Wow Air allt að því 130% dýrari kostur til Alicante í vetur

Wow Air allt að því 130% dýrari kostur til Alicante í vetur

Skúli Mogensen er flottur. Spikk og span til útlits öllum stundum, einn besti vinur Björgólfs Thors og hefur aldeilis tekist að byggja upp flott flugfélag á skömmum tíma. En hann er líka að okra á þér fram úr hófi. Því til sönnunar ættu sólelskendur að skoða verðmun á flugi með lággjaldaflugfélaginu Wow Air annars vegar … Continue reading »

Til Alicante getur verið töluvert ódýrara með Norwegian en Wow Air

Til Alicante getur verið töluvert ódýrara með Norwegian en Wow Air

Synd og skömm hversu fáir lesa aðra miðla en Fréttablaðið og Moggann. Því þar fást engar upplýsingar sem nýtast neytendum í landinni. Eins og til dæmis þá staðreynd að spara má töluverðan skilding á að fljúga til Alicante með Norwegian en ekki Wow Air. Fararheill tók stikkprufur á fargjöldum til Alicante næstu vikur og mánuði … Continue reading »

Norwegian pakkar Wow Air og Primera Air saman til Alicante

Norwegian pakkar Wow Air og Primera Air saman til Alicante

Ritstjórn Fararheill hefur lengi haft varann á sér varðandi „samkeppni“ þegar um tvö íslensk fyrirtæki er að ræða. Nægir þar að benda á Samskip og Eimskip sem þykjast elda grátt silfur en hafa verið í baktjaldamakki og samkrulli um áraraðir. Nú er aftur að sannast að tvö „innlend“ fyrirtæki í samkeppni eru í raun og … Continue reading »

Loks alvöru samkeppni til Alicante!!!

Loks alvöru samkeppni til Alicante!!!

Einhverjar bestu fréttir fyrir blanka sólþyrsta Íslendinga hafa litið dagsins ljós. Norska lággjaldaflugfélagið Norwegian ætlar að bjóða landanum beint flug milli Keflavíkur og Alicante á Spáni. Og auðvitað að súperlágu verði líka 🙂 Norwegian hefur séð það sem gamla fólkið hjá Icelandair hafa enn ekki komið auga á; nefninlega að það er bullandi áhugi hjá … Continue reading »

Tólf þúsund kall til Madríd

Tólf þúsund kall til Madríd

Lággjaldaflugfélagið Norwegian mun fjölga áfangastöðum sínum frá Íslandi til muna í vetur eins og greint hefur verið frá. Nú þegar upplýsingar um fargjöld liggja að mestu fyrir er óhætt að fara að undirbúa eina aukaferð í vetur. Aukaferð sem ekki setur strik í bankareikninginn. Madríd, höfuðborg Spánar, er einn þessara nýju áfangastaða en það var … Continue reading »

Wow Air langdýrast lággjaldaflugfélaga til London

Wow Air langdýrast lággjaldaflugfélaga til London

Fyrir þau ykkar sem hyggja á ferð til London í desembermánuði er ágætt að setja bak eyra að fljúga með öðrum en íslensku flugfélögunum. Það er að segja nema þú viljir borga helmingi meira fyrir sömu vöru. Í ljós kemur samkvæmt úttekt Fararheill á fargjöldum til London frá Keflavík og aftur heim á þremur mismunandi … Continue reading »

Húrra, húrra! Enn meiri samkeppni til London

Húrra, húrra! Enn meiri samkeppni til London

Hvað lífið er dásamlegt fyrir þau okkar sem deyja lítið eitt hvern þann dag sem við getum ekki skoðað heiminn. Nú ætlar norska lággjaldaflugfélagið Norwegian brátt að bjóða beint flug milli London og Keflavíkur. Fantagóðar fréttir fyrir ferðaþyrsta. Ekki bara vegna þess að Norwegian er ítrekað valið besta lággjaldaflugfélag Evrópu heldur ekki síður vegna þess … Continue reading »

Sardinía á fjögur þúsund kall og fleira safaríkt

Sardinía á fjögur þúsund kall og fleira safaríkt

Leiða má líkur að því að þeir sem haldið hafa til Frakklands síðustu dægrin eigi rétt nóg fyrir salti í grautinn nú um stundir. Þið hin gætuð aldeilis nýtt ykkur fínustu sumartilboð flugfélagsins Norwegian næstu mánuðina. Hin „fræga“ sumarútsala lággjaldaflugfélagsins norska er hafin og við höfum fræga innan gæsalappa sökum þess að lengi vel geymdu … Continue reading »

Wow Air á pari við SAS og Norwegian til Los Angeles

Wow Air á pari við SAS og Norwegian til Los Angeles

Allra lægstu fargjöld Wow Air fram og aftur til Los Angeles í Kaliforníu frá Keflavík eru á pari við lægstu fargjöld flugfélaganna Norwegian og SAS frá Osló í Noregi. Athugun á vef Wow Air leiðir í ljós að til Los Angeles kostar að lágmarki 26 þúsund krónur án farangurs að fljúga út og aðeins meira … Continue reading »

Sólarhringstilboð hjá Norwegian

Sólarhringstilboð hjá Norwegian

Réttir dagsins eru eftirfarandi: Antalya í Tyrklandi fyrir 4.500 krónur, Korfu í Grikklandi fyrir 6.800 krónur, Lissabon í Portúgal fyrir 6.800 krónur og Mallorca á Spáni fyrir 6.800 krónur. Ekki alveg á pari við verðlagningu hér heimavið en engu að síður nokkur af skynditilboðum norska flugfélagsins Norwegian frá Osló næstu mánuðina. Sólarhringur er til stefnu … Continue reading »

Svona græjar þú tvær lúxusvikur á Antalya í júlí undir 300 þúsundum á par

Svona græjar þú tvær lúxusvikur á Antalya í júlí undir 300 þúsundum á par

Lesandi skaut að okkur spurningu hvort virkilega væri ekki hægt að njóta strandlífs í Antalya í Tyrklandi í júlí eða ágúst undir hálfri milljón króna sem er algengt verð á tveggja vikna pakkaferðum Nazar til borgarinnar. Svarið við því er vitaskuld að allt er hægt. Fararheill fór á stúfanna vegna þessa og við lentum að … Continue reading »

Ruglverð á flugi með Norwegian

Ruglverð á flugi með Norwegian

Nýárssala norska flugfélagsins Norwegian var að hefjast og þar margt safaríkra fargjalda á boðstólum. Ekki síst fyrir þá sem dreymir ævintýraferðir en hafa úr litlu að spila. Nægir kannski að nefna Karíbahafsferð til Puerto Rico fram og aftur fyrir fimmtán þúsund krónur og þið áttið ykkur á hvað við meinum með ruglverði. Það er raunverulega … Continue reading »

Ef þú vilt ókeypis net í flugi þá flýgurðu með JetBlue

Ef þú vilt ókeypis net í flugi þá flýgurðu með JetBlue

Það finnst varla það krummaskuðs-flugfélag sem ekki er að troða aukagjöldum ofan á flugfargjöldin eins og rjóma á köku og glotta í leiðinni. Aukagjöld eru jú til fyrir nánast allt nema anda og pissa í klósett hjá flestum flugfélögum þessi dægrin. Því yndislegra að fregna að hið ágæta flugfélag JetBlue í Bandaríkjunum ætlar að synda … Continue reading »