Eitt það allra besta sem þú gerir á Flórída

Eitt það allra besta sem þú gerir á Flórída

Það fer mikið fyrir djammi, djúsi, skemmtigörðum og tilbúinni afþreyingu víðast hvar í Flórídafylki í Bandaríkjunum. Öllu minna fyrir því sem líklega er eitthvað það allra skemmtilegasta sem hægt er að gera í sólskinsríkinu: heimsókn í þjóðgarð. Flórídafylki eitt og sér er ekki ýkja stórt en mörgum bregður í brún að í fylkinu finnast hvorki … Continue reading »

Assgoti góð ástæða til að heimsækja aldrei Disneyworld

Assgoti góð ástæða til að heimsækja aldrei Disneyworld

Auðvitað er það toppurinn fyrir smáfólkið að heimsækja Disneyworld. Hver yrði ekki uppnumin af því að hitta Mikka, Mínu, Andrés, Guffa eða Plútó og það í eigin persónu!!! Walt Disney fyrirtækið, sem á og rekur Disneyworld á heimsvísu, mokar inn seðlum hraðar en hægt er að framleiða skóflur til mokstursins. Stjórnendur synda í seðlum og … Continue reading »

Er gáfulegt að kaupa fasteign í Flórída?

Er gáfulegt að kaupa fasteign í Flórída?

Útvarpsþátturinn Í býtið á Bylgjunni er óumdeilanlega langskemmtilegasti morgunþáttur landsins. Gulli og Heimir og hinn alltaf hálfþreytti Þráinn, sem á ekkert líf utan enska boltans, smella saman eins og glæný samloka um ferskt hangakjöt eða skinku. En á köflum leyfa þeir félagar gestum að vaða á súðum út í eitt. Dæmi um það föstudagsmorguninn 25. … Continue reading »

Allt að helmings verðmunur á bílaleigubílum í Flórída

Allt að helmings verðmunur á bílaleigubílum í Flórída

Hvort hljómar nú betur í þín eyru: meðalbíll í vikutíma fyrir 60 þúsund krónur eða sams konar bíll í vikutíma fyrir 28.000 krónur? Þarna töluverður verðmunur jafnvel þó upphæðirnar sem um ræðir séu nú ekki háar. En þetta er í grunninn meðalverðmunur á að leigja bílaleigubíl í Orlando, Fort Lauderdale eða Miami hjá stórum þekktum … Continue reading »

Þess vegna er janúar besti mánuðurinn til að heimsækja Flórída

Þess vegna er janúar besti mánuðurinn til að heimsækja Flórída

Hvenær nákvæmlega ætli sé besti tíminn að heimsækja sólskinsríkið Flórída í Bandaríkjunum? Það góð og gild spurning en svarið veltur töluvert á því hver sé að fara og hvers vegna. Sé um hefðbunda íslenska fjölskyldu með smáfólk með í för er þó engin einasta spurning hvenær tíminn er réttur. Það er janúar eða ef illa … Continue reading »

Stutt gaman til Orlandó

Stutt gaman til Orlandó

Stór orð, litlar efndir. Hljómar eins og við séum að fjalla um Katrínu Jakobsdóttur en svo er ekki. Við erum að tala um einn helsta stórvesír landsins í bisness; Skúla Mogensen. Það eru liðlega þrír mánuðir síðan Wow Air tilkynnti með smá pompi og minni prakt að eftirleiðis byðist Íslendingum samkeppni vestur um haf til … Continue reading »

Hvað kosta ævintýrin í Orlando á Flórída?

Hvað kosta ævintýrin í Orlando á Flórída?

Það vita þeir sem farið hafa með smáfólkið til Orlando að öll afþreyingin sem þar er til staðar er ekki aldeilis ókeypis

Þú þarft heldur ekki að druslast með golfsettið til Flórída

Þú þarft heldur ekki að druslast með golfsettið til Flórída

Það vita sennilega velflestir golfáhugamenn að það getur stundum tekið töluvert á að þvælast um heimsins horn með golfsett í ofanálag við annan farangur. Fyrir það fyrsta getur verið æði dýrt að flakka með golfsett milli landa og álfa. Þar hjálpa klúbbar á borð við Icelandair golfers upp á sakir en ætli fólk með öðrum … Continue reading »

Beisik flug til Orlandó eða París og Miami í pakka fyrir lægra verð

Beisik flug til Orlandó eða París og Miami í pakka fyrir lægra verð

Hmm. Allra lægsta verðið á flugi fram og aftur með Icelandair til Orlandó í nóvembermánuði per einstakling reynist kosta 58.645 krónur með ekkert meðferðis. En hvað ef við kæmumst til Miami og gætum dúllast í París svona í leiðinni og samt fengið flugið á lægra verði? Efist einhver um að íslensku flugfélögin séu nú ekki … Continue reading »

Gott múv Wow Air til Orlandó en áfram ryk í augu

Gott múv Wow Air til Orlandó en áfram ryk í augu

Skömmu eftir að við bentum á að ekkert benti til að flugfélagið Wow Air ætlaði sér að hefja aftur flug til Miami á Flórída eins og talað var um á sínum tíma, auglýsir flugfélagið þess í stað nýjan áfangastað í því sólríka fylki: Orlandó. Óvenju gott múv hjá herra Mogensen og hans fólki og fyrir … Continue reading »

Kanaríeyjar eða Flórída?

Kanaríeyjar eða Flórída?

Æði margt skrýtið í kýrhausnum og öðrum tilteknum hausum líka. Til dæmis sú staðreynd að árið 2018 fæst tólf stunda flug fram og aftur til Kanaríeyja oft niður í 30 til 40 þúsund krónur á kjaft. En langi fólk í fjórtán stunda flug fram og aftur til Flórída er algjör hending að komast undir 80 … Continue reading »