Barningur og brambolt en Norwegian ætlar samt með okkur til Spánar í vetur

Barningur og brambolt en Norwegian ætlar samt með okkur til Spánar í vetur

Guði sé lof fyrir flugfélagið Norwegian. Fyrirtækið verið á nippinu fjárhagslega um margra mánaða skeið en sjá samt tækifæri í að bjóða Íslendingum flugferðir til Spánar í vetur. Ekki alveg glænýjar fréttir en fréttir hætta ekkert að vera góðar þó farið sé að slá aðeins í þær. Flugfélagið Norwegian, sem er aðeins á lífi vegna … Continue reading »

Sjaldan er allt innifalið í „allt innifalið“

Sjaldan er allt innifalið í „allt innifalið“

Virðist raunin vera sú að eins og flugfélögin sem smátt og smátt hafa sett gjald á allt mögulegt sem hægt er að gjalda eru skipafélögin að taka upp sömu siði

Faraldur og flugbann ríða Norwegian líklega að fullu

Faraldur og flugbann ríða Norwegian líklega að fullu

Svo gæti vel farið að norska lággjaldaflugfélagið Norwegian, hið eina sem enn býður Íslendingum upp á beint flug til vinsælustu áfangastaða landsmanna, fari endanlega yfir um á næstu misserum. Covid-19 heimsfaraldurinn sannarlega að setja mark sitt á fólk og fyrirtæki vítt og breitt um heiminn. Ekki hvað síst meðal ferðaþjónustufyrirtækja hvers kyns sem ekki girtu … Continue reading »

Norwegian fækkar kílóunum og heimtar fleiri seðla

Norwegian fækkar kílóunum og heimtar fleiri seðla

Það var nú eiginlega bara tímaspursmál en lággjaldaflugfélagið Norwegian hefur nú, fyrirvaralaust, tekið upp handfarangursgjald. Það gildir þó aðeins fyrir fátæku plebbana sem kaupa ódýrustu fargjöldin. Frá upphafi hefur flugfélagið leyft öllum farþegum sínum að hafa með sér 10 kíló eða svo af handfarangri meðferðis í flug án aukakostnaðar. En ekki lengur – nema að … Continue reading »

JetBlue að koma Norwegian til bjargar?

JetBlue að koma Norwegian til bjargar?

Kannski bestu fréttir úr flugheimum lengi. Bandaríska flugfélagið JetBlue skoðar nú mögulegan eignarhlut í lággjaldaflugfélaginu Norwegian en hið síðarnefnda hefur barist í bökkum undanfarin misseri. Ferðaglaðir Íslendingar ekki farið varhluta af veseni þeirra norsku. Þeir hafa fellt niður fjölda flugferða til og frá Íslandi og þar á meðal til áfangastaða sem ekki er auðvelt að … Continue reading »

Á maður að þora að bóka flug með Norwegian mikið lengur?

Á maður að þora að bóka flug með Norwegian mikið lengur?

Þeim fjölgar ört fjölmiðlagreinum um vandræði lággjaldaflugfélagsins Norwegian og flestar á einn veg: fjárhagslegt kraftaverk þarf til ef norska flugfélagið á ekki að deyja drottni sínum. Með það í huga er spurning hversu gáfulegt er að kaupa flug með Norðmönnunum á næstunni. Þegar maður hélt að hlutirnir gætu ekki orðið verri hjá lággjaldaflugfélaginu Norwegian þá … Continue reading »

Borgar það sig að bjóða í betri sæti í farþegaflugi?

Borgar það sig að bjóða í betri sæti í farþegaflugi?

