Angeles í Kaliforníu frá Íslandi væri með Delta Airlines, Wow Air eða Icelandair vestur um haf og þaðan áfram. Það er ekki endilega svo. Raunar fjarri því í stöku tilfellum en það liggur alls ekki í augum uppi enda vonlaust að … Continue reading »

Hafi einhver efast um okrið hjá Vita ferðum…

Hafi einhver efast um okrið hjá Vita ferðum…

Ferðaskrifstofan Vita, dótturfyrirtæki Icelandair, auglýsir grimmt vikulanga Kúbuferð sína í nóvember næstkomandi. Lágmarksverð í þá reisu er 559 þúsund krónur á par. Norska ferðaskrifstofan Ving er einnig að bjóða Kúbuferð á nákvæmlega sama tíma en í tvær vikur í stað einnar og á betra hóteli. Verð í báðar ferðir  er hið sama. Í Kúbuferð Norðmanna er … Continue reading »

Hver er svo að bjóða best til Oslóar?

Hver er svo að bjóða best til Oslóar?

Sennilega eru ekki svo margir Íslendingar sem sjá haust- eða vetrarferð til Osló í Noregi í hillingum. Borgin jú bæði köld og dýr og nóg er af þess lags á Íslandinu. En margir eiga þar ættingja og vini og gera sér því ferð þó árstíminn sé lítt spennandi. Þrátt fyrir allt er Osló ein örfárra … Continue reading »