Tærasta vatn í heimi

Tærasta vatn í heimi

Þeir sem til þekkja segja fátt merkilegra en synda og eða kafa í Blávatni, Blue Lake, á suðureyju Nýja-Sjálands. Ekki þar fyrir að það sé sérstaklega ríkt af dýralífi eða þangað auðvelt að komast. En það er talið vera tærasta vatn í veröldinni. Í það minnsta hefur ekki enn mælst vatn sem er jafn kristaltært … Continue reading »

Andfætlingar vilja fremur ferðast en versla

Andfætlingar vilja fremur ferðast en versla

Stór hluti Ný-Sjálendinga hefur kveikt á perunni til betra lífs. Ný könnun þar í landi sýnir að flestir aðspurðra kusu fremur að eyða peningum í ferðalög en í verslunum. Kortafyrirtækið American Express, AE, framkvæmdi könnun á því hjá þúsund einstaklingum hvað þeir myndu helst vilja gera ef 80 þúsund krónur féllu þeim í skaut sísona. … Continue reading »

Ekki viss um Nýja Sjáland? Sjáðu þetta

Ekki viss um Nýja Sjáland? Sjáðu þetta

Fallegar eyjur heims skipta að minnsta kosti hundruðum um víða veröld. Ísland kemur strax upp í hugann, Hawaii-eyjarnar stórkostlegar, eldfjallaeyjurnar Azor or Madeira klárlega framarlega og svo má ekki gleyma þeim tugum eyja eða svo sem saman flokkast sem Nýja Sjáland. Núorðið hefur fegurð Nýja Sjálands borist til heimsbyggðarinnar allrar gegnum hinar geysivinsælu kvikmyndir um … Continue reading »

Flottur túr um Ástralíu og Nýja-Sjáland og skemmtisigling í kaupbæti

Flottur túr um Ástralíu og Nýja-Sjáland og skemmtisigling í kaupbæti

Ómögulegt er að slá einhverju föstu um hve margir Íslendingar bera sig sérstaklega eftir öðruvísi ferðum en þeim tiltölulega generísku sem eru hér í boði. En séu einhverjir þarna úti sérstaklega ferða- og ævintýraþyrstir gæti þessi pakki komið hjartanu af stað. Hér er um að ræða tíu daga túr þvert gegnum Ástralíu með stoppum á … Continue reading »

Lúxusferð Úrval Útsýn út í hafsauga

Lúxusferð Úrval Útsýn út í hafsauga

Fararheill minnist þess ekki að hafa séð tilkynningu þess efnis að íburðarmesta og dýrasta skipulagða ferð sem í boði hefur verið hérlendis frá Hruni hafi verið felld niður. Sú finnst þó ekki lengur á vef fyrirtækisins Úrval Útsýn. Þar var um sanna 28 daga lúxusferð að ræða þar sem Guðrún Bergmann hugðist leiða fólk um … Continue reading »

Til Nýja-Sjálands fyrir 160 þúsund á mann

Til Nýja-Sjálands fyrir 160 þúsund á mann

Eigi Ísland sér tvíburasystur á þessum hnetti er það án mikils efa hið stórkostlega Nýja-Sjáland sem státar að nokkru leyti af keimlíku landslagi, stórbrotnum jöklum, beljandi ám og lítt snortnum víðáttum eins og við hér. Þess utan eru fáir landmassar á jörðinni jafn ungir og þessar eyjur. Ritstjórn hefur orðið vör við töluverðan áhuga á … Continue reading »

Lítill áhugi á milljóna króna ferð Úrval Útsýn

Lítill áhugi á milljóna króna ferð Úrval Útsýn

Kannski landinn sé að læra eitthvað. Í öllu falli virðist afar takmarkaður áhugi á þriggja milljóna króna ferð Úrval Útsýn til Ástralíu, Nýja-Sjálands og Dubai næsta vetur. Ferðin atarna er sú dýrasta sem við hjá Fararheill höfum rekist á eftir Hrunið 2008 en hún kostar tæplega 1,8 milljón á einstakling og rétt tæpar þrjár milljónir … Continue reading »

Dýrasta utanlandsferð Íslands?

Dýrasta utanlandsferð Íslands?

Myndir þú greiða tæpar þrjár milljónir króna fyrir góða utanlandsferð fyrir þig og makann? Slík ferð er nú í boði hjá ferðaskrifstofu Pálma Haraldssonar. Hún er ekkert af verri endanum ferðin sú sem Úrval Útsýn býður næsta október og stendur yfir í 28 daga og dvalið í þremur löndum á leiðinni. Um er að ræða … Continue reading »

Vantar spark í rassinn?

Vantar spark í rassinn?

Túrismi er orðin afar mikilvæg atvinnugrein í velflestum löndum heims og ferðamenn halda stöku löndum beinlínis uppi nú á dögum. Það á því engum að koma á óvart að lagðir eru verulegir fjármunir í alls kyns kynningarefni hvers lands fyrir sig. Fyrir svona kolklikkað ferðafólk eins og ritstjórn Fararheill samanstendur af nægir stundum eitt einasta myndband … Continue reading »