Einn úr ritstjórn á leið til Osló í byrjun næsta mánaðar. Lægsta fargjald þá leiðina kostaði heilar tíu þúsund krónur og var slegið fyrir þremur vikum síðan. Og nú fáum við póst daglega frá Norwegian þar sem okkur er boðið að gera tilboð í BETRI SÆTI um borð. Er það þess virði? Flugfarþegar þekkja þetta … Continue reading »

Fákeppni til Alicante og Norwegian nýtir sér það

Fákeppni til Alicante og Norwegian nýtir sér það

Meðan Wow Air var, hét og hélt uppi reglulegu áætlunarflugi til hins vinsæla áfangastaðar Alicante var hending að lægstu fargjöld fram og aftur færu yfir 40 þúsund krónur og oft töluvert lægra en það. Nú er fólk heppið að sleppa sömu leið kringum 60 þúsund krónur að sumarlagi. Eftir fall Wow Air var í raun … Continue reading »

Úff! Norwegian á nippinu

Úff! Norwegian á nippinu

Okkur hér telst til að við höfum brúkað lággjaldaflugfélagið Norwegian alls nítján sinnum á síðustu tólf mánuðum frá Íslandinu góða. En ýmislegt bendir til að þær ferðir verði ekki mikið fleiri. Engar fréttir fyrir fréttaþyrsta að norska lággjaldaflugfélagið Norwegian hefur barist duglega í bökkum síðustu misserin. Þar mikið til sama vandamál og Skúli nokkur Mogensen … Continue reading »

Norwegian að fara yfir um líka?

Norwegian að fara yfir um líka?

Primera Air heyrir sögunni til, Wow Air í gjörgæslu og fjölmörg önnur erlend flugfélög berjast í bökkum þessi dægrin. Þar á meðal ein skærasta stjarnan meðal lággjaldaflugfélaga: Norwegian. Norski fjölmiðillinn Dagens Næringsliv greinir frá því að lággjaldaflugfélagið Norwegian standi á gljúfurbarmi í efnahagslegu tilliti. Flugfélagið hefur orðið fyrir verulegum skakkaföllum síðustu misserin og það á … Continue reading »

Þessir farþegar Norwegian eiga inni rúmar 50 þúsund krónur

Þessir farþegar Norwegian eiga inni rúmar 50 þúsund krónur

Rellu norska flugfélagsins Norwegian milli Keflavíkur og Madríd þennan daginn seinkaði um tæpar fimm klukkustundir. Það þýðir að farþegar sem standa á sínu eiga inni rúmar 50 þúsund krónur. Norska rellan átti að fara í loftið til spænsku höfuðborgarinnar klukkan 9:35 í morgun en reyndin var að vélin yfirgaf ekki Keflavík fyrr en rétt tæpum … Continue reading »

Safarík stórútsala Norwegian

Safarík stórútsala Norwegian

Antalya í Tyrklandi fyrir rúman sex þúsund kall. Aþena í Grikklandi fyir 9.600. Eða túr til Dúbai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum fyrir 11.500 krónur. Svo ekkert sé minnst á skotterí til Bangkok í Tælandi fyrir 19 þúsund krónurnar. Hljómar bara þokkalega vel ekki satt? Ofangreint eru dæmi um útsöluprís á flugferðum Norwegian til þriggja áfangastaða … Continue reading »

Pakka Wow Air sundur og saman til Barcelóna í vetur

Pakka Wow Air sundur og saman til Barcelóna í vetur

Kannski er þetta munurinn á raunverulegu lággjaldaflugfélagi og hinum. Lægstu fargjöld Norwegian frá Keflavík til Barcelóna og heim aftur með farangur innifalinn eru gróflega HELMINGI LÆGRI en allra lægstu fargjöld Wow Air alla næstu mánuðina. Barsa er alltaf góður áfangastaður. Vissulega skemmir aðeins að 50 milljón aðrir erlendir ferðamenn virðast vappa um borgina hvenær sem … Continue reading »

Stórgott tilboð á siglingu með öllu um jólin hjá Norrænu ferðaskrifstofunni

Stórgott tilboð á siglingu með öllu um jólin hjá Norrænu ferðaskrifstofunni

Eins og lesendum okkar er kunnugt um finnum við í 99 prósent tilvika töluvert ódýrari flug, ferðir, siglingar og afþreyingu en innlendar ferðaskrifstofur bjóða okkur upp á í litríkum bæklingum sínum. En 99% þýðir að stöku sinnum bjóða þessar innlenda kostakjör sem ekki finnast gegnum netið. Reyndar furðulegt að íslensku ferðaskrifstofunar séu ekki löngu farnar … Continue reading